Daglegt líf Fimmtudagur, 10. október 2024

Mæðgur Eugenía með dætrum sínum, þeim Guðmundu og Karen sem báðar voru hneigðar til tónlistar. Guðmunda kenndi á píanó, samdi tónverk og æfði kóra. Karen spilaði á hljóðfæri, söng og kenndi dans í Húsinu.

Í Húsinu varð til einhver suðupottur

Mæðgurnar í Húsinu á Eyrarbakka á 19. öld gerðu samfélagið á Bakkanum ríkara, þær miðluðu þekkingu sinni, hljóðfæraslætti, söng og dansi. Á tónlistarhátíð nú um helgina verður spurt hvort Bakkinn sé kannski vagga íslenskrar tónlistar. Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Laugardagur, 5. október 2024

Gaman Tinna og Þorvaldur með vinum sínum í morðgátupartíi nýverið þar sem atburðir áttu sér stað í sirkus.

Morðgátufélagið vekur mikla lukku

„Fólk fær frí frá sjálfu sér og amstrinu og getur gleymt sér í að vera önnur persóna. Sumir eru stífir til að byrja með en enda svo kannski á að vera valdir bestu leikarar kvöldsins. Ótrúlegasta fólk hefur komið út úr skelinni, enda ekki lengur hallærislegt að vera nörd og leika sér,“ segja Tinna og Þorvaldur sem eiga og reka Morðgátufélagið. Meira