Fréttir Föstudagur, 27. september 2024

Halla Tómasdóttir

Skiljanlegt að finna til vanmáttar

Halla Tómasdóttir forseti Íslands segir eðlileg mannleg viðbrögð vera að finna til þegar hver sorgaratburðurinn á fætur öðrum á sér stað. Hún segir það heilbrigðismerki um samkennd. Þetta kemur fram í aðsendri grein sem Halla ritar í blaðið í dag Meira

Ósannað hver afritaði símann hjá Rúv.

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur fellt niður rannsókn á byrlun, símastuldi, afritun á einkagögnum og dreifingu á kynferðislegu myndefni eftir liðlega þriggja ára rannsókn. Sjö sakborningar, þar af sex blaðamenn, eru því ekki lengur til rannsóknar Meira

Charles Spencer lávarður.

Spencer lávarður kemur

Spencer lávarður verður einn af heiðursgestum Iceland Noir-­bókmennta­hátíðarinnar sem haldin verður 20.-23. nóvember næstkomandi. Charles Spencer lávarður er flestum kunnur sem bróðir Díönu prinsessu Meira

Eldvirkni Almannavarnanefnd Suðurnesja utan Grindavíkur í samstarfi við Sveitarfélagið Voga boðaði til fundarins í gærkvöldi, sem var vel sóttur.

Hraun myndi renna að brautinni

Hraunflæðilíkön sýna að hraun geti runnið í átt að Reykjanesbraut • Ólíklegt að hraunflæðið nái alveg að brautinni og Vogum • Verðum að vera viðbúin kröftugra gosi • Mikilvægt að íhuga mótvægisaðgerðir Meira

Skipafélög Samskip hafa ávallt hafnað því að hafa átt í samráði.

Landsréttur sýknar SKE af kröfu Samskipa

Landsréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið (SKE) af kröfu Samskipa um að úrskurður áfrýjunarnefndar SKE um að vísa frá kæru Samskipa yrði ógiltur. Eimskip gerði sátt við SKE 16. júní 2021 þar sem félagið gekkst við því að hafa átt í samráði við… Meira

Fjölmiðlamenn sem höfðu stöðu sakbornings

Lögreglan segir að ekki hafi tekist að sanna hver afritaði upplýsingar úr símanum • Vísbendingar eru þó um það • Orsakasamband byrlunar og veikinda ósannað • Réttur starfsmanna að neita að tjá sig Meira

Fagna ákvörðun lögreglunnar

Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og Heimildarinnar, sagði rannsókn lögreglu á stuldi á farsíma Páls Steingrímssonar hafa breytt sýn sinni á samfélagið og haft áhrif á að hann hætti sem ritstjóri Heimildarinnar Meira

Birgir Ármannsson

Ekki komin til þingforseta

„Ef ágreiningur er borinn undir forseta getur hann úrskurðað um málið, en málið hefur ekki komið á mitt borð enn þá,“ segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, í samtali við Morgunblaðið, þegar leitað var viðbragða hans við bókun sem… Meira

Milljarðatugir í atvinnuleysisbætur

Áætlað er í fjárlögum að greiddir verði 37 milljarðar króna úr atvinnuleysistryggingasjóði á næsta ári l  Samanlagt voru greiddir um 265 milljarðar króna úr atvinnuleysistryggingasjóði á árunum 2019-2023 Meira

Iceland Noir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir ræða við Dan Brown.

Spencer lávarður boðar komu sína

Fjöldi þekktra nafna hefur boðað komu sína á bókmenntahátíðina Iceland Noir sem haldin verður í nóvember. Nýjasta viðbótin er Spencer lávarður sem verður einn af heiðursgestum hátíðarinnar. Flestir Íslendingar þekkja sjálfsagt Charles Spencer lávarð sem bróður Díönu prinsessu Meira

Kristín Benediktsdóttir

Kristín kjörin af Alþingi

Alþingi hefur kjörið Kristínu Benediktsdóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sem nýjan umboðsmann Alþingis til næstu fjögurra ára. Kristín var kjörin með 38 atkvæðum þingmanna. Tveir þingmenn greiddu ekki atkvæði Meira

Inga Sæland

Tilgangslaust bruðl með skattfé

„Við eigum ekki að bruðla með almannafé í svona ráðstefnur sem fá engu breytt. Alþingismenn vita yfirhöfuð ekkert til hvers þeir eru sendir í þessar ferðir og tilgangsleysið með 100 manna sendinefnd og 20 klukkustunda ferðalagi er algert,“ segir… Meira

Elliðaey Það var eins og tíminn hefði færst aftur um tuttugu ár þegar allt varð fullt af fugli og yngstu kynslóðirnar fengu nasaþefinn af lundaveiði.

„Yndislegt að sjá allar hlíðar hvítar af fugli“

„Aðstæður eru eitthvað að breytast því það var alveg nóg æti í sjónum í sumar og það var líka svolítið merkilegt að það var enginn makríll í lögsögu okkar,“ segir Elliðaeyingurinn Ívar Atlason um mikla fjölgun sjófugla í Vestmannaeyjum í sumar Meira

Umdeilt LED-skilti var sett upp í stað prentaðs skiltis sem hafði verið á lóðinni við Digranesveg 81 um árabil. Byggingarleyfi fékkst ekki samþykkt.

Ekkert leyfi á Digranesvegi

Stafrænt auglýsingaskilti við Digranesveg 81 í Kópavog skal fjarlægt samkvæmt nýjum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Umrætt skilti er 18 fermbetrar að stærð og var sett upp í stað prentaðs skiltis sem þar stóð áður Meira

Sauðfé Eftirlit með dýrahaldi gengur ekki alltaf klakklaust fyrir sig.

MAST kærir hótanir til lögreglunnar

Sjaldgæft að slík mál komi upp hjá MAST • Skýrar vinnureglur Meira

Þétting byggðar Framkvæmdir við fyrsta áfanga á Heklureitnum við Laugaveg í Reykjavík.

Hlutfallslega færri eiga nú eina íbúð

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), segir íbúðum í eigu einstaklinga ekki hafa fjölgað óeðlilega hægt á þessu ári. „Við vitum að það er töluverð eftirspurn á íbúðamarkaði þrátt fyrir að vextir séu háir … Meira

Tap Rekstur Ríkisútvarpsins hefur valdið vonbrigðum síðustu mánuði. Stjórn RÚV hefur óskað eftir útlistunum á hagræðingaraðgerðum.

Tap RÚV 470 milljónir króna á árinu

Reiknað með 200 miljóna tapi í árslok • Aðhaldsaðgerðir Meira

Framburðarforrit Ásmundur Einar með Bryndísi við opnun forritsins.

Leikjaforrit sem þjálfar framburð

Smáforritið Lærum og leikum með hljóðin hefur farið í gagngera endurgerð frá grunni með nýjum leikjum og er hægt að nota það á öllum snjalltækjum og tölvum, en áður var það takmarkað við iOS-kerfið Meira

Sýklalyf Íslendingar nota sýklalyf mest af Norðurlandaþjóðunum.

Ástæður mikillar sýklalyfjanotkunar ekki ljósar

Mest ávísað af sýklalyfjum hér á landi ef miðað er við Norðurlöndin Meira

Kína Langdrægri eldflaug var skotið í Kyrrahafið á miðvikudag.

Pólitísk spenna eykst í austri

Kínverski herinn var í viðbragðsstöðu í gær eftir að japanska herskipið Destroyer Sazanami sigldi um Taívansund í fyrsta skipti á miðvikudag. Sama dag sigldu einnig herskip frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi sömu leið Meira

Við símana Rússlandsforseti hefur ítrekað hótað Úkraínu og vestrænum bandamönnum með kjarnavopnum.

Moskva gæti svarað árás af fullri hörku

Rússlandsforseti segir árás frá erlendu ríki sem stutt er af öðru ríki sem býr yfir kjarnavopnum vera „sameiginlega árás“. Og að slíkt myndi réttlæta beitingu kjarnavopna Rússlands. Er hann með þessu að vísa til Úkraínustríðsins og þeirrar miklu hernaðaraðstoðar sem Vesturlönd veita Meira

Kortleggja joðskort hjá ungum börnum

Til skoðunar er að nota joðbætt salt við brauðframleiðslu á Íslandi vegna minnkandi joðneyslu landsmanna. Embætti landlæknis rannsakar nú joðhag barna á höfuðborgarsvæðinu sem eru tveggja og hálfs árs gömul en þörf er á slíkum upplýsingum til að… Meira

Íþróttablaðið 1975 Fjallað var um félagið í fjórða tölublaði ársins.

Grjónapungarnir hittast alla virka daga

Félag íslenskra grjónapunga (FÍGP) var stofnað 1964 og héldu liðsmenn upp á 60 ára afmælið í Fjósinu hjá Gunnari Kristjánssyni á Hlíðarenda í liðinni viku. „Þetta eru mikil tímamót,“ segir Halldór Einarsson, sem hefur verið með síðan 1969 Meira