Viðskipti Fimmtudagur, 24. október 2024

Vörumerki Kynning á starfsemi Carbfix við Hörpu sem haldin var í tengslum við Hringborð norðurslóða.

Áhættusöm áform Carbfix

Hagfræðingur segir kolefniskvótakerfi Evrópusambandsins leiða til sóunar l  Með opinberri fjárfestingu í tækni Carbfix sé því tekin áhætta með almannafé Meira

Vinna Þátttaka stóð í stað.

12.700 atvinnulausir

Í september 2024 voru 12.700 atvinnulausir á landinu samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar. Á vef stofnunarinnar segir að árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra hafi verið 5,2%, hlutfall starfandi hafi verið 79,2% og atvinnuþátttaka 83,5% Meira

Ódýrar flugferðir í boði Landsbankans.

30% afsláttur á flugfargjöldum Icelandair

Landsbankinn, sem er í eigu ríkisins, sendi á dögunum tölvupóst til viðskiptavina sinna þar sem bankinn býður 30% afslátt á flugfargjöldum hjá Icelandair. Fram kemur í tilkynningu bankans til viðskiptavina að þeim sem safni Vildarpunktum hjá… Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Laugardagur, 26. október 2024

Verkfall Höfnuðu 35% hækkun.

Skelfilegt tap hjá Boeing

Flugvélaframleiðandinn Boeing er í vandræðum. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung að félagið hefði tapað um USD 6,2 milljörðum, einkum vegna verkfalla um 33.000 starfsmanna. Verkfalla sem enn eru ekki leyst þrátt fyrir boð um 35% launahækkanir Meira

Viðskipti Vaxtalækkanir hleypa lífi í íslenska hlutabréfamarkaðinn.

Sterk langtímasýn

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 7,8% á árinu og 8,3 % sl. mánuð. Að sögn sérfræðinga sem Morgunblaðið ræddi við byrjuðu batamerki að sjást þegar JBT gerði yfirtökutiboð í Marel. Gott uppgjör JBT í vikunni hleypti af stað hækkun á gengi Marels í þriggja milljarða viðskiptum Meira

Föstudagur, 25. október 2024

Rekstur Finnur Oddsson forstjóri Haga segir möguleikana í kaupunum fjölbreytta, allt frá samlegð í rekstrarkostnaði yfir í fjármögnun.

Auka skilvirkni rekstrar og vöruúrval

Hagar hafa keypt stóra færeyska verslanakeðju, P/F SMS Meira

Áhættan er ekki almennings

Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar segir það ekki rétt sem haft var eftir Heiðari Guðjónssyni hagfræðingi í Morgunblaðinu í gær að íslenskur almenningur muni bera áhættuna af uppbyggingu Carbfix Meira

Næring Steinar segir fjölda íþróttamanna víða um heim nýta sér Unbroken enda sé um að ræða eina hröðustu vöðvanæringu sem völ er á.

Hálfs milljarðs króna aukning

Hlutafé í íslenska sjávarlíftæknifyrirtækinu Unbroken ehf. hefur verið aukið um hálfan milljarð króna til að efla alþjóðlega markaðssetningu á fæðubótarefninu Unbroken. Virði félagsins í viðskiptunum er 7,5 milljarðar og horfir það til skráningar innan fárra ára Meira

Þriðjudagur, 22. október 2024

Kosningar Elon Musk hefur verið ötull stuðningsmaður Donalds Trumps.

Musk heitir því að gefa milljónir bandaríkjadala

Ríkisstjórinn í Pennsylvaníu, demókratinn Josh Shapiro, hefur kallað eftir að lögreglan rannsaki loforð auðkýfingsins Elons Musks. Sá hét því á stuðningsmannafundi Donalds Trumps á sunnudaginn síðasta að gefa eina milljón bandaríkjadala á dag fram að forsetakosningum Meira

Flugrekstur Play kynnir rekstrarniðurstöðu þriðja ársfjórðungs þessa árs á fundi á fimmtudaginn kemur. Reksturinn verður lakari en á síðasta ári.

Greinendur svartsýnir

Framkvæmdastjóra Birtu líst vel á fyrirætlanir Play • Greinendur svartsýnir á stöðuna • Forstjóri Play segir félagið ekki þurfa meira fjármagn að svo stöddu Meira

Mánudagur, 21. október 2024

Lærdómur „Tölurnar sýna að vandinn er ekki – eins og má stundum ráða af umræðunni – skortur á kennurum. Þeir eru óvíða fleiri en hér,“ segir Björn.

Ísland stenst ekki samanburð

Úttekt Viðskiptaráðs sýnir að grunnskólakerfið er dýrt, kennsluskylda lítil og fjöldi nemenda á kennara með því minnsta sem þekkist • Veikindahlutfall kennara mun hærra en hjá einkageiranum Meira