Menning Laugardagur, 12. október 2024

Áhorfendur Frá norðurslóðakeppninni Pan-ArcticVision í fyrra.

Vampíra keppir í „Eurovision norðurslóða“

Hljómsveitin Vampíra keppir fyrir Íslands hönd í því sem kallað hefur verið „Eurovision norðurslóða“, Pan-ArcticVision, í kvöld. Keppnin fer fram í Nuuk á Grænlandi og verður henni streymt beint um allan heim Meira

Sigurður Guðmundsson „Textarnir mínir hafa alltaf verið pínu abstrakt, en ég er pínu ádeilupési inn við beinið.“

Eins og folald að uppgötva heiminn

Sigurður Guðmundsson sendir frá sér sína aðra sólóplötu, Þetta líf er allt í læ • Tónlist úr ýmsum áttum • Finnst ekki endilega skemmtilegt að vinna sig inn í eitthvert ákveðið mengi eða stíl Meira

Sæll Guðmundur Steinn á að baki áhugaverðan feril sem tónskáld.

Hugvíkkandi spássitúr

Tónskáldið Guðmundur Steinn Gunnarsson hefur sent frá sér verkið Stífluhringinn en það er kammerhópurinn Caput sem flytur.   Meira

Leiðindi Úr Joker: Folie á Deux. Lady Gaga og Joaquin Phoenix í hlutverkum Harley Quinn og Jóker.

„Hættu að syngja og talaðu við mig!“

Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó Joker: Folie á Deux ★★··· Leikstjórn: Todd Phillips. Handrit: Todd Phillips og Scott Silver. Byggt á persónum úr teiknimyndasögum DC Comics. Aðalleikarar: Joaquin Phoenix, Lady Gaga, Brendan Gleeson, Catherine Keener og Zazie Beetz. Frumsamin tónlist: Hildur Guðnadóttir. Bandaríkin, 2024. 138 mín. Meira

Hátíð Gjörningur Ástu Fanneyjar Sigurðardóttir í Aþenu árið 2021.

Grísk-íslensk myndlistarhátíð í Reykjavík

Myndlistarhátíðin HEAD2HEAD hófst í Reykjavík undir lok viku og stendur til sunnudags. Hátíðin er, skv. tilkynningu, flennistór í sniðum en opnaðar verða sýningar 30 grískra og íslenskra myndlistarmanna sem fram fara í átta listamannareknum sýningarrýmum víðsvegar um borgina Meira

Ofbeldi „Bersöglin er mikil, lýsingar á kynlífi og á tíðum hrottalegu ofbeldi sem Camila með furðulegum hætti virðist takast á við með óbifandi jafnaðargeði,“ segir í rýni.

Við erum nauðsynlegar girndinni

Skáldsaga Drottningarnar í Garðinum ★★★½· Eftir Camila Sosa Villada. Birta Ósmann Þórhallsdóttir þýddi. Benedikt bókaútgáfa, 2024. Kilja, 211 bls. Meira

Faðirinn Javier Bardem í myrku hlutverki sínu.

Hættið að vera vond við börnin

Ófáar eru þær kvikmyndir, sjónvarpsþættir og bækur sem koma með einum eða öðrum hætti inn á slæma meðferð á börnum. Ástæðan er eflaust sú að oft má rekja sjúklega hegðun einhvers fullorðins til ofbeldis eða vanrækslu sem viðkomandi varð fyrir á barnsaldri Meira

Gallsúrt „Þetta er gallsúrt, hárbeitt og morðfyndið,“ segir í rýni.

Þau sem guðirnir elska

Bæjarbíó Nauðbeygð messa nýrra tíma ★★★½· Eftir Einar Baldvin Brimar. Leikstjórn: Vignir Rafn Valþórsson. Búningahönnuður: Sara Sól Sigurðardóttir. Leikarar: Arnór Björnsson, Ágúst Wigum, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Jakob van Ousterhout, Katla Njálsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Selma Rán Lima og Starkaður Pétursson. Frumsýnt á vegum Afturámóti sl. sumar. Rýnir sá sýninguna í Bæjarbíói sunnudaginn 6. október 2024. Meira