Fréttir Fimmtudagur, 7. nóvember 2024

Sigurræðan Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í gærmorgun þegar ljóst þótti að hann hefði borið sigur úr býtum í Pennsylvaníuríki.

Trump fékk skýrt umboð

Repúblikanar náðu bæði Hvíta húsinu og meirihlutanum í öldungadeildinni • Fyrstur repúblikana til að hljóta einnig meirihluta greiddra atkvæða frá árinu 2004 Meira

Hafnarfjarðarbær skili auknum rekstrarafgangi

Sjá fram á vaxandi umsvif á ný að sögn bæjarstjóra   Meira

Styrkir veittir til aðgengis

„Jóhann Pétur var hláturmildur og skarpgáfaður,“ segir Ólafur Garðarsson lögmaður. Afhentir voru í gær styrkir úr Minningarsjóði Jóhanns Péturs heitins Sveinssonar lögfræðings. Hann var forðum formaður Sjálfsbjargar og lét til sín taka í baráttu- og réttindamálum Meira

Lottó Margir hafa keypt sér miða í Víkingalottóinu í Happahúsinu í Kringlunni síðustu vikur í von um þann stóra.

Fyrsti vinningur gengur ekki út

Nýtt met sett í Víkingalottóinu • Fyrsti vinningur hefur ekki gengið út í tæpt hálft ár eða frá 15. maí • Hámark er á fyrsta vinningi og annar vinningur verður því hærri en ella • Hópar kaupa miða saman Meira

Upptaka Snorri Másson, oddviti Miðflokksins í Reykjavík norður, svarar.

Rætt við 61 oddvita í öllum kjördæmum

Upptökur hófust í gær á viðtölum við oddvita allra framboða í öllum kjördæmum, en þau verða birt á mbl.is á næstu vikum og útdráttur úr þeim á síðum Morgunblaðsins. Blaðamenn Morgunblaðsins, þeir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson, munu… Meira

Lyfjatengd andlát voru 56 á seinasta ári

34 andlát voru vegna ópíóíðaeitrana samkvæmt landlækni Meira

Dagmál Stefán Einar ræðir við Gísla Frey Valdórsson um kosningarnar.

Kosið verður aftur eftir fjögur ár

Fullyrðingar um að lýðræðið myndi líða undir lok í Bandaríkjunum ef Donald Trump næði kjöri sem 47. forseti Bandaríkjanna standast enga skoðun. Þetta segir Gísli Freyr Valdórsson, stjórnmálafræðingur og ritstjóri Þjóðmála Meira

Aðrir áhugasamir um reksturinn

„Mér finnst sorglegt ef menn treysta sér ekki í þennan rekstur. Hér eru fimm þúsund íbúar sem sækja þjónustu og jafnvel fleiri til,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi Meira

Segir forsetakosningarnar vel skipulagðar

Þingmaður við eftirlit í Nevada • Með því betra sem hann hefur séð Meira

Viðskipti Við undiritun samkomulagsins 1. mars 2013 þegar gengið var frá sölu á landi innan flugvallargirðingar.

Seldi flugvallarland án heimildar í lögum

Lögbrot og svik segja þingmaður og fyrrverandi ráðherra Meira

Ráðhúsið Starfsfólk í kjörstjörnum fær þrjár máltíðir frá Múlakaffi.

Fá mat frá Múlakaffi á kjördag

Starfsfólk í kjörstjórnum og við talningu atkvæða fær þrjár góðar máltíðir Meira

Palestína Nýlega var staðið að mótmælum við utanríkisráðuneytið.

Gera þarf grein fyrir reiðufé

Samkvæmt gildandi reglum um flutning reiðufjár frá Íslandi sem og til landsins ber þeim sem það gera að fylla út tiltekið eyðublað, prenta það út og afhenda tollgæslunni á brottfarar- eða komustað. Þetta gildir í þeim tilvikum þar sem farið er með… Meira

Blesi Yfirborðsvatn í þessum og fleiri hverum hefur lækkað og af því leiðir að vel sýður í hvernum sem annars hefur lengi verið nánast lygn.

Æð lekur og áfram mikil virkni í hverum

Áfram kraumar í Haukadal • Áhugavert samspil í náttúru Meira

Akureyri Mörg verkefni eru fram undan. Svigrúm er til fjárfestinga.

Eiga afgang í ýmsar stórar framkvæmdir

Gert er ráð fyrir að afgangur af rekstri A- og B-hluta Akureyrarbæjar á næsta ári verði rúmlega 1,4 milljarðar kr. Þetta kom fram í bæjarstjórn í síðustu viku þegar fjárhagsáætlun ársins 2025 var þar til umræðu Meira

Verðlaunahafar Halla Tómasdóttir forseti afhenti menntaverðlaunin.

Verðlaunað fyrir framúrskarandi starf

Íslensku menntaverðlaunin 2024 veitt á Bessastöðum • Fimm flokkar verðlauna • Áhersla lögð m.a. á framúrskarandi skólastarf, góða kennslu, þróunarverkefni og verkmenntun Meira

Félagar „Í starfi mínu hef ég oft talað við bændur og sjómenn sem fylgjast vel með náttúrunni og geta með þekkingu sinni oft sagt til um veður næsta dags,“ segir Óli Þór, útivistarmaðurinn hér með hundinum Skugga.

