Fréttir Þriðjudagur, 22. október 2024

Skólaferðalag Enskir nemendur virða fyrir sér hraunið sem einkennir landslagið umhverfis Grindavík. Bærinn er nú opinn almenningi og hafa margir nýtt sér tækifærið og skoðað svæðið.

Virtu fyrir sér hamfarasvæðið

Opnað fyrir aðgengi almennings að Grindavík á ný • Lögreglustjóri segir menn þurfa að vera undirbúna fyrir breytingar • Þörf sé á viðvörunarskiltum • Enskir nemendur skoðuðu bæinn Meira

Alþingiskosningar Talsverðar breytingar eru hjá flokki Ingu Sæland.

Miklar breytingar á listum

Alma Möller í sæti oddvita • Sviptingar hjá Flokki fólksins Meira

Nauthólsvegur 79 Lóðin er á horni Nauthólsvegar og Flugvallarvegar.

Byrja að grafa eftir áramót

Jón Ágúst Garðarsson, framkvæmdastjóri byggingarfélagsins Bestlu, áformar að hefja jarðvinnu á Nauthólsvegi 79 eftir áramót. Þegar Morgunblaðið ræddi við fulltrúa Bestlu í apríl sl. stóð til að hefja jarðvinnu í haust Meira

Spursmál Hafa fest sig í sessi sem beittasti þjóðmálaþáttur landsins.

Spursmál tvisvar í viku út nóvember

Umræðu- og viðtalsþátturinn Spursmál verður á dagskrá kl. 14 á mbl.is alla þriðjudaga og föstudaga fram að kosningum 30. nóvember. Þar verða frambjóðendur og álitsgjafar teknir tali og rætt um það sem hæst ber í baráttunni sem vara mun næstu 39 dagana Meira

Skemmtiferðaskip Farþegar á skemmtiferðaskipum verða rukkaðir um 2.500 krónur á sólarhring skv. frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi.

Mótmæla gjaldi á skemmtiferðaskip

Innviðagjald á farþega um áramót verði frumvarp að lögum Meira

Kosningar Uppstillingarnefndir stjórnmálaflokkanna vinna nú baki brotnu á bak við tjöldin að stilla upp framboðslistum. Fulltrúar flokkanna segja að sú vinna gangi vel og mikill áhugi sé á því að taka sæti á framboðslista.

Nefndir halda spilum þétt að sér

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins samþykkja lista • Uppstillingarnefndir að störfum hjá flestum flokkum • Niðurstöðu að vænta seinnipartinn í vikunni • Píratar með prófkjör og rafræna kosningu Meira

Jakob Frímann

Landsþekktum oddvitum skipt út

Áfram eru miklar breytingar á listum flokkanna fyrir komandi þingkosningar. Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, mun ekki leiða flokkinn í kjördæminu í komandi kosningum Meira

Heimildir Ferðamenn skoða ljósmyndasýningu Sigurðar Ólafs Sigurðssonar ljósmyndara, Reykjanes vaknar, sem sett hefur verið upp í Grindavík.

Þau eru hreinlega í sjokki

Hópur úrvalsnemenda í námsferð frá Englandi kynnti sér verksummerki og afleiðingar jarðhræringanna í og við Grindavík • Hugsa hlýlega til Grindvíkinga Meira

Ráðuneyti Drögin voru lögð fram 15. okt. og veittur 5 daga umsagnarfrestur.

„Vanhugsaðar og illa ígrundaðar“

Nýsköpunarfyrirtæki gagnrýna tillögur í bandormi • „Munu, að öllu óbreyttu, draga úr vexti Kerecis“ • Embla Medical segir hættu á að Ísland fari á mis við stór verkefni • Mikið bakslag að mati Nox Medical Meira

Átök um framtíð Maia Sandu forseti Moldóvu kemur á blaðamannafund í höfuðborginni Chisinau á sunnudag.

Saka Rússa um afskipti í Moldóvu

Stjórnarskrártillaga um að Moldóva skuli stefna að Evrópusambandsaðild var samþykkt naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu • Forseti landsins gæti átt undir högg að sækja í síðari umferð forsetakosninga Meira

Met Jodie Foster í hlutverki sínu í fjórðu þáttaröð True Detective. Upptökur á þáttunum hér eru stærsta kvikmyndaverkefni Íslandssögunnar.

Rúmir fimm milljarðar í endurgreiðslur í ár

Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar hérlendis nema rúmum fimm milljörðum króna það sem af er þessu ári. Óvíst er hvort um frekari endurgreiðslur verði að ræða á þessu ári en jafnvel þó svo fari er um metár að ræða Meira

Í Frostaskjóli Þorgeir og Hrafn lögðust vel yfir söguna í sinni vinnu.

Bera virðingu fyrir langri sögu félagsins

„Mér fannst takast alveg svakalega vel til og er rosalega ánægð með hvernig þeir nálguðust verkefnið og af mikilli virðingu,“ segir Þórhildur Garðarsdóttir formaður KR í samtali við Morgunblaðið en félagið afhjúpaði á dögunum nýtt merki félagsins Meira