Fréttir Laugardagur, 2. nóvember 2024

Borgaralegur þingmeirihluti

Viðreisn, Miðflokkur og Sjálfstæðisflokkur samtals með 47% fylgi í nýrri könnun •  Fengju 34 þingmenn •  Samfylking dalar en Viðreisn sækir á •  Píratar fallnir Meira

Guðni lokar hringnum á 111 ára afmæli Morgunblaðsins

Morgunblaðið er 111 ára gamalt í dag, en um leið lýkur Hringferð blaðsins, sem hófst í tilefni 110 ára afmælisins fyrir ári. Á því ferðalagi voru tekin viðtöl við 110 forvitnilega Íslendinga um land allt Meira

Kjaraviðræður Frá fundi samninganefnda í Karphúsinu í gær.

Enn nokkuð langt í land

Fundi samninganefnda Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga með sáttasemjara lauk síðdegis í gær án niðurstöðu. Hafa vinnufundir verið boðaðir í dag. Þetta staðfestir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna Meira

Mikil áhætta fylgir sáttmálanum

Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi ætla ekki að greiða atkvæði með samgöngusáttmálanum í núverandi mynd • Boðað til undirritunar með litlum fyrirvara • Fjárhagsáætlun margfaldast Meira

Hjól Rafhlaupahjól geta veitt notendum falska öryggiskennd.

Rafhlaupahjól veita notendum sýndaröryggi

Prófessor segir rafhlaupahjólin ekki vera umhverfisvæn Meira

Fallbaráttan til Alþingis harðnar

Píratar og Vinstri grænir féllu af þingi • Fylgi Framsóknar hreyfist ekki • Há vikmörk fylgis Meira

Áramót Brennur verða áfram tíu.

Borgarstjóri brennur fyrir áramótunum

Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, hefur dregið til baka ákvörðun ráðsins frá því í vikunni um að fækka áramótabrennum í borginni úr tíu í sex. Morgunblaðið greindi frá fyrri ákvörðun ráðsins í gær Meira

Miklabraut Auglýsingaskilti á lóð Orkunnar hefur verið umdeilt.

Dagsektir lagðar á umdeilt skilti

150 þúsund krónur dag hvern frá miðjum október • Komið í innheimtu Meira

Ríkið og borgin skipta tekjum

Fyrirhuguð íbúðabyggð í Skerjafirði í Reykjavík er á landi sem ríkið seldi Reykjavíkurborg 1. mars árið 2013 samkvæmt sérstöku samkomulagi sem gert var á grundvelli þess að norðaustur-suðvestur flugbrautin yrði lögð niður og greiðslan yrði innt af hendi þegar það skilyrði væri uppfyllt Meira

1982 Jón Ingi Einarsson í danska gamanleikritinu Ævintýri á gönguför.

„Maður er alltaf manns gaman“

Leiklistarfélag Blönduóss fagnar 80 ára afmæli í dag • Rekja má starfsemi leiklistar á Blönduósi til 19. aldar • Samkomur auka samhygð í smærri bæjum • Vonast eftir góðri sviðslistastefnu Meira

Mánagarður Tugir barna á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík veiktust eftir að hafa borðað hakk sem ekki var meðhöndlað á fullnægjandi hátt.

Blandað kjöthakk olli E. coli-sýkingu á Mánagarði

Niðurstaða rannsóknar hefur leitt í ljós að E. coli-smitið sem varð á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík má rekja til kjöthakks sem var sambland nautgripa- og kindakjöts sem leikskólabörnin fengu að borða þann 17 Meira

Hótel Á þessari tölvugerðu mynd má sjá nokkrar þeirra bygginga sem ætlunin er að rísi við Holtsós undir Eyjafjöllum.

Stórfelld uppbygging áformuð við Holtsós

Gistirými 1.020 talsins • Tvö hótel, 200 smáhýsi og baðlón Meira

Verkföll lækna skipulögð í lotum um allt land

Ef kemur til verkfallsaðgerða lækna, sem eiga að hefjast 18. nóvember, fara þær fram í lotum aðra hverja viku fram að jólum og beinast að einstökum sjúkrahúsum, deildum Landspítalans og heilbrigðisstofnunum og standa yfir í einn sólarhring á hverjum stað Meira

TF-SIF Flugvélin hefur verið í verkefnum fyrir Frontex undanfarin ár.

Frontex afþakkar vél Gæslunnar

Óvænt kúvending, segir forstjóri Landhelgisgæslunnar • Höfðu reiknað með tekjum af leigunni • Óska eftir 300 milljóna viðbótarframlagi á fjárlögum 2025 • Viðgerð á hreyflum kostar 350 milljónir Meira

Ólympíuleikar Íslandi allt.

Markmið um afreksstarf haldist

Mikilvægt er að hræringar í stjórnmálum verði ekki til þess að áform um eflingu afreksíþrótta verði að engu við gerð fjárlaga næsta árs. Þetta segir efnislega í umsögn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, um frumvarp til fjárlaga ársins 2025 sem nú er til umfjöllunar á Alþingi Meira

Uxahryggjavegur skal fara í umhverfismat

Niðurstaða Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Meira

Kvörtunarefni Byggingarefni af ýmsu tagi er að finna á þessari lóð við Friggjarbrunn. Svona er ástandið víðar.

