Fréttir Föstudagur, 3. janúar 2025

Ráðamenn líti í eigin barm

Ríkisstjórnin boðar til samráðs við þjóðina • Hundruð svara kallinu • Lagt til að sameina stofnanir og háskóla • Einfalda regluverk • Fækka aðstoðarmönnum Meira

Ís á höfninni en bátarnir senn á útleið

Fiskvinnslan í landinu fer aftur á fullt í næstu viku en togarar eru nú margir farnir á sjó. Smærri bátar eru að tínast út og í Ólafsvík reikna karlarnir á bátunum með því að fara í fyrstu róðra ársins í næstu viku Meira

Réttlæti Fangaklefi á Litla-Hrauni.

33% afplánunarfanga útlendingar

Hlutfall útlendinga aldrei verið hærra • 22 rými ekki í notkun vegna viðhalds • Yfir 700 manns á boðunarlista • Aldrei jafn margir verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald • 70% þeirra voru útlendingar Meira

Flóinn Vatn úr farvegi Hvítár. Mynni skurðarins sést stíflað vegna íss og flóðgátt í honum lokuð. Vatn rennur á yfirfalli árinnar þarna inn í skurðinn.

Fylgjast vel með Hvítá

Hvítá flæðir yfir bakka sína • Ísstífla hefur byggst upp síðustu daga • Skyndileg hláka gæti hafa orsakað breytingu á flæði • Lögreglan kannaði aðstæður í gær Meira

Frelsið í fisfluginu

„Einfaldleikinn í fisfluginu er það sem gerir það svo sérstakt,“ segir Jónas Sverrisson, formaður Fisfélagsins, alltaf kallaður forsetinn af félagsmönnum. „Þetta er flug sem er nær upphafinu Meira

Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Þing gæti komið saman í lok janúar

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, starfandi forseti Alþingis, segir í samtali við Morgunblaðið að þing gæti mögulega komið saman í lok janúar. „Ég myndi giska á að það yrði ekki fyrr en í lok mánaðar,“ segir Ásthildur aðspurð en tekur fram að hún geti ekki staðfest það Meira

Hvammsvirkjun Gert er ráð fyrir að Hvammsvirkjun í Þjórsá fari að skila orku á árinu 2029. Framkvæmdir við virkjunina eru þegar hafnar.

Stofnun eftirlitsnefndar undirbúin

Þriggja manna nefnd mun hafa eftirlit með Hvammsvirkjun Meira

List Eitt af mörgum strætóskiltum með verkum Horn er við Bankastræti.

Verk Roni Horn birt á 600 skjáum

Svonefnt Auglýsingahlé Billboard fyrir árið 2025 hófst á nýársdag og lýkur í dag. Fyrirtækið Billboard sér um stafrænar auglýsingar á flettiskiltum og skjáum. Í ár er kynningin helguð listakonunni og Íslandsvininum Roni Horn Meira

Uppákoma Titringurinn í Smiðju Alþingis er ekki pólitískur, heldur vegna þungra ökutækja sem keyra yfir hraðahindrun við húsið.

Titringurinn ekki hönnunargalli

„Þetta er ekki hönnunargalli og kemur öllum á óvart,“ segir Steve Christer arkitekt spurður hvort hönnunargalla sé um að kenna þegar Smiðja Alþingis titrar undan umferð um Vonarstræti. „Það ber á þessu þegar þyngri vagnar eins og rafmagnsstrætó keyra yfir hraðahindrun við húsið Meira

ESB styrkir Hveragerðisbæ

Evrópusambandið (ESB) hefur styrkt Hveragerðisbæ um tæpar 343 milljónir króna til að byggja nýja skólphreinsistöð og um leið þróa heildstæðar úrgangslausnir og sýna framfarir í meðhöndlun á úrgangi. Þá mun bærinn sýna fram á nýtt eftirlit með seyru… Meira

Svartsengi Unnið að hækkun varnargarðanna við Svartsengi.

Kvika safnast undir Svartsengi

Kvikusöfnun heldur áfram við Svartsengi á ámóta hraða og fyrir síðasta gos Meira

Afl Svanhvít Tryggvadóttir hér á sýningunni við stórt vatnshjól, en slík eru í raun hjartað í öllum virkjunum.

Köldu ljósin við Lækinn í Hafnarfirði

Nýstárleg sögusýning í glerskála á Hörðuvöllum • Upphaf rafvæðingar og fyrsta almenningsveitan á Íslandi • Þarfaþing • Jóhannes Reykdal var frumkvöðull • Trésmíðaverkstæði til sýnis Meira

Eyjólfur Ármannsson

Byrjar ráðherraferil gegn eigin sannfæringu

Eyjólfur hefur kúvent og gleypt allt sem hann sagði áður, segir Guðni Meira

Hryðjuverk Að lokum endaði pallbifreiðin á þessari rauðu vinnulyftu. Um þúsund manna lið lögreglu hefur unnið að rannsókn hryðjuverkanna.

Hryðjuverkamaðurinn einn á ferð

Fjöldi liggur enn á sjúkrahúsi eftir hryðjuverk í New Orleans • Árásarmaðurinn kom fyrir heimatilbúnum sprengjum • Lýsti stuðningi við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams • Lögregla óskar eftir vitnum Meira

Jurtaæta Eðlunni sem hér sést svipar til fenriseðlu með langan háls.

Fundu ummerki eftir forna risa

Fornleifafræðingar á Bretlandi rannsaka nú slóð fótspora sem varðveist hafa í kalksteini, en spor þessi eru um 166 milljóna ára gömul og voru mörkuð af risaeðlum. Alls eru þetta um 200 fótspor og er gönguleiðin forna alls um 150 metra löng. Hugsanlegt er að slóðin sé enn lengri, það mun koma í ljós við frekari rannsókn. Aldrei fyrr hafa álíka minjar fundist á Bretlandseyjum. Meira

Mikil trúarhátíð undirbúin

Þessir verkamenn sem hér sjást til hliðar eru í hópi þeirra fjölmörgu sem nú undirbúa hina miklu trúarhátíð hindúa á Indlandi, Maha Kumbh Mela. Þá munu m.a. baða sig um og yfir 30 milljónir pílagríma þar sem fljótin Yamuna og Ganges renna saman Meira

Íslendingar almennt minna menntaðir

Ef litið er til alþjóðlegs samanburðar á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru Íslendingar langt frá því að vera sérstök menntaþjóð. Framboð á ósérhæfðu vinnuafli, vinnuafli sem hefur ekki lokið öðru námi en grunnskólanámi, sem… Meira

Golfkennsla Magnús Birgisson hefur verið golfkennari síðan 1991 og verið á Spáni með golfskóla fyrir Íslendinga síðan 1997, eða í tæplega 30 ár.

Æ fullt í golfkennslu í Endurmenntun HÍ

Magnús Birgisson hefur verið golfkennari síðan 1991. Hann hefur haldið námskeið heima og erlendis og þar á meðal þriggja kvölda námskeið í Endurmenntun Háskóla Íslands um árabil, en það næsta verður 6., 8 Meira