Sjávarútvegur Fimmtudagur, 24. október 2024

Úrsögn Fyrir rússneska þinginu liggur frumvarp er gengur út á að ríkið segi upp samningnum um Alþjóðahafrannsóknaráðið frá 1964.

Leggja til að ganga úr ICES

Fyrir rússnesku dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, liggur frumvarp frá þarlendri ríkisstjórn um að segja upp samningnum um Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) frá 1964, en Rússland hefur verið útilokað frá fullri þátttöku í störfum ráðsins frá því að landið hóf landvinningastríð sitt í Úkraínu Meira

Ný lög Kurr er meðal félagsmanna LS vegna breytingar á kvóta fyrir veiðar á grásleppu. Atvinnuveganefnd hafi ekki vandað nægilega til verka.

Yfir 100 skip fá ekki grásleppukvóta

Það var þungt hljóðið í sumum félagsmönnum á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda (LS), sem fór fram í síðustu viku, vegna nýlegrar kvótasetningar stjórnvalda á grásleppu. Lögin tóku gildi 1. september síðastliðinn með þann megintilgang að tryggja … Meira