Íþróttir Mánudagur, 14. október 2024

Endurkoma Lovísa Thompson mætt aftur eftir tveggja ára fjarveru og hún lék afar vel fyrir Val gegn Haukum á Hlíðarenda í 32. sigri liðsins í röð.

Ekkert fær Val stöðvað

Valskonur unnu sinn 32. leik í röð í öllum keppnum er þær sigruðu Hauka með sannfærandi hætti, 28:22, í úrvalsdeild kvenna í handbolta á heimavelli sínum á Hlíðarenda á laugardag. Þar sem Fram missteig sig náði Valur þriggja stiga forskoti á toppi… Meira

Ásvellir Jason Gigliotti með boltann. Seppe D'espallier verst.

Njarðvík byrjar vel á nýja heimavellinum

Njarðvíkingar léku sinn fyrsta heimaleik í glænýju húsi í Innri-Njarðvík á laugardagskvöld, Stapahöllinni. Njarðvík hélt upp á áfangann með því að sigra Álftanes, 89:80, í annarri umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta Meira

Tumi Steinn Rúnarsson átti góðan leik með Alpla Hard er liðið hafði betur…

Tumi Steinn Rúnarsson átti góðan leik með Alpla Hard er liðið hafði betur gegn Barnbach, 30:26, í efstu deild Austurríkis í handbolta á föstudag. Tumi Steinn skoraði fimm mörk fyrir Alpla Hard en Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið Meira

Kaplakriki Jóhannes Berg Andrason úr FH sækir að marki Fjölnismanna í gærkvöldi. Haraldur Björn Hjörleifsson úr Fjölni reynir að verjast honum.

Íslandsmeistararnir sterkari en nýliðarnir

Íslandsmeistarar FH eru komnir upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í handbolta eftir sigur á nýliðum Fjölnis, 25:18, á heimavelli sínum í Kaplakrika í Hafnarfirði á laugardagskvöld. FH er nú með tíu stig en Afturelding er með níu stig og Fram og Grótta bæði með átta Meira

Þrjú Andrea Jacobsen með boltann í leiknum á laugardag. Hún skoraði þrjú mörk fyrir Blomberg-Lippe sem komst örugglega áfram og mætir Dijon.

Díana og Andrea í úrslit umspilsins

Þýska Íslendingaliðið Blomberg-Lippe er komið í úrslitaumferð um sæti í Evrópudeild kvenna í handbolta eftir að hafa slegið út Rauðu stjörnuna frá Serbíu í seinni leik liðanna í fyrri umferð umspilsins í Belgrad á laugardagskvöld Meira

Miðgarður Íslenska landsliðið æfði í gær í Miðgarði í Garðabænum fyrir leikinn gegn Tyrklandi.

Mikið undir gegn Tyrkjum

Ísland mætir Tyrklandi í mikilvægum leik í Þjóðadeildinni • Tyrkland aldrei unnið á Íslandi í sjö tilraunum • Stefán Teitur og Jón Dagur taka út leikbann Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Laugardagur, 12. október 2024

Fyrirliði Andrea Sif Pétursdóttir er á leið á sitt sjötta Evrópumót í fullorðinsflokki og hefur engin kona í sögu mótsins farið á fleiri Evrópumót.

Líklega síðasta mótið

Fyrirliðinn Andrea Sif Pétursdóttir er á leið á sitt sjötta Evrópumót í fullorðinsflokki í hópfimleikum og hefur engin kona tekið oftar þátt í Evrópumóti í hópfimleikum. Mótið fer fram í Bakú í Aserbaísjan og hefst á miðvikudaginn kemur en íslenska liðið heldur utan á morgun Meira

17 Hinn 17 ára Baldur Fritz kom að 17 mörkum með beinum hætti.

Valur og Fram lögðu tvö neðstu liðin

Evrópubikarmeistarar Vals höfðu betur gegn nýliðum ÍR, 41:36, í 77 marka leik í sjöttu umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik á Hlíðarenda í gærkvöldi. Með sigrinum klifraði Valur aðeins upp töfluna og er nú í sjötta sæti með sjö stig, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Aftureldingar Meira

Mark Logi Tómasson fagnar ásamt Orra Steini Óskarssyni eftir að hann minnkaði muninn í 2:1 um miðjan síðari hálfleik gegn Wales í gærkvöld.