Kvarta yfir rusli á óbyggðum lóðum

Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals hefur samþykkt að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur að grípa til viðeigandi ráðstafana svo að almennir lóða- og framkvæmdaskilmálar vegna uppbyggingar í borgarhlutanum verði virtir Meira

Tónlist Bandaríski sellóleikarinn Yo-Yo Ma með Sinfóníuhljómsveit Íslands á dögunum. Listin gefur lífinu svo sannarlega lit og léttir lundina.

Menningin auðgar anda og haginn

Skapandi greinar skapa 3,5% af landsframleiðslu • Hugvit, nýmæli og sköpunargáfur • Tónlistarnám verði aftur öllum aðgengilegt • Möguleikar og samkeppnishæfni • Egg í fleiri körfum Meira

Fjölskyldan Einar Guðfinnsson og Elísabet Hjaltadóttir ásamt börnum sínum átta. Efri röð frá vinstri: Pétur Guðni, Jón Friðgeir, Guðmundur Páll, Jónatan, Hjalti og Guðfinnur. Fremrl röð frá vinstri: Hildur, Elísabet, Einar og Halldóra.

Hann byggði upp Bolungarvík

Um þessar mundir eru liðin 100 ár síðan Einar Guðfinnsson stofnaði fyrirtæki sitt í Bolungarvík • Atvinnurekstur hans var einstakur á landsvísu • Rifjað er upp 50 ára gamalt viðtal við Einar Meira

Rafmagn Íbúar í Mývatnssveit munu fá tjón sitt bætt frá Rarik.

Rarik lofar að bæta raftækin

Rarik mun greiða bætur vegna ónýtra raftækja í kjölfar truflana sem urðu í kerfi Landsnets 2. október síðastliðinn. Einnig verða greiddar bætur fyrir raftæki sem biluðu en hægt er að gera við. Þetta kom fram í tilkynningu frá Rarik þar sem þess var… Meira

Byggt í borginni Hluti hlutdeildarlána hefur verið greiddur upp að undanförnu. Sumir hafa hagnast.

Ríkið hagnast á hlutdeildarlánum

Framkvæmdastjóri húsnæðissviðs hjá HMS segir ríkissjóð hafa fengið fjárfestinguna til baka l  Til skoðunar að veita húsbyggjendum slík lán til að minnka fjármagnskostnað við uppbyggingu  Meira

ChatGPT hlýtur íslenskar raddir

Talgervill mállíkansins ChatGPT hefur hlotið íslenskar raddir og er því hægt að spyrja spurninga upphátt á íslensku og fá svar frá gervigreindinni á sama máli, með afbragðsgóðum framburði. Fyrirtækið uppfærði talgervil sinn í ChatGPT Plus í vikunni, … Meira

Leiguíbúðir Framkvæmdir við fimm íbúða raðhús á vegum Bjargs íbúðafélags eru hafnar við Lyngöldu á Hellu.

Leigufélagið Bjarg byggir á Hellu

Haldið var upp á 40 ára afmæli sundlaugarinnar á Hellu 28. september. Við það tækifæri var frumsýnt myndband sem Einar Kristinsson tók upp á sínum tíma og er aðgengilegt á Youtube. Þá var við sama tækifæri tekinn í notkun nýr innrauður sánuklefi Meira

Húsavík Þrjú minni skemmtiferðaskip í höfn á Húsavík en óvissa er um siglingar slíkra skipa á næsta ári vegna óútfærðs afnáms ívilnana.

Óvissan farin að hafa afleiðingar

Útgerðir skemmtiferðaskipa eru þegar farnar að hætta við siglingar vegna óvissu um tollfrelsi • Fresta hafnarframkvæmdum á Akureyri • Tugir milljarða í húfi á landsbyggðinni Meira

Barentshaf Skipaumferð hefur farið úr skorðum vegna truflana.

Mikil truflun á gervitunglum

Finnska strandgæslan segir að stöðugt sé verið að trufla og lama gervitunglasamband yfir Eystrasalti. Vandamálið hafi fyrst orðið áberandi í apríl á þessu ári og síðan þá hafi stöðug truflun átt sér stað Meira

Utanríkisráðherra Þúsundir hermanna frá Norður-Kóreu eru nú í rússneska héraðinu Kúrsk. Blinken segir það til marks um veikleika Rússa.

Aðstoð norðanmanna veikleikamerki

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Rússa vera fulla örvæntingar og að hersveitir þeirra ráði ekki óstuddar við verkefnið í Úkraínu • Hermenn frá Norður-Kóreu nú komnir í einkennisfatnað Rússlands Meira

Bókasafn Börn þurfa að hafa aðgang að nýjum barna- og ungmennabókum, sér í lagi þau efnaminni, segir formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.

Hafa þungar áhyggjur af skólabókasöfnum

„Það er bagalegt að sjá þessar tölur. Sérstaklega nú þegar lestur hefur farið minnkandi,“ segir Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Bókaútgefendur hafa lagst yfir tölur um innkaup á skólabókasöfn í Reykjavík Meira

Blek og byttur Ekkert í tónlist er sveitinni óviðkomandi og um 160 lög eru á lagalistanum. Frá vinstri: Þorkell Jóelsson, Hilmar Örn Agnarsson, Örlygur Benediktsson, Jóhann Ingi Stefánsson, Hermann G. Jónsson og Karl Hallgrímsson.

Sveitaballið í blóma

Hljómsveitin Blek og byttur heldur víða uppi stuðinu • Árlegt sveitaball í Trékyllisvík á Ströndum Meira