Fréttir Miðvikudagur, 30. október 2024

Forsetaviðtal Sex norrænir blaðamenn áttu langt samtal við Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á Norðurlandaráðsþingi undir lok Íslandsheimsóknarinnar, en hann fór af landinu síðdegis í gær.

Erum brjóstvörn vestrænna gilda

Selenskí Úkraínuforseti í viðtali við Morgunblaðið • Úkraína verst yfirgangi gegn frelsi og lýðræði •  Telur íhlutun Norður-Kóreu stigmögnun sem bregðast verði við •  Moldóva næst í röðinni hjá Rússum Meira

Nefnd Leiðtogar Íslands, Álandseyja, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar ræddu norrænt samstarf í gær.

Norrænt samstarf þvert á málefni

Helsingforssamningurinn um norrænt samstarf tekur í dag ekki til öryggis- og varnarmála en yfirskrift þings Norðurlandaráðs í ár er Friður og öryggi á norðurslóðum. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði í samtali við Morgunblaðið að loknum… Meira

Vestmannaeyjar Fýsileiki jarðganga úr landi til Eyja var skoðaður.

Göng til Eyja talin geta kostað 200 milljarða

Rekstrarhagnaður gæti orðið 3,3 til 5,2 milljarðar á ári • Meiri rannsóknir Meira

Jakob Frímann flytur sig um set

Miðflokkurinn kynnti í gær lista sína í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, en oddvitar þeirra verða þau Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Snorri Másson fjölmiðlamaður Meira

Karl Gauti telur sig ráðherraefni

Karl Gauti Hjaltason lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, sem skipar 1. sætið á framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, mun óska eftir leyfi frá störfum til að geta sinnt framboðsmálum af fullum þunga í aðdraganda kosninga til Alþingis Meira

Nýr flokkur Sléttur mánuður er síðan Lýðræðisflokkurinn var stofnaður. Arnar Þór er formaður hans.

Vaxtaþak gegn verðbólgunni

Lýðræðisflokkurinn vill stórbætt aðhald í ríkisfjármálum • Til greina kemur að setja vaxtaþak á bankakerfið • Segir djúpríki við lýði á Íslandi • Telur Lýðræðisflokkinn stjórntækan til hægri Meira

Úkraínuforseti Volodimír Selenskí gaf óvænt nokkrum norrænum blaðamönnum kost á viðtali eftir að hann ávarpaði Norðurlandaráð í gær og fór það fram í vistlegu umhverfi Smiðjunnar, hins nýja skrifstofuhúss Alþingis við Vonarstræti. Norðurlandaráðsþing er haldið í Smiðjunni og ráðhúsi Reykjavíkur.

„Við erum bara manneskjur“

Volodimír Selenskí í viðtali við Morgunblaðið • Rauð strik halda aftur af Úkraínu, ekki Rússum • Hefur ekki áhyggjur af valdaskiptum í Bandaríkjunum • Úkraínumenn útverðir vestrænna gilda Meira

Úrskurðir féllu Arctic Fish í vil

Heldur leyfum í Ísafjarðardjúpi að hluta og Patreks- og Tálknafirði að fullu Meira

Sigtryggur Rósmar Eyþórsson

Sigtryggur Rósmar Eyþórsson framkvæmdastjóri lést 27. október síðastliðinn, 83 ára að aldri. Sigtryggur Rósmar fæddist í Reykjavík 8. júlí 1941, ólst þar upp og bjó alla ævi. Foreldrar hans voru Eyþór Magnús Bæringsson kaupmaður og Fjóla Jósefsdóttir húsmóðir Meira

Leigubílar Fjöldi útgefinna leyfa til reksturs leigubíla er 127 talsins það sem af er þessu ári. Alls þreyttu 157 slíkt próf, en 30 þeirra féllu á prófinu.

Nær 300 leigubílaleyfi í ár

Frá gildistöku nýrra laga um leigubíla þann 1. apríl 2023 hefur Samgöngustofa svipt sjö aðila rekstrarleyfi til leigubílaaksturs, en enginn handhafi atvinnuleyfis til leigubílaaksturs, svokallaðs „harkaraleyfis“, hefur verið sviptur leyfi sínu á þessu tímabili Meira

COP29 Vegna komandi kosninga verða hvorki ráðherrar né þingmenn meðal fulltrúa Íslands. Íslenska sendinefndin verður skipuð 46 fulltrúum.

Fjölmenn íslensk sendinefnd til Bakú

Áætlaður kostnaður hvers þátttakanda allt að 1,8 milljónir Meira

„Leiðtogar kirkjunnar brugðust“

Fyrsta skýrsla kaþólsku kirkjunnar um vernd ólögráða barna gagnvart misnotkun innan kirkjunnar var birt í gær. Skýrslan er unnin að beiðni Frans páfa, sem hefur frá árinu 2013 barist gegn kynferðisofbeldi gegn börnum innan kirkjunnar og sagt það sína erfiðustu áskorun í embætti Meira

Yarumal Tré af magnólíuætt eru í útrýmingarhættu, eins og þetta á myndinni sem er í Yarumal í Kólumbíu.

Ógn við allt líf jarðar

Viðvörun frá rauðum lista IUCN • Þriðjungur allra trjátegunda heimsins í útrýmingarhættu • COP16 í Kólumbíu Meira

Beit Lahia Maður heldur á líki úr rústum byggingar sem sprengd var upp.

Mikið mannfall á Gasa

Yfirvöld á Gasa segja að 93 hafi fallið í loftárás Ísraelshers í gær • Hörð viðbrögð við banni Ísraelsstjórnar á starfsemi UNRWA • Ísraelsmenn ósáttir við Guterres Meira

Skurðaðgerð Atkvæðagreiðslu meðal lækna um verkföll lýkur á morgun en þau ná til starfsstöðva lækna á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum.

Verkföll aðra hverja viku fram að jólum?

Læknar sem starfa eftir kjarasamningi Læknafélags Íslands og ríkisins, einkum á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, greiða nú atkvæði um hvort farið verði í verkfallsaðgerðir, sem eiga að hefjast 18. nóvember hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma Meira

Sérfræðingur Jósep Blöndal vill fræða almenning um vandann.

Jósep varar við skyndilausnum

Skot í bakið – og hvað svo? Jósep Ó. Blöndal, læknir og frumkvöðull hérlendis í endurhæfingu og aðstoð við fólk með háls- og bakvanda, svarar því á samnefndu fimm tíma námskeiði, sem er öllum opið, hjá Endurmenntun Háskóla Íslands miðvikudaginn 13 Meira