Logi sneri leiknum við

Ísland nálægt því að sigra Wales eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik • Logi kom inn á, skoraði og bjó til mark • Lykilleikur á mánudaginn Meira

Mikilvægur Tyrkjaleikur

Riðlakeppni Þjóðadeildarinnar er hálfnuð eftir leiki gærkvöldsins en auk jafnteflis Íslands og Wales á Laugardalsvellinum unnu Tyrkir nauman sigur gegn Svartfellingum, 1:0. Tyrkland er því með 7 stig í efsta sæti riðilsins, Wales er með 5 stig, Ísland 4 stig og Svartfjallaland ekkert Meira

Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Alba Berlín í gærkvöld þegar þýska…

Martin Hermannsson var stigahæstur hjá Alba Berlín í gærkvöld þegar þýska liðið heimsótti stórveldið Barcelona í Euroleague, næststerkustu keppni félagsliða í heiminum. Barcelona vann 88:73 en Martin skoraði 13 stig fyrir Alba og átti auk þess fimm stoðsendingar Meira

Tveir ólíkir hálfleikir

Leikur íslenska liðsins var eins og svart og hvítt frá fyrri til síðari hálfleiks gegn Wales í gærkvöld. Fyrri hálfleikurinn var alls ekki alslæmur en slakur varnarleikur færði Walesbúum tvö mörk á fyrsta hálftímanum Meira

Tilfinningin er geggjuð

„Tilfinningin er geggjuð,“ sagði Logi Tómasson við Morgunblaðið eftir leikinn gegn Wales­búum í gærkvöld. „Ég átti í raun bara að koma inn á og reyna að breyta leiknum. Ég veit alveg hvað ég get og hvað ég get fært liðinu sóknarlega Meira

Föstudagur, 11. október 2024

Gleði Leikmenn Stjörnunnar fagna innilega eftir að hafa unnið Gróttu með minnsta mun, 30:29, í úrvalsdeild karla í Garðabænum í gærkvöldi.

Afturelding fór á toppinn

Afturelding tyllti sér á topp úrvalsdeildar karla í handknattleik með því að vinna öruggan sigur á HK, 32:24, í sjöttu umferð deildarinnar í Kórnum í Kópavogi í gærkvöldi. Afturelding er nú með níu stig á toppnum, einu stigi fyrir ofan Gróttu og FH í sætunum fyrir neðan Meira

Mikilvægur Marreon Jackson, sem var atkvæðamestur í liði Þórs Þorlákshafnar, sækir að Valsaranum Kristni Pálssyni í Valsheimilinu í gærkvöldi.

Frábær byrjun Hattar

Hattarmenn frá Egilsstöðum eru óvænt á toppnum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir sigur á bikarmeisturum Keflavíkur, 120:115, eftir framlengdan leik í annarri umferðinni á Egilsstöðum í gærkvöldi Meira

Erling Haaland sló í gærkvöldi 90 ára gamalt markamet norska landsliðsins…

Erling Haaland sló í gærkvöldi 90 ára gamalt markamet norska landsliðsins í knattspyrnu þegar hann skoraði tvívegis í 3:0-sigri Noregs á Slóveníu í 3. riðli B-deildar Þjóðadeildar Evrópu. Haaland hefur nú skorað 34 mörk í 36 landsleikjum en fyrra… Meira

Barátta Fyrirliðinn Andri Fannar Baldursson og Martynas Setkus eigast við á Víkingsvelli í gær. Daníel Freyr Kristjánsson bíður átekta.

Draumurinn um EM er úti

Íslenska U21 árs landsliðið í knattspyrnu karla á ekki lengur möguleika á því að tryggja sér sæti á EM 2025 í Slóvakíu eftir að liðið laut í lægra haldi fyrir Litáen, 0:2, í sjöundu umferð I-riðils undankeppninnar á Víkingsvelli í gær Meira

Landsliðsþjálfari Åge Hareide situr fyrir svörum á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Knattspyrnusambandsins á Laugardalsvelli í gær.

Allir klárir gegn Wales

Allir 24 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eru heilir heilsu og klárir í slaginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Wales í 4. riðli B-deildar Þjóðadeildarinnar sem fram fer á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18.45 Meira

Fimmtudagur, 10. október 2024

Fljúgandi Sandra María Jessen var í sérflokki í Bestu deildinni, bæði í markaskorun og M-gjöfinni, á keppnistímabilinu 2024.

Sannfærandi hjá Söndru

Efst í M-gjöf Morgunblaðsins í Bestu deild kvenna 2024 • Fékk 20 M í 23 leikjum með Þór/KA • Líka best og markahæst • Katie Cousins í öðru sæti Meira

Wales hefur ávallt verið Íslandi erfiður andstæðingur í landsleikjum karla…

Wales hefur ávallt verið Íslandi erfiður andstæðingur í landsleikjum karla í fótbolta og unnið fimm af sjö viðureignum þjóðanna. Tíu ár eru liðin síðan þær mættust síðast en þá réð íslenska liðið ekkert við Gareth Bale í vináttulandsleik í Cardiff og tapaði 3:1 Meira

Sterkur Sverrir Ingi Ingason er spenntur fyrir tveimur heimaleikjum í Þjóðadeildinni á næstu dögum.

Forskot að spila heima

Sverrir Ingi telur það góðs vita að spila í kuldanum á Íslandi • Íslenska liðið oft náð í góð úrslit í októbergluggum • Vita hverju má búast við af liði Wales Meira

Bakvörður Sædís Rún Heiðarsdóttir leikur með Vålerenga frá Ósló.

Sædís aftur í landsliðinu

Ólafsvíkingurinn Sædís Rún Heiðarsdóttir snýr aftur í íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu þegar það mætir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í vináttuleikjum í Austin og Nashville 23. og 27. október Meira

Knattspyrnukonan reynda Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur ekki áfram…

Knattspyrnukonan reynda Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur ekki áfram með Val þótt hún hafi gert tveggja ára samning við félagið í vor. Valur hefur sagt upp samningnum við hana. Berglind lék 13 af 23 leikjum Vals í Bestu deildinni í ár, aðeins tvo þeirra í byrjunarliði, og skoraði fjögur mörk Meira

Miðvikudagur, 9. október 2024

Fjögur Magnús Óli Magnússon var markahæstur hjá Val með fjögur mörk í sjö marka tapi gegn Vardar í Skopje í Norður-Makedóníu í gærkvöldi.

Erfitt hjá Val og FH í Evrópu

Evrópubikarmeistarar Vals máttu þola sjö marka tap, 33:26, gegn Vardar frá Norður-Makedóníu í fyrstu umferð F-riðils Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í Skopje í gærkvöldi. Valur hóf leikinn með besta móti og komst í 0:2 Meira

Smárinn Alexis Morris og Ásta Júlía Grímsdóttir eigast við í leik Grindavíkur og Vals í Smáranum í gærkvöldi. Katarzyna Trzeciak er reiðubúin.

Fyrstu sigrar þriggja liða

Grindavík vann góðan sigur á Val, 67:61, þegar liðin áttust við í annarri umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Var um fyrsta sigur Grindvíkinga að ræða á tímabilinu Meira

Laugardalsvöllur Orri Steinn Óskarsson á að baki tíu A-landsleiki og þrjú mörk en hann gekk til liðs við spænska stórliðið Real Sociedad í ágúst.

Auðveldara á heimavelli

Orri Steinn Óskarsson er fullur tilhlökkunar fyrir komandi landsliðsverkefni l  Honum gengur vel að aðlagast nýju lífi hjá Real Sociedad í spænsku 1. deildinni Meira

Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Plymouth í ensku B-deildinni, hefur verið…

Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Plymouth í ensku B-deildinni, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu vegna hátternis síns þegar hann fékk beint rautt spjald í leik liðsins gegn Blackburn Rovers um liðna helgi Meira

Þriðjudagur, 8. október 2024

Mögnuð Samantha Smith skoraði níu mörk í sjö deildarleikjum Breiðabliks og fékk 12 M hjá Morgunblaðinu fyrir þessa sjö leiki í deildinni.

Einstakt afrek hjá Samönthu

Meistari í tveimur deildum og best í M-gjöfinni annan mánuðinn í röð Meira

Best Aldís Guðlaugsdóttir hefur varið mark FH frá árinu 2022.

Aldís var best í síðustu umferðinni

Aldís Guðlaugsdóttir markvörður FH var besti leikmaðurinn í 23. og síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Aldís átti stórgóðan leik í marki Hafnarfjarðarliðsins þegar það fékk Þrótt úr Reykjavík í heimsókn á… Meira

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Wales og Tyrklandi í…

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni á komandi dögum. Leikurinn gegn Wales fer fram á föstudaginn og leikurinn gegn Tyrklandi á mánudaginn en báðir fara þeir fram á Laugardalsvelli Meira

Þrenna Andri Rúnar Bjarnason skorar mikilvæg mörk fyrir Vestra.

Andri Rúnar var bestur í 25. umferð

Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaðurinn reyndi úr Vestra, var besti leikmaður 25. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins. Andri Rúnar, sem er frá Bolungarvík og hóf ferilinn þar, átti stórleik með Vestra á laugardaginn þegar… Meira

Gólfæfingar Ágúst Ingi Davíðsson leikur listir sínar í æfingum á gólfi í Szombathely í Ungverjalandi um helgina.

Með fimleika í blóðinu

Ágúst Ingi náði bestum árangri sem Íslendingur hefur náð á heimsbikarmóti l  Er með háleit framtíðarmarkmið og ætlar sér á Ólympíuleikana í Los Angeles Meira

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, hefur…

Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari karlaliðs Fylkis í knattspyrnu, hefur stýrt sínum síðasta leik í Árbænum. Þetta tilkynnti hann í samtali við Fótbolta.net. Fylkir féll úr efstu deild á sunnudag er liðið gerði jafntefli við HK á útivelli Meira