Íþróttir Miðvikudagur, 9. október 2024

Smárinn Alexis Morris og Ásta Júlía Grímsdóttir eigast við í leik Grindavíkur og Vals í Smáranum í gærkvöldi. Katarzyna Trzeciak er reiðubúin.

Fyrstu sigrar þriggja liða

Grindavík vann góðan sigur á Val, 67:61, þegar liðin áttust við í annarri umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Var um fyrsta sigur Grindvíkinga að ræða á tímabilinu Meira

Fjögur Magnús Óli Magnússon var markahæstur hjá Val með fjögur mörk í sjö marka tapi gegn Vardar í Skopje í Norður-Makedóníu í gærkvöldi.

Erfitt hjá Val og FH í Evrópu

Evrópubikarmeistarar Vals máttu þola sjö marka tap, 33:26, gegn Vardar frá Norður-Makedóníu í fyrstu umferð F-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Skopje í gærkvöldi. Valur hóf leikinn með besta móti og komst í 0:2 Meira

Laugardalsvöllur Orri Steinn Óskarsson á að baki tíu A-landsleiki og þrjú mörk en hann gekk til liðs við spænska stórliðið Real Sociedad í ágúst.

Auðveldara á heimavelli

Orri Steinn Óskarsson er fullur tilhlökkunar fyrir komandi landsliðsverkefni l  Honum gengur vel að aðlagast nýju lífi hjá Real Sociedad í spænsku 1. deildinni Meira

Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Plymouth í ensku B-deildinni, hefur verið…

Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Plymouth í ensku B-deildinni, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu vegna hátternis síns þegar hann fékk beint rautt spjald í leik liðsins gegn Blackburn Rovers um liðna helgi Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Þriðjudagur, 8. október 2024

Best Aldís Guðlaugsdóttir hefur varið mark FH frá árinu 2022.

Aldís var best í síðustu umferðinni

Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH var besti leikmaðurinn í 23. og síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Aldís átti stórgóðan leik í marki Hafnarfjarðarliðsins þegar það fékk Þrótt úr Reykjavík í heimsókn á… Meira

Mögnuð Samantha Smith skoraði níu mörk í sjö deildarleikjum Breiðabliks og fékk 12 M hjá Morgunblaðinu fyrir þessa sjö leiki í deildinni.

Einstakt afrek hjá Samönthu

Meistari í tveimur deildum og best í M-gjöfinni annan mánuðinn í röð Meira

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Wales og Tyrklandi í…

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni á komandi dögum. Leikurinn gegn Wales fer fram á föstudaginn og leikurinn gegn Tyrklandi á mánudaginn en báðir fara þeir fram á Laugardalsvelli Meira

Gólfæfingar Ágúst Ingi Davíðsson leikur listir sínar í æfingum á gólfi í Szombathely í Ungverjalandi um helgina.

Með fimleika í blóðinu

Ágúst Ingi náði bestum árangri sem Íslendingur hefur náð á heimsbikarmóti l  Er með háleit framtíðarmarkmið og ætlar sér á Ólympíuleikana í Los Angeles Meira

Þrenna Andri Rúnar Bjarnason skorar mikilvæg mörk fyrir Vestra.

Andri Rúnar var bestur í 25. umferð

Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaðurinn reyndi úr Vestra, var besti leikmaður 25. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Andri Rúnar, sem er frá Bolungarvík og hóf ferilinn þar, átti stórleik með Vestra á laugardaginn þegar… Meira

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, hefur…

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, hefur stýrt sínum síðasta leik í Árbænum. Þetta tilkynnti hann í samtali við Fótbolta.net. Fylkir féll úr efstu deild á sunnudag er liðið gerði jafntefli við HK á útivelli Meira

Mánudagur, 7. október 2024

ÍBV gerði góða ferð í Garðabæinn og lagði Stjörnuna að velli, 25:22, í…

ÍBV gerði góða ferð í Garðabæinn og lagði Stjörnuna að velli, 25:22, í fjórðu umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á laugardag. ÍBV er nú með fimm stig í fjórða sæti en Stjarnan er með tvö stig í sjötta sæti Meira

Víkin Gísli Gottskálk Þórðarson í strangri gæslu hjá Hilmari Árna Halldórssyni á Víkingsvelli í gær. Hilmar skoraði annað mark Stjörnunnar.

Toppliðin misstigu sig

Víkingur heldur toppsætinu þrátt fyrir jafntefli gegn Stjörnunni • Breiðablik gerði jafntefli við Val • ÍA á möguleika á Evrópusæti • HK jafnaði og felldi Fylki Meira

Meistarar Leikmenn og starfslið Breiðabliks fagna Íslandsmeistaratitlinum á Hlíðarenda á laugardag. Blikar unnu titilinn í nítjánda skipti.

