Fastir þættir Föstudagur, 8. nóvember 2024

Ær nefnist kvenkyns sauðkind, fallegt heiti en svo flókið í beygingu að nú…

Ær nefnist kvenkyns sauðkind, fallegt heiti en svo flókið í beygingu að nú orðið bjarga margir sér með kind eða rolla Meira

Svartur á leik

Skák

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Rf6 4. d3 Be7 5. 0-0 d6 6. a4 Ra5 7. Ba2 c5 8. c3 Rc6 9. He1 0-0 10. Ra3 Be6 11. Bxe6 fxe6 12. Rc2 De8 13. Bd2 Dg6 14. b4 c4 15. Bg5 cxd3 16. Dxd3 Rh5 17. Bxe7 Rxe7 18. He3 Rf4 19 Meira

Þrettán rauð spil S-NS

Norður ♠ ÁK95 ♥ ÁD2 ♦ K10 ♣ 7543 Vestur ♠ D642 ♥ 9 ♦ Á63 ♣ ÁKDG8 Austur ♠ G19873 ♥ 1086 ♦ 4 ♣ 10962 Suður ♠ – ♥ KG7543 ♦ DG98752 ♣ – Suður spilar 6♥ Meira

Peter Weiss

60 ára Peter Weiss er forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða og orðinn mikill Vestfirðingur. Hann fæddist og ólst upp í Bæjaralandi, nálægt tékknesku landamærunum, en var á níunda áratugnum í námi í Kíl í Slésvík-Holtsetalandi, þar sem margir Íslendingar hafa verið í námi Meira

Fjölskyldan Frá vinstri: Inga Sólborg, Ásmundur Einar, Eva Sigríður, Kristmundur, Jurate, Guðgeir Sverrir, Halldóra Guðný og Tomas. Í miðju situr ættmóðirin Inga Kristmundsdóttir. Tekið á 60 ára afmæli Kristmundar.

Fyrrverandi lækningaforstjóri

Kristmundur Benjamín Ásmundsson er fæddur 8. nóvember 1949 í bakherbergi í Hvömmunum í Kópavogi, þar sem hann bjó sín uppvaxtarár hjá móður sinni og ömmu. Faðir hans fórst 1958 er Kristmundur var tæpra níu ára Meira

Af Trump, himni og afvelta kind

Séra Hjálmar Jónsson kastar fram að gefnu tilefni: Donald veit ég vaskan mann með vissa galla og kosti. Sigraði Kamölu Harris hann og heimurinn er í losti. Þá Kristín Jónsdóttir: Kjöri Donald núna nær – naumt verður reyndar bilið Meira

Erfitt að rifja upp sumar minningar

Það er nóg að gera hjá goðsögninni Ladda og leikstjóranum Ólafi Egilssyni sem undirbúa nú leiksýninguna Þetta er Laddi, sem verður frumsýnd 7. mars á næsta ári. Þeir mættu í Skemmtilegri leiðina heim og ræddu um sýninguna á dögunum Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Fimmtudagur, 7. nóvember 2024

Fjölskyldan Hanna og Freyr ásamt þremur börnum, tengdadætrum og tveimur af fimm barnabörnum.

Formaður Ungmennafélagsins Fjölnis

Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir fæddist 7. nóvember 1974 á Landspítalanum og ólst upp í Ási í Laxárdal í Dalasýslu. „Ég ólst því upp í sveit en sauðfjárbúskapur var á heimilinu þar til ég var um 10 ára.“ Hanna flutti til Reykjavíkur… Meira

Miðvikudagur, 6. nóvember 2024

Fjölskyldan Haldið upp á jólin 2023 með óhefðbundnu sniði í Munaðarnesi.

