Ágústa Johnson framkvæmdastjóri Hreyfingar segir að styrktaræfingar skipti miklu máli fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst þegar það kemst á „besta aldur“. Meira
Fólk sem hefur brennandi áhuga á lífinu lítur ekki á bestu árin sem afplánun ævi sinnar. Það nýtir hverja mínútu til þess að fá krydd í sinn dag og kann að meta það sem lífið hefur upp á að bjóða. Það býr sér til dagskrá og gerir eitthvað upplífgandi á hverjum degi Meira
Lífsgleði, orka og fagurfræði einkennir sýn Hjördísar Gissurardóttur á lífið. Hún nýtur þess að fegra allt í kringum sig og hefur tekið sér margt í menningu Ítalíu til fyrirmyndar. Meira
Agnes Löve píanóleikari segir það mikilvægt að hafa sig til og vera fín. Hún hafi verið þannig alla tíð og standist yfirleitt ekki mátið þegar hún sér falleg föt í verslunum. Hárgreiðsla er hennar helsti veikleiki en þangað fer hún einu sinni í viku og hefur gert síðustu þrjátíu ár. Bleikur varð fyrir valinu að þessu sinni. Edda Gunnlaugsdóttir | eddag@mbl.is Meira
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur er með ólæknandi fatadellu. Hún passar fötin sín eins og gull og lætur stagla í þau þangað til þau eiga ekkert eftir. Hún segist hafa fengið mikinn skvísu-innblástur frá Vigdísi Finnbogadóttur og segir að fataáhugi hafi hjálpað henni að klæða sögupersónur í gegnum tíðina, ekki síst í nýjasta verki sínu, Skálds sögu, en hún hefur þeyst um ritvöllinn í 60 ár. Meira
Helgi Magnússon er mikill tjúttari sem veit fátt skemmtilegra en að stíga nokkur spor á dansgólfinu við taktfasta tónlist. Hann hefur verið dansandi í hartnær 70 ár og kynntist þjóðlegri, íslenskri dansmenningu og dansmenningu annarra þjóða þegar hann var nemandi við Héraðsskólann í Skógum í byrjun sjöunda áratugarins. Meira
Huld Magnúsdóttir forstjóri Tryggingastofnunar er með góð ráð fyrir fólk á besta aldri en það er mikilvægt að fólk viti hve mikið það hefur á milli handanna og hvenær það hyggst hætta að vinna. Meira
Sigríður Björnsdóttir, innkirtla- og efnaskiptalæknir, starfaði áður hjá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi en er hjá Heilsuklasanum í dag. Hún hittir fjölda skjólstæðinga sem leita til hennar vegna beinþynningar og bendir á að hægt sé að fyrirbyggja hana að einhverju leyti. Meira
Ólafur Sveinsson er 78 ára og starfaði lengi sem framreiðslumaður í vaktavinnu en hefur síðustu ár fundið sig hvað helst í fjallamennsku. Árið 1991 varð mikil breyting á lífi hans þegar hann horfðist í augu við sjúkdóminn alkóhólisma. Að hans sögn fylltist hann frelsistilfinningu yfir að vera með sjúkdóm sem hann sjálfur bæri ábyrgð á og að til væri leið í átt að bata. Meira
Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, Valgerður Rúnarsdóttir, segir tvo þætti spila hvað stærst inn í aukningu á áfengisneyslu hérlendis. Þeir eru aðgengi að áfengi og viðhorf til áfengisdrykkju. Að einhverju leyti hafi tekist að koma því inn í huga og hjörtu landsmanna að neysla áfengis sé sjálfsögð og að horft sé framhjá skaðsemi þess. Varðandi aðgengi bera stjórnvöld mikla ábyrgð. Meira
Þegar árin færast yfir er mikilvægt að huga að andlegu og líkamlegu hliðinni. Hægt er að sameina þetta tvennt og yfirleitt þegar hreyfing er stunduð léttist lundin. Hins vegar liggur ekkert endilega í augum uppi hve mikið er í boði af alls konar afþreyingu og námskeiðum, en þegar betur er að gáð er ýmislegt hægt að finna. Líkamsræktarstöðvarnar eru alltaf vinsælar en það er um að gera að líta út fyrir boxið. Guðrún S. Sæmundsen | gss@mbl.is ↵ Meira