Blikar Íslandsmeistarar

Breiðablik meistari í nítjánda skipti eftir hreinan úrslitaleik gegn Val á Hlíðarenda • Markalaust jafntefli dugði til • Nýliðar Víkings kræktu í þriðja sætið Meira

Laugardagur, 5. október 2024

Stjarna Hilmar Smári Henningsson úr Stjörnunni með boltann í Garðabænum í gærkvöldi. Valsmaðurinn Kristinn Pálsson sækir að honum.

Stjarnan skellti meisturunum

Titilvörnin fer illa af stað hjá Val • Grindvík sterkari en nýliðarnir í Smáranum Meira

Einvígi Barbára Sól Gísladóttir og Jasmín Erla Ingadóttir hafa báðar skorað í viðureignum Breiðabliks og Vals á þessu keppnistímabili.

Tímamótaleikur í dag

Valur og Breiðablik leika um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda klukkan 16.15 l  Blikum nægir jafntefli en Valskonur þurfa sigur l  Lokin á hnífjöfnu einvígi  Meira

Föstudagur, 4. október 2024

30 KR-ingurinn Linards Jaunzems sækir að Sauðkrækingum á Sauðárkróki í gær en Lettinn gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig í leiknum.

Óvæntur sigur nýliðanna

Nýliðar KR fara afar vel af stað í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Tindastól að velli, 94:85, í 1. umferð deildarinnar á Sauðárkróki í gær. Leikurinn var mjög kaflaskiptur Meira

Gegnumbrot Seltirningurinn Ágúst Ingi Óskarsson sækir að Eyjamanninum Elíasi Þór Aðalsteinssyni í leik Gróttu og ÍBV á Seltjarnarnesi í gær.

Grótta tyllti sér á toppinn

Magnús Gunnar Karlsson átti sannkallaðan stórleik í marki Gróttu þegar liðið hafði betur gegn ÍBV, 32:30, í 5. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Seltjarnarnesi í gær en með sigrinum tyllti Grótta sér á toppinn í deildinni Meira

Belgrad Elís Rafn Ólafsson með boltann í Belgrad í Serbíu í gær.

Misjafnt gengi Íslendingaliðanna

Elías Rafn Ólafsson hélt marki Midtjylland hreinu þegar liðið heimsótti Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í 2. umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í Belgrad í Serbíu í gær. Leiknum lauk með sigri Midtjylland, 2:0, en danska liðið er með 4 stig í 10 Meira

Lykilmaður Tarik Ibrahimagic í baráttunni í Nikósíu á Kýpur í gærkvöldi en hann fór meiddur af velli á 39. mínútu og við það riðlaðist leikur Víkinga.

Fjaraði undan Víkingum

Víkingur úr Reykjavík hóf leik í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu í gær þegar liðið heimsótti Omonoia Nikósía í 1. umferð keppninnar í Nikósíu á Kýpur. Leikurinn var leikur tveggja hálfleikja en Omonoia Nikósía fagnaði sigri, 4:0,… Meira

Heimir Hallgrímsson, þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur…

Heimir Hallgrímsson, þjálfari írska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir leiki gegn Finnlandi og Grikklandi í B-deild Þjóðadeildar Evrópu síðar í mánuðinum. Mesta athygli vekur að Matt Doherty, bakvörður Wolves í… Meira

Fimmtudagur, 3. október 2024

Markaskorari Willy Semedo, til vinstri, á að baki 23 A-landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar en hann skoraði fjögur mörk í fyrstu umferðum keppninnar.

Fastagestir á síðustu árum

Víkingur úr Reykjavík hefur leik í deildarkeppni Sambandsdeildar karla í knattspyrnu í dag þegar liðið mætir Omonia frá Kýpur í Levkosía á Kýpur. Omonoia var í styrkleikaflokki þrjú þegar dregið var í deildarkeppnina í Mónakó í Frakklandi 30 Meira

Tæpur Aron Einar Gunnarsson fann fyrir eymslum aftan í læri með félagsliði sínu Al-Gharafa í vikunni.

Skiptir máli að fólk mæti

Hareide gerir eina breytingu á leikmannahópnum frá síðasta landsliðsverkefni l  Útilokar ekki að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verði kallaður inn í hópinn Meira

Reyndur Pavel Ermolinskij gerði Tindastól að Íslandsmeisturum árið 2023 sem þjálfari og er nú aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands.

Deildin verður sífellt sterkari

„Mér líst mjög vel á deildina í ár. Tilfinningin er sú að hún hafi orðið sterkari með hverju árinu undanfarinn áratug,“ sagði Pavel Ermolinskij, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið Meira

Það er fyrsta flokks upplifun að fara á knattspyrnuleik í neðri deildum…

Það er fyrsta flokks upplifun að fara á knattspyrnuleik í neðri deildum Englands. Bakvörður gerði það einmitt síðastliðinn laugardag þar sem Birmingham – Peterborough varð fyrir valinu. Leikurinn fór fram á hinum fornfræga St Meira