Fréttir Föstudagur, 8. nóvember 2024

Umferð Ekki er eining um drög að frumvarpi um kílómetragjald.

Óvíst um lögfestingu kílómetragjaldsins

Málið umdeilt innan þingsins • Þinglok í lok næstu viku Meira

Makríll Landsréttur lækkaði bætur til Vinnslustöðvarinnar.

Bótaskylda ríkisins staðfest

Landsréttur staðfesti í gær niðurstöðu héraðsdóms um að íslenska ríkið þurfi að greiða sjávarútvegsfyrirtækjunum Vinnslustöðinni og Hugin skaðabætur vegna tjóns sem útgerðirnar urðu fyrir við útgáfu makrílkvóta á liðnum áratug Meira

Auga haft með grunuðum mönnum

Grunur um menn á Íslandi tengda hryðjuverkasamtökum • Lögreglan svarar ekki til um hvort fylgst sé með tilteknum einstaklingum • Manni tengdum Íslamska Jíhad hefur verið vísað brott af landinu Meira

Gervigreind Áslaug Arna segir að ef landsmenn verði fljótir að tileinka sér nýja tækni geti Ísland orðið leiðandi afl í ábyrgri notkun gervigreindar.

Mikill ávinningur ef rétt er að málum staðið

„Gervigreind er ekki fjarlæg framtíð heldur nýtist hún okkur nú þegar til að bæta verulega árangurinn af störfum okkar,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, þegar hún kynnti í gær fyrstu… Meira

Fjúkandi lausamunir í hvassviðri

Upplýsingafulltrúi Landsbjargar, Jón Þór Víglundsson, segir umfang verkefna björgunarsveita landsins í minni kantinum miðað við hvassviðri gærdagsins. Þó að landsmenn hafi sloppið ágætlega að sinni sé ekki þar með sagt að svo verði næst þegar hvessir Meira

Bókasafn Niðurskurður á skólabókasöfnum kemur verst við þá efnaminni.

Þurfa að betla fé til bókakaupa

Formaður Rithöfundasambandsins lýsir áhyggjum af stöðu skólabókasafna • Niðurskurður komi verst við þá efnaminni • 25 ára gamlar bækur í kennslu Meira

Sæmundarhlíð Holtsgata 10, Sæmundarhlíð, er forskalað timburhús sem byggt var árið 1904 og síðan stækkað.

Deiliskipulag vegna Holtsgötu fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi umdeilt deiliskipulag fyrir reit við Holtsgötu og Brekkustíg í Vesturbæ Reykjavíkur, sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrr á þessu ári Meira

Stöðugleiki, orka og samkeppnishæfni

Samtök atvinnulífsins, SA, hafa kynnt stjórnmálaflokkunum áherslur sínar fyrir komandi alþingiskosningar undir formerkjunum SOS, þar sem stöðugleiki, orkumál og samkeppnishæfni eru sett í forgang. „Það má ramma niðurstöðuna inn undir merkjum… Meira

Barátta gegn krabbameini Guðmundur Páll Ásgeirsson hjá félaginu Framför lét Björn Skúlason forsetamaka fá fyrsta Bláa trefilinn í gær.

Björn Skúlason fékk Bláa trefilinn

Björn Skúlason, eiginmaður forseta Íslands, fékk í gær afhentan fyrsta Bláa trefilinn sem seldur er til fjáröflunar í baráttunni gegn krabbameini í blöðruhálskirtli hjá körlum. Það er krabbameinsfélagið Framför sem stendur að sölu nælunnar og verður … Meira

Vilberg Valdal Vilbergsson

Vilberg Valdal Vilbergsson, rakari og heiðursborgari Ísafjarðarbæjar, lést 6. nóvember á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, 94 ára að aldri. Vilberg, eða Villi Valli eins og hann var gjarnan nefndur, fæddist á Flateyri 26 Meira

Mosfellsbær Bæjarbúarnir eru um 13.800. Íbúafjölgun er um 2% á ári.

Miklar fjárfestingar í Mosfellsbæ

Gera ráð fyrir afgangi í áætlun • Tekjur bæjarsjóðs verði næsta ári 23 ma. kr. Meira

Ákvörðunina tekur þjóðin

Þorbjörg Sigríður segir breiðu strokurnar í stefnu Viðreisnar algjörlega skýrar. Segir hún að kosningabaráttan nú snúist um að ná niður verðbólgunni og að ríkisfjármálin taki sér raunverulegt hlutverk í að koma á jafnvægi í efnahagsmálum Meira

Einingahús við húsnæðisvanda

Efnahagsmálin eru tvímælalaust helsta viðfangsefni þessara kosninga, segir Björn Leví Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík suður. Þar séu húsnæðismálin brýnasta úrlausnarefnið. „Við þurfum meira húsnæði Meira

Berjumst með kjafti og klóm

Flokkur fólksins hefur nefnt að það ætti að eiga við persónuafsláttinn þannig að hann fari stiglækkandi eftir því sem laun verða hærri. Kolbrún segist átta