Fréttir Miðvikudagur, 25. september 2024

Sigurður Hannesson

Auka þarf raforkuöflun og virkja meira

Fyrirtæki hafa þurft frá að hverfa vegna skorts á raforku Meira

Dagur B. Eggertsson

Ferðir Dags gagnrýndar í borgarstjórn

„Fjarvera fyrrverandi borgarstjóra hefur vissulega verið áþreifanleg þetta kjörtímabilið og á meðan verkefnin hrannast upp er hann á ferðalagi,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um tíðar ferðir Dags B Meira

Umfangsmikil rannsókn

Fjögur voru úrskurðuð í gæsluvarðhald fram á föstudag í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær í þágu rannsóknar lögreglu á innbrotum í tvær verslanir Elko sem voru framin aðfaranótt laugardags á sunnudagskvöld Meira

Grasrót Mikill kurr hefur verið meðal sumra Pírata eftir aðalfund.

Atli Þór hættur hjá Pírötum

Kveðst vera á löngum lista fólks sem kæri sig ekki um að vinna hjá þingflokknum • Tengist nýafstöðnum aðalfundi • Björn Leví hefur ekki áhyggjur af stöðunni Meira

Framboð Svandís Svavarsdóttir vill verða næsti formaður VG.

Svandís gefur kost á sér sem formaður VG

Þurfti að hugsa sig vel um • Tvö í boði til varaformanns Meira

Krapavarnir Unnið er að flóðavörnum í Stekkjagili ofan Patreksfjarðar, en upp á fjallið hafa verið fluttir þrír 40 feta vagnar af stáli.

Flóðavarnir ofan Patreksfjarðar

Unnið er að bráðavörnum vegna krapaflóða í Stekkjagili í fjallinu Brellum ofan við þéttbýlið í Patreksfirði, en síðast féll þar krapaflóð fyrir tæpum tveimur árum. Í kjölfarið ákvað ríkisstjórnin að grípa til bráðaaðgerða til að fyrirbyggja eins og… Meira

Dagsferðir Fyrrverandi borgarstjóri og nú formaður borgarráðs ferðast meira til útlanda en formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Fjarvera Dags hefur verið áþreifanleg

Vonar að hann kolefnisjafni þessar tíðu utanferðir sínar Meira

Sauðárkrókur Skiptar skoðanir á tillögu sem samþykkt var í skipulagsnefnd.

Vilja ívilnanir fyrir nýja verslun

Samþykkt í skipulagsnefnd Skagafjarðar að skipuleggja sérstaklega lóð fyrir lágvöruverðsverslun á Sauðárkróki • Afsláttur af gjöldum eða þau felld niður • Tillagan popúlismi, segir fulltrúi Framsóknar Meira

Sjaldséður flækingur á ferðinni

Þessi laglegi og svipmikli fugl hefur síðustu fjórar vikurnar eða svo haldið til í Álftaveri og unir sér þar bersýnilega vel, þar sem hann hleypur um og tínir upp af fáförnum malarvegi skordýr og áttfætlur og annað tilfallandi góðgæti sem býðst Meira

Vegagerð Frá framkvæmdum á Dynjandisheiði á Vestfjörðum.

Sjö kílómetrar eftir af verkinu

Vestfirðingar eru undrandi á þeirri stöðu sem upp er komin varðandi framkvæmdir á Dynjandisheiði. Innviðafélag Vestfjarða sendi frá sér tilkynningu þar sem lýst er mjög miklum vonbrigðum með að framkvæmdir hafi verið stöðvaðar í bili þegar sjö… Meira

Ráðhúsið Mistök í textagerð hjá borginni ollu misskilningi.

Mistök í fundargerð borgarráðs

Áfengi er ekki selt á dansleikjum í framhaldsskólum eins og skilja mátti Meira

Samstarf Fulltrúar Icelandair og Gæslunnar undirrituðu samning um samstarf í þjálfunarmálum flugáhafna.

Samstarfssamningur um þjálfun flugáhafna

Landhelgisgæslan og Icelandair hafa gert með sér samstarfssamning sem lýtur að þjálfunarmálum flugáhafna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Icelandair. Segir þar að þótt flugrekstur þeirra sé í eðli sínu ólíkur sé þar marga sameiginlega… Meira

Tímamót Afi Sigurðar Más Guðjónssonar keypti bakaríið af Bernhöftsættinni árið 1942. Það var sett á stofn 1834.

Nýbakað brauð og kökur á hverjum morgni í 190 ár

Bernhöftsbakarí fagnar afmæli • Elsta fyrirtæki landsins Meira

Sláturtíð Skrokkar í húsi Kjarnafæðis-Norðlenska á Hvammstanga.

Fallþungi hrynur eftir kalt sumar

Gera má ráð fyrir að fallþungi dilka í haust hjá sláturhúsi Kjarnafæðis-Norðlenska á Húsavík verði 0,5-0,6 kg minni en á sl. ári. Helsta ástæða þessa er að kalt var í veðri á vormánuðum og því fylgdi hret í júníbyrjun, sem olli búsifjum sem höfðu áhrif fram á sumarið Meira

Beirút Gömul kona sem flúði úr þorpinu sínu í Suður-Líbanon leitar skjóls í skóla í Beirút í gær, sem er nú tímabundið skjól fyrir flóttamenn í Líbanon.

Mesta mannfall frá borgarastríðinu

Á sjötta hundrað manns létu lífið á mánudag • Ísraelar segja árásirnar árangursríkar í stríðinu gegn Hisbolla • Allt skólahald liggur niðri • Íransforseti kallar á samstöðu gegn Ísrael • Biden hefur trú á lausn Meira

Mynt Krúnuskiptamyntin sem verður dreift í Danmörku 1. nóvember.

Mynt slegin í tilefni krúnuskipta

Danski seðlabankinn kynnti í gær nýja 20 krónu mynt, sem slegin er í tilefni af því að Friðrik X. tók við konungdómi í Danmörku af Margréti II. móður sinni í byrjun þessa árs. Alls verða slegnir milljón slíkir peningar og verða þeir settir í almenna umferð í byrjun nóvember Meira

Aldrei afgreitt jafn mörg mál á einu ári

Það sem helst stendur upp úr á þessu ári er fjöldi mála árið 2023,“ segir Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og formaður kærunefndar jafnréttismála, og bætir við að lengd málsmeðferðar hjá nefndinni hafi verið að meðaltali sex mánuðir fyrir hvert mál Meira

Listakona Ágústa Kolbrún Roberts hér við nokkrar mynda sinna á sýningunni, sem verður uppi á kaffihúsi Sólheima næstu vikurnar.

Sýnir fjölbreyttar Sesseljumyndir á Sólheimum

„Sesselja var mögnuð kona og ég fann mjög fyrir áhrifum hennar í þessu verkefni. Að segja sögu hennar í litum og myndum er gefandi; vinnan styrkti mig og stækkaði,“ segir Ágústa Kolbrún Roberts myndlistarkona Meira