Rafvirkinn segir veðurfréttir á RÚV

Óli Þór Árnason spáir í hæðir og lægðir • Útreikningar og eðlisfræði • Þekking á staðháttum er mikilvæg í starfinu • Hitastigið fer hækkandi • Sykurmagn meira og alkóhólstyrkur eykst Meira

Flugstöð Ný og glæsileg flugstöð hefur verið byggð í Nuuk til að taka á móti auknum fjölda ferðamanna til landsins.

Tímamót í ferðaþjónustu á Grænlandi

Stórar farþegaþotur gera loks lent í Nuuk þegar ný flugbraut verður opnuð þar 28. nóvember • Ferðamönnum mun fjölga • Grænlendingar vilja nýta dreifikerfi Icelandair til að flytja út fisk Meira

Þingmenn sitja allsherjarþing SÞ í New York

Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins, Berglind Ósk Guðmundsdóttir og Teitur Björn Einarsson, taka þátt í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 4.-8. nóvember. Að sögn Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra Alþingis er dagskrá heimsóknarinnar… Meira

Á Hlíðarenda A-reitur er þríhyrningslaga lóðin lengst til hægri á myndinni.

Valur fær heimild fyrir fleiri íbúðum

Heimilt að reisa allt að 175 íbúðir á A-reit samkvæmt breyttu deiliskipulagi • 108 fleiri en áður l  Miðað við söluverð lóðar á Nauthólsvegi 79 gæti reiturinn skilað Val um tveimur milljörðum Meira

Sundahöfn Haki (nær) og Magni draga Silver Moon frá Skarfabakka og í áttina til Viðeyjar.

Skipið skall harkalega á bryggjuna

Litlu munaði að illa færi þegar stórt skemmtiferðaskip skall á bryggju í Sundahöfn • Varð að hætta við brottför vegna veðurs • Litlu mátti muna að dráttarbátur yrði milli skips og bryggju Meira

Kiwanis Eyþór K. Einarsson, formaður K-dagsnefndar, afhenti styrkinn. Við hlið hans eru fv. og núverandi umdæmisstjórar, þau Jóhanna M. Einarsdóttir, Björn B. Kristinsson og Guðlaugur Kristjánsson.

45 milljónir til Einstakra barna

Kiwanishreyfingin gaf andvirði sölunnar á K-lyklinum • Tilefnið er að 50 ár eru liðin frá því að sala á K-lyklinum hófst hér á landi • Stærsti einstaki styrkur sem Einstök börn hafa fengið Meira

Menntun Hús Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi setur svip á bæinn.

Menntamöguleikar verði fjölbreyttari

Brýnt er að mæta þörfum framhaldsskólanema á Suðurlandi fyrir fjölbreyttari menntunarmöguleika, með áherslu á list-, verk- og iðngreinar, svo og efla fjarnám. Þetta segir í ályktun ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga sem haldið var í sl Meira

Híft Þyrlan lónar yfir skipinu og sléttum sjónum. Reglulegar æfingar eru mikilvægar svo allt geti virkað í raun.

Æfðu með þyrlu við Ólafsvík

Björg og GNÁ • Skipið nýja reynist vel • Hljóðlátt og líður vel á sjónum • Öruggar bjargir við utanvert Snæfellsnes • Margt er í gangi hjá Lífsbjörg Meira

Mæðgur Ragnhildur eignaðist sitt eina barn tæplega fertug, Stellu Lúnu.

„Alltaf skilgreind sem Íslendingur“

Býr við hlið kvikmyndavers Disney • Heimsfaraldurinn breytti afþreyingariðnaðinum vestra • „Svo færðist mín höfuðáhersla í lífinu yfir í það að vera móðir“ • Skyr úti um alla Ameríku Meira

Arkitekt Sofia Lundeholm er yfirhönnuður nýja hverfisins. Hún segir staðsetninguna skapa mörg tækifæri.

Hannaði nýja hverfið við Kringluna

Danski arkitektinn Sofia Lundeholm segir Kringlusvæðið henta vel fyrir nýtt íbúðahverfi l  Torg í miðju hverfinu muni tengja Kringluna og Hlíðarnar við hverfið og gæða það lífi Meira

Skýr niðurstaða í kosningunum

Trump vann í að minnsta kosti fjórum sveifluríkjum af sjö og leiddi í hinum þremur í gær • „Blái veggurinn“ hrundi með braki og brestum • Verðbólga og innflytjendamál voru efst í huga kjósenda Meira

Í sterkri stöðu á Bandaríkjaþingi

Repúblikanar endurheimtu meirihlutann í öldungadeildinni • Sitjandi þingmenn demókrata féllu í Ohio og í Montana • Enn nokkuð í að úrslit í fulltrúadeildinni verði ljós • Líklega naumur meirihluti Meira

Neyðarskýli Leitað er að nýju húsnæði fyrir Konukot þótt markmiðið sé að minnka þörf fyrir neyðarþjónustu og auka framboð á húsnæði.

Borgin styður 73 á fjölbreyttan hátt

Á fjórða hundrað einstaklinga hafa nýtt sér neyðarskýli á vegum Reykjavíkurborgar á árinu og sem stendur fá 73 fjölbreyttan stuðning út frá einstaklingsmiðuðum þörfum í húsnæði innan málaflokks heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir hjá borginni Meira

Fyrirsæta Athena er áberandi í auglýsingum hjá Sif Jakobs.

Heldur sig við listina

Athena er sólarmegin og áberandi sem fyrirsæta • Skagastúlkan vakti athygli sem ljóðskáld og sundkona Meira