Menning Fimmtudagur, 10. október 2024

Tólf hlýjar peysur fyrir haustið

Á þessum árstíma fara flestir að teygja sig eftir hlýju prjónapeysunni sem er með mikilvægustu flíkunum sem við eigum og sennilega sú sem við notum mest.                                                                                         Meira

Skemmtilegar Chrissie og Arna Ýr vilja ekki taka lífið of alvarlega.

„Lífið er alls konar“

Arna Ýr og Chrissie Telma eru sannkallaðar stöllur í öllu og ræða um allt milli himins og jarðar í samnefndu hlaðvarpi. Þær eru í rekstri samhliða heimilislífi, barneignum og námi og hafa því í nógu að snúast og nóg að tala um. Meira

Ást Júlí Heiðar fær innblástur úr eigin lífi þegar hann semur lög en lagið „Fræ“ kom mjög auðveldlega til hans.

Áhættuatriði í frægustu ferð ársins

Júlí Heiðar samdi lagið „Fræ“ um fimm mánaða dóttur sína, sem hann kallar sólblómið sitt. Meira

Baldur og Auður Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, og Birta Sólveig Söring Þórisdóttir.

„Gamall draumur minn að rætast“

Leikfélag Akureyrar frumsýnir Litlu hryllingsbúðina annað kvöld, föstudag • „Þetta er klassísk saga sem svínvirkar,“ segir Bergur Þór Ingólfsson sem leikstýrir og syngur fyrir plöntuna Meira

Persónulegt og einfalt Til vinstri er innsetning Tinnu Guðmundsdóttur. Að baki er málverk eftir Ra Tack. Til hægri þrívítt málverk Kötu Jóhanness.

Í leit að von í heimi töfra

Hafnarborg Óþekkt alúð ★★★★· Sýnendur: Björg Þorsteinsdóttir, Edda Karólína, Elsa Jónsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Juliana Irene Smith, Kata Jóhanness, Kate McMillan, Kristín Morthens, Patty Spyrakos, Ra Tack, Sigríður Björnsdóttir, Suzanne Treister, Tabita Rezaire og Tinna Guðmundsdóttir. Sýningarstjóri: Þórhildur Tinna Sigurðardóttir. Sýningin stendur til 27. október og er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 12-17. Meira

Frábær ljóðabók „Í stuttu máli sagt þá fjalla kvæðin í þessari bók um óréttlæti og grimmd, um manngæsku og flónsku, sorg og gleði, manneskjur og náttúru,“ segir í rýni um ljóðabókina Jarðljós eftir Gerði Kristnýju.

„Logn, froststirning og þerrir“

Ljóðabók Jarðljós ★★★★½ Eftir Gerði Kristnýju. Mál og menning, 2024. Innb., 91 bls. Meira

Höfundar Kynntir voru starfsstyrkir Hagþenkis í Borgarbókasafninu. Umsóknir voru 69 og hlutu 19 verkefni styrk.

Alls 20 milljónum úthlutað

Starfsstyrkir Hagþenkis 2024 • 1,5 milljónum úthlutað samtímis í handritsstyrki fræðslu- og heimildarmynda • Samtals 25 verkefni sem hlutu styrk Meira

Eggert Pétursson (1956-) Án titils, 2019 Olía á striga, 150 x 200 cm

Ofan í svörðinn

Textinn birtist í 140 ára afmælisriti Listasafns Íslands sem kemur út í október 2024. Verkið er í eigu Listasafns Íslands og er hluti af sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu, sem er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við safnið. Meira

Guðrún Eva Mínervudóttir

Fjölbreytt haustútgáfa fram undan

Skáldsögur eftir Kristínu Marju, Guðrúnu Evu og Úlfar Þormóðsson • Yrsa, Ragnar og Eva Björg á sínum stað • Ævisögur stjórnmálamanns, landsliðsmarkmanns og húsfreyju frá 19. öld Meira

Verksmiðja Kunstsilo er í gamalli kornverksmiðju og sjá má ummerkin.

Leikið að eldinum í nýju listasafni

Tveimur keramíklistamönnum teflt saman • Fágætt tækifæri að fá að upplifa verk Axels Salto í eins mikilli nánd • Listasafn í kornverksmiðju • Íslenskir listamenn með verk í safneigninni Meira

Dimma Yfirbragð þáttanna er úr efstu hillu.

Erfitt að aðlagast enskunni

Ég á svolítið erfitt með að venjast því að horfa á sjónvarpsþátt þar sem sögusviðið er Reykjavík, fólk býr í Vesturbænum og börn ganga í Foldaskóla en allir tala ensku. Ég settist niður fyrir nokkru og horfði á fyrsta þátt sjónvarpsþáttaraðarinnar… Meira