Tvisvar þurft að yfirgefa heimili sitt

Kjartan Friðrik Adólfsson fæddist 6. nóvember 1964 í Vestmannaeyjum. Hann bjó fyrsta árið ásamt foreldrum sínum og bróður á Kirkjubæjarbraut 5 en þá fluttist fjölskyldan í nýbyggt hús í Grænuhlíð 25 Meira

Páll Bjarnason

85 ára Páll fæddist á Akranesi 6. nóvember 1939 og átti þar heima fram á þrítugsaldur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1959 og lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1967 Meira

Af Keflavík, svíni og öfugmælum

Árni Bergmann sendir þættinum góða kveðju: „Eitt kvöldið hugsaði ég mikið um það hve illa var oftast talað um fæðingarplass mitt. Margir töldu vafalaust að Keflavík væri ómerkilegasta byggð á landinu Meira

Þriðjudagur, 5. nóvember 2024

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir

60 ára Ólöf ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar þar til á síðasta ári. Hún gekk í Öldutúnsskóla og stundaði nám í Flensborgarskólanum. Hún útskrifaðist með B.Sc.-gráðu í fjölmiðlafræði frá Ohio University í Bandaríkjunum og las til meistaraprófs í ­opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands Meira

Fjallskilastjórinn Magnús staddur í réttunum í Undirfelli.

Húnvetningar fram í fingurgóma

Vilborg Pétursdóttir og Magnús Pétursson fæddust 5. nóvember 1944 í Miðhúsum í Vatnsdal, Austur-Húnavatnssýslu. Vilborg fæddist hálfri klukkustund á eftir tvíburabróður sínum. Þau ólust upp í Miðhúsum með foreldrum sínum og fjórum systkinum Meira

Af Friðþjófi og Gróu á Leiti

Ingólfur Ómar Ármannson las Pilt og stúlku eftir Jón Thorarensen þar sem Gróa á Leiti kemur við sögu og kom í hug: Afar blendið eðli ber eitruð sendir skeyti. Lygakvendið auðþekkt er enda kennd við Leiti Meira

Mánudagur, 4. nóvember 2024

Af Brekku og Bólu-Hjálmari

„Oft virðist það tilviljun háð hvort eitthvað gári yfirborðið eða sökkvi í djúpið sem engu skilar,“ skrifar Ólafur Stefánsson á Boðnarmiði. „Ég kalla það tilviljun að staka bláfátæks Skagfirðings hafi geymst í hundrað og fimmtíu… Meira

Hjónin Ásta og Júlíus á einu af fjölmörgum ferðalögum um landið.

Hafði yndi af ferðalögum

Ásta Sigurhildur Magnúsdóttir fæddist 3. nóvember 1924 og varð hún því hundrað ára í gær. Ásta fæddist í Móakoti í Staðarhverfi í Grindavík. Þá var Móakot lágreistur torfbær, en síðar byggði faðir Ástu annað hús á jörðinni og þar ólst hún svo upp ásamt systur sinni Ásrúnu Guðmundu Meira

Af Brekku og Bólu-Hjálmari

Oft virðist það tilviljun háð hvort eitthvað gári yfirborðið eða sökkvi í djúpið sem engu skilar,“ skrifar Ólafur Stefánsson á Boðnarmiði. „Ég kalla það tilviljun að staka bláfátæks Skagfirðings hafi geymst í hundrað og fimmtíu ár, og sé … Meira

Laugardagur, 2. nóvember 2024

Kollafjarðarneskirkja

Messur

ÁRBÆJARKIRKJA | Sunnudaginn 3. nóvember er allra heilagra messa í kirkjum landsins. Á þeim degi minnumst við látinna ástvina og heiðrum minningu þeirra sem hafa kvatt okkur síðastliðið ár Meira

Í Vestmannaeyjum Fjölskyldan í Bjarnarey í Vestmannaeyjum; Halldóra, Oddur Ísar, Kristína Katrín og Þór.

Á landslið vina og fjölmörg áhugamál

Þór Sigfússon fæddist í Vestmannaeyjum 2. nóvember 1964. Árið 1969 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. „Það var þröngt um okkar stóru fjölskyldu í byrjun svo við fluttum töluvert á milli hverfa en með elju og dugnaði komu mamma og pabbi upp húsi þar sem nóg pláss var fyrir okkur öll Meira

Heiti yfir latan mann

Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni í Hlíð á Langanesi og var svohljóðandi: Í hjólbarðann ég hana set, hún er efni’ í þorskanet, allir hennar óttast bit, úti’ í garði rauð að lit Meira