Viðskipti Mánudagur, 7. október 2024

Stígandi Ferðamenn við Kerið í Grímsnesi. Sumarið olli vonbrigðum en sérfræðingar búast við jöfnum vexti eftirleiðis. Ferðaþjónustudagurinn 2024 er helgaður álagsstýringu.

Dæmi um 20-30% færri bókanir

Margir þættir spiluðu saman til að spilla ferðasumrinu • Sum ferðaþjónustufyrirtæki treystu á meiri vöxt til að mæta auknum kostnaði • Fjallað verður um álagsstýringar á Ferðaþjónustudeginum Meira

Blume vill að tollar hvetji til fjárfestingar

Oliver Blume, forstjóri Volkswagen, vill að ESB geri breytingar á nýjum tollum á kínverska rafmagnsbíla svo að tekið verði tillit til fjárfestinga kínverskra bílaframleiðenda í Evrópu. Í viðtali við Bild am Sonntag sagði Blume að í stað þess að… Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Laugardagur, 5. október 2024

Efnahagsmál Seðlabankastjóri segir að íslensk ferðaþjónusta hafi verðlagt sig af markaðnum. Hann er bjartsýnn á þróun efnahagsmála.

Segir allt aðra mynd blasa við nú

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í samtali við ViðskiptaMoggann að þrátt fyrir að ný efnahagsspá frá Seðlabankanum liggi ekki fyrir sé ljóst að allt önnur mynd af hagkerfinu blasi nú við. Heildarmyndin sýni að farið sé að hægja verulega á Meira

Motus telur sig knúið til að skýra vanskil

Innheimtufyrirtækið Motus hefur talið sig knúið til að útskýra tölur sínar í kringum vanskil. Mikil umræða hefur skapast þar sem aðilar hafa ekki verið sammála um hvort vanskil séu að aukast eða ekki Meira

Vextir Ekki hægt að ná mjúkri lendingu án aukinna vanskila og uppsagna.

„Þessi hnífur á að vera þungur“

Seigla heimila og fyrirtækja í mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi hefur verið eftirtektarverð undanfarin misseri. Vanskil hafa verið í lágmarki og atvinnustig hátt. Nú blasir hins vegar við önnur staða Meira

Fimmtudagur, 3. október 2024

KFC Helgi Vilhjálmsson á 97%.

KFC hagnast um 300 milljónir króna

KFC ehf., sem rekur samnefnda veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í Reykjanesbæ, hagnaðist um rúmar 300 milljónir króna árið 2023 samanborið við 415 milljónir króna árið á undan. Eignir KFC námu í lok 2023 tæplega 2,4 milljörðum króna en þær voru um 2,1 milljarður árið á undan Meira

Ferðaþjónustan Markmiðið með viðskiptahraðli Klaks er m.a. að hvetja til nýsköpunar og tæknivæðingar innan íslenskrar ferðaþjónustu.

Fjölbreyttari ferðaþjónusta

Klak – Icelandic Startups kynnti á dögunum endurkomu fimm vikna viðskiptahraðalsins Startup Tourism, sem verður keyrður í nóvember í Grósku í Vatnsmýrinni og á netinu. Markmið hraðalsins er að vera sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu og hvetja til nýsköpunar innan greinarinnar Meira

Stýrivextir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að Seðlabankinn meti það sem svo að aðhaldið sé nægilegt með svo hátt raunvaxtastig.

Bein áhrif af lækkuninni ekki mikil

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti á fundi sínum í gær að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,25 prósentustig eða úr 9,25% í 9,0%. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir í samtali við Morgunblaðið að í ljósi þess hve stýrivextir voru háir,… Meira