Menning Fimmtudagur, 26. september 2024

Dökkbrúnt Rúskinn frá toppi til táar í haust- og vetrarlínu Ralph Lauren.

Rúskinnið tekur yfir haustið

Flíkin sem er mest áberandi í dag er jakki úr rúskinni. Hann selst hratt upp í verslunum en einhver heppin gæti átt gamlan inni í skáp. Meira

Nýjar dyr opnast alltaf þegar aðrar lokast

Elísabet Gunnarsdóttir kom mörgum á óvart þegar hún byrjaði með hlaðvarpið Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars á dögunum. Meira

Vöxtur Lovísa segir mikla þörf fyrir danshús hér á landi, þar sem senan sé í mikilli grósku og styðja þurfi við hana.

Ótrúleg gróska í danssenunni

Fjölbreytt og spennandi starfsár hjá Íslenska dansflokknum • Formið í sífelldri þróun og vexti • Mikil þörf fyrir danshús • Styðja þarf senuna • Eigum marga stórkostlega danslistamenn Meira

Nína Tryggvadóttir (1913–1968) Gos, 1964 Olía á striga, 131,5 x 105 cm

Gos á myndfleti

Textinn birtist í 140 ára afmælisriti Listasafns Íslands sem kemur út í október 2024. Verkið er í eigu Listasafns Íslands og er hluti af sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu, sem er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við safnið. Meira

Undrabarn Mozart fæddist árið 1756 og lést árið 1791, aðeins 35 ára að aldri.

Áður óþekkt verk Mozarts fannst í Leipzig

Guardian hefur greint frá því að áður óþekkt tónverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart hafi nýlega verið uppgötvað á tónlistarbókasafninu í Leipzig. Þá telji sérfræðingar að tónskáldið hafi eflaust verið unglingur þegar hann samdi verkið, sem nefnt var… Meira

Arnar Jónsson

Líf Arnars Jónssonar leikara í ljóðum

Fyrsta frumsýning vetrarins á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi fer fram á laugardaginn, 28. september, kl. 20, þegar Arnar Jónsson stígur á svið og flytur úrval ljóða sem snert hafa við honum í gegnum tíðina Meira

Grafítverk Carl Philippe Gionet opnar sýninguna Laugarneshughrif.

Laugarnesið innblástur sýningarinnar

Laugarneshughrif (Imprints of Laugarnes), sýning Carls Philippe Gionet á grafítverkum, verður opnuð á laugardag í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Segir í tilkynningu að Gionet sé mörgum Íslendingum að góðu kunnur sem píanóleikari en færri þekki þá… Meira

Innsæi „Höfundur skrifar af miklu innsæi og húmor um málefni sem er í senn persónulegt og almennt þannig að sagan togar í hjartastrengina. Límonaði frá Díafani er saga sem situr eftir hjá lesandanum löngu eftir að lestrinum lýkur.“

Þessi fölskvalausa barnslega gleði

Skáldsaga Límonaði frá Díafani ★★★★½ Eftir Elísabetu Jökulsdóttur JPV útgáfa, 2024. Kilja, 91 bls. Meira

Úr bókabúð.

Vilja tvöfalda virðisaukaskatt af bókum

Þau áform stjórnvalda Slóvakíu að tvöfalda virðisaukaskatt af bókum falla í grýttan jarðveg hjá bóka­útgefendum þar í landi. Ríkisstjórnin hyggst hækka skatt af bókum úr 10% í 23%, sem gagnrýnendur tillögunnar telja að muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir bókabransann Meira

Sjö listamenn sýna Sýningin er afrakstur mánaðarlangrar vinnustofu.

Samsýningin Mýktin í harðneskjunni opnuð

Samsýningin Mýktin í harðneskjunni verður opnuð í dag, fimmtudaginn 26. september, í Gallerí Fyrirbæri, Ægisgötu 7 í Reykjavík, kl. 18 en opið verður til kl. 21 í kvöld. Listamenn sýningarinnar eru dr Meira

Hlý „Tónn de la Salle er í senn mjúkur og syngjandi og túlkunin var einkar „hlý“ og rómantísk.“

Liszt af listfengi

Harpa Lise de la Salle leikur Liszt Smith og Dvořák ★★★★· Liszt ★★★★★ Tónlist: Gabriella Smith (Tumblebird Contrails, frumflutningur á Íslandi), Franz Liszt (Píanókonsert nr. 1), Antonín Dvořák (Sinfónía nr. 7). Einleikari: Lise de la Salle. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Konsertmeistari: Sigrún Eðvaldsdóttir. Hljómsveitarstjóri: Antonio Méndez. Tónleikar í Eldborg Hörpu fimmtudaginn 19. september 2024. Meira

Maitlis Tók frægt viðtal við Andrés prins.

Hrokafulli prinsinn opinberar sig

A Very Royal Scandal er þriggja þátta leikin mynd frá Amazon þar sem fjallað er um viðtalið sem varð til þess að Andrés Bretaprins missti ekki bara konunglegan titil heldur einnig æruna. Leikarinn Michael Sheen leikur Andrés prins og Ruth Wilson… Meira