Sunnudagsblað Laugardagur, 5. október 2024

Aldrei verið betri!

Hvernig á að halda upp á afmæli Dimmu? Við ætlum að halda upp á tuttugu ára afmælið með SinfoniuNord og söngsveitinni Fílharmóníu. Við förum yfir allan ferilinn og leikum efni af öllum sex plötunum sem við höfum gert Meira

Ég er enginn helvítis Toby!

Sársaukafullt öskrið nísti inn að beini – og mun í reynd aldrei þagna. Meira

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er tiltölulega bjartsýnn á framhaldið eftir að hafa lækkað stýrvexti í vikunni.

Stýrivaxtalækkun og straumleysi

Miklar breytingar hafa orðið á fuglalífi landsins síðustu ár og stofnar sumra sjófugla hrunið, að sögn Jóhanns Óla Hilmarssonar fuglafræðings. Viðgerðir á þaki Kringlunnar munu standa fram á næsta ár Meira

Það gæti nú samt gerst, Bogi Nils

Nú bregður hins vegar svo við að ég er sammála hverju orði Icelandair-forstjórans. Meira

Horfðu á foss og fengu hugmynd

Hundruð þúsunda gesta hafa lagt leið sína í Skógarböðin. Fyrir örfáum árum voru þau aðeins hugmynd á blaði. Enn fyrr aðeins foss af heitu vatni sem féll ónýtt til sjávar. Meira

Þóra og Tinna benda á gallana í refsivörslukerfinu.

Það vantar kvennafangelsi

Þóra Björg Sirrýjardóttir og Tinna Hilmarsdóttir Konudóttir hafa báðar afplánað dóma í íslenskum fangelsum. Þær deila reynslu sinni og benda á það sem betur má fara í kerfinu. Þær eru sammála um að sérúrræði þarf að vera til staðar fyrir konur. Meira

„Það er mikill húmor í þáttunum en með þyngri undirtóni. Hann er svo áhugaverður listamaður og fjallar gjarnan í list sinni um mikilvæg málefni en gerir það á frumlegan hátt og með húmor,“ segir Trine um leikstjórann Benedikt Erlingsson.

Aldrei áður fengið annað eins tilboð

Danska stórstjarnan Trine Dyrholm hefur búið á Íslandi síðustu mánuði. Trine leikur danska konu í samnefndum sjónvarpsþætti sem Benedikt Erlingsson leikstýrir. Tökudagar eru langir og strangir en Trine hefur gefið sér tíma til skoða sig aðeins um og segist elska Ísland. Meira

„Ég er ekki sá fyrsti sem sinnir þessu starfi en ég er sannarlega sá fyrsti sem vinnur við þetta í fullri vinnu,“ segir Vigfús, sem vinnur við leikaraskipan hjá fyrirtæki sínu Doorway Casting.

Ég segi að allir geta leikið

Vigfús Þormar Gunnarsson sér um leikaraval fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Fyrirtækið hans, Doorway Casting, hefur meira en nóg að gera. Meira

Woman of the Hour er fyrsta kvikmyndin sem Anna Kendrick leikstýrir.

Stefnumót við dauðann

Anna Kendrick leikstýrir og leikur aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd, Woman of the Hour, um konu sem fer á stefnumót með karli sem reynist vera raðmorðingi. Byggt er á sönnum atburðum. Meira

„Mér finnst alltaf erfitt að tala um myndefnið, ég vil að fólk lesi sjálft í það,“ segir Ynja Blær.

Hugsar teikningarnar eins og ljóð

Ynja Blær Johnsdóttir sýnir teikningar og skúlptúr á sýningu í Listvali. Hún er þrjár vikur til mánuð að gera hvert verk. Verk hennar eru einstaklega falleg og stílhrein. Meira

Maggie Smith vann til fjölda verðlauna og viðurkenninga á ferli sem spannaði 70 ár.

Ég veit ekki alveg hver ég er

Leikkonan Maggie Smith, sem lést á dögunum í hárri elli, eignaðist fjölda aðdáenda á löngum ferli. Hún var fagmaður fram í fingurgóma og afar fjölhæf. Meira

Kris Kristofferson snerti ófá hjörtun á langri ævi.

Hrjúfur en ljúfur

Kris Kristofferson lést á dögunum, 88 ára að aldri. Hann var bókelskur í æsku og ætlaði að verða rithöfundur en varð í staðinn ástsæll söngvari og lagahöfundur og fjölhæfur leikari. Meira

Frá þjóðbúningi til byssuskots í hnakkann

Við hjónin fylgjumst alltaf vel með jólabókaflóðinu og veljum fimm til sex bækur sem okkur þykja áhugaverðar. Um síðustu jól urðu eftirfarandi bækur fyrir valinu: Dauðadjúp sprunga eftir Lilju Sigurðardóttur sem er mjög áhrifamikil spennusaga og… Meira

Jón Gnarr er genginn í Viðreisn og nær vonandi góðum árangri því hann er einlægur, skemmtilegur og skapandi. Þannig ættu stjórnmálamenn að vera.

Óvenjulegur stjórnmálamaður

Maður trúir því og treystir að engin flokksmaskína fái breytt Jóni Gnarr. Meira

Sló heimsmet sem margir töldu ómögulegt

Hraðdrykkjumeistarinn Mike Jack náði að gera nokkuð sem margir héldu að væri ómögulegt – en hann hefur slegið metið í því að drekka Capri Sun með papparöri. Þetta kemur fram á vef heimsmetabókar Guinness en þar er fullyrt að verkefnið sé töluvert erfiðara en fólk heldur Meira

Geoff Tate meðan hann var enn í Queensrÿche.

Kveðjutúr goðskífu

Geoff Tate flytur plötuna Operation: Mindcrime í heild sinni í hinsta sinn. Meira

Gísli markvörður Þorkelsson slær boltann frá marki KR-b gegn Keflavík.

KR-ingar engar tildurdrósir

Hið fornfræga félag KR hefur átt undir högg að sækja á vettvangi sparkmennta í sumar og fyrir vikið gleðjast ugglaust ýmsir þegar þeim er boðið sextíu ár aftur í tímann en þá átti KR ekki bara eitt, heldur tvö lið í undanúrslitum bikarsins Meira

„Hvaðan kemur rafmagnið?“ vill kennarinn vita „Úr frumskóginum!“ segir…

„Hvaðan kemur rafmagnið?“ vill kennarinn vita „Úr frumskóginum!“ segir Anna. „Af hverju heldur þú það?“ „Pabbi sagði í morgun: Nú hafa einhverjir apar slökkt á rafmagninu!“ Einu sinni labbaði önd inn á kaffihús og spurði þjóninn: „Áttu nokkuð kex?“… Meira