Viðskiptablað Miðvikudagur, 23. október 2024

Sævar Freyr Þráinsson boðar mikla uppbyggingu hjá Carbfix.

Hver stöð geti skilað 350 milljörðum króna

Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar segir viðræður við fjárfesti vegna Carbfix langt komnar. Hann segir að hin miklu áform séu raunhæf. Meira

Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, segir markaðssókn félagsins byggja á sterkum grunni.

Bjartsýn þrátt fyrir mikla erfiðleika

Magdalena Anna Torfadóttir Forstjóri Controlant segir félagið hafa mikla möguleika til vaxtar. Gengi félagsins hefur lækkað verulega á undanförnum mánuðum og félagið hefur fært niður tekjuspá sína. Félagið hefur tryggt sér 10 af 30 milljónum dala sem félagið hyggst sækja. Meira

Vindmyllur við Búrfell, hluti af verkefni Landsvirkjunar um hagkvæmni vindorku. Jafnvægi þarf á framboði og eftirspurn eftir rafmagni.

Vindorka hagkvæmasti kosturinn

Þóroddur Bjarnason Orkuhagfræðingur segir að Orkustofnun vinni ekki með réttar upplýsingar. Meira

Húsnæðisliðurinn skýrir m.a. hækkun vísitölu neysluverðs.

Kvika spáir 5,2% verðbólgu í október

Kvika spáir því að ársverðbólgan lækki úr 5,4% í 5,2% í október. Íslandsbanki er á sama máli en Landsbankinn spáir því að verðbólga lækki í 5,1%. Í greiningu Kviku segir að hækkun vísitölunnar um 0,4% í mánuðinum skýrist nær alfarið af hækkun… Meira

Jens segir ganga vel að fjármagna verkefnið þrátt fyrir hæga markaði.

Staðan á fjármálamörkuðum áskorun

Boðaðar hafa verið miklar fjárfestingar í landeldi skammt frá Þorlákshöfn. Eitt fyrirtækjanna, GeoSalmo, áformar uppbyggingu á 24 þúsund tonna fiskeldi og hafði þau markmið að hefja framkvæmdir á fyrri áfanga af tveimur vorið 2023 og að fyrstu afurðir færu á markað í árslok 2025 Meira

Halldór Harðarson og Kristján Pétur Sæmundsson hafa fengið mikil og góð viðbrögð við nýja ráðningarfyrirtækinu. Þeir segja starfsmenn dagsins í dag lausbundnari fyrirtækjum en áður.

Horfa heildrænna á manneskjuna

Þóroddur Bjarnason Brú Talent segir mikilvægt að finna rétta fólkið til að hrinda stefnumótun í framkvæmd. Meira

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar.

Carbfix að ljúka stórum samningum

Baldur Arnarsson baldur Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, segir fyrirhugaða sódavatnsstöð Carbfix í Hafnarfirði geta skilað 350 milljarða tekjum á 30 ára líftíma sínum. Þrjú önnur sambærileg verkefni séu raunhæf en alls geti verkefnin fjögur skilað 1.400 milljörðum inn í íslenskt efnahagslíf á líftímanum. Einnig séu mikil tækifæri í útflutningi en tæknin sé í fremstu röð. Viðræður við fjárfesti séu langt komnar til að taka þátt í uppbyggingunni og sama gildi um samtal við viðskiptavini. Meira

Vel sniðinn jogginggalli getur verið glæsileg og fjölhæf flík.

Guðdómlegur jogginggalli

Eigi lesendur eftir að horfa á sjónvarpsþættina Kaos , með Jeff Goldblum í aðalhlutverki, þá hvet ég þá til að drífa sig og taka frá góða kvöldstund fyrir Netflix og huggulegheit. Betra sjónvarpsefni hefur ekki komið út í háa herrans tíð og má t.d Meira

Fátæk Evrópa

”   Afneitunin á raunverulegri stöðu orkumála Evrópu og afleiðinganna er algjör. Meira

Skibidí klósett

”   Joachim birti nefnilega kosningaauglýsingar sínar á einni stærstu klámsíðu heims. Meira

Grunnskólabörn í Japan æfa viðbrögð við jarðskjálfta. Þau geta vænst þess að vera send út í lífið mun betur undirbúin en jafnaldrar þeirra á Íslandi enda frammistaða íslenskra skóla með lakasta móti.

Dæmið gengur hreinlega ekki upp

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá OsakaFramlög hins opinbera til grunnskólanna jafngilda 57 milljónum króna árlega á bekk með 20 nemendum. Miðað við útgjöldin ættu nemendur að standa sig betur á prófum og kennarar að vera á ofurlaunum. Meira

Efnahagsstefna Trumps gæti haft meiri áhrif á Evrópu en Kína.

Evran gæti fallið um 10%

Evran gæti fallið um allt að 10%, sem myndi þýða lækkun niður fyrir einn dollara á núverandi gengi, verði Donald Trump kjörinn forseti Bandaríkjanna. Reuters-fréttaveitan hefur þetta eftir greinendum Goldman Sachs sem telja Trump líklegan til þess… Meira

Karen Ósk Gylfadóttir framkvæmdastjóri Lyfju segir fyrirtækið hafa stór og stefnumarkandi verkefni í gangi eins og Lyfjuappið og Lyfju Heyrn.

Starfið hjá Lyfju er mitt orkuskot

Karen Ósk tók nýlega við sem framkvæmdastjóri Lyfju. Hún segir spennandi tíma fram undan innan samstæðu Festi þar sem Lyfja komi til með að fá enn meiri stuðning til að vaxa og efla þjónustu. Hreyfing, heilbrigður lífsstíll og fjölskyldan eru stærstu áhugamál hennar Meira

Kristinn Þór Sigurðsson verkefnastjóri hjá Sjávarklasanum.

Reyna að búa til dýpri tengingu og samtal

Þóroddur Bjarnason Fjárfestadagur Sjávarklasans gekk vel og fjárfestar og fyrirtæki voru ánægð. Meira

Erfiðleikar hafa verið í rekstri Controlant og Play.

Níutíu prósentin hjá Controlant og Play

ViðskiptaMogginn hefur fjallað um erfiða stöðu hjá bæði Controlant og Play. Það sem bæði félög virðast eiga sameiginlegt er áætlanagerð sem einkennist af alltof bjartsýnum hugmyndum stjórnenda. Eflaust eru stjórnendur sannfærðir þegar skjölin eru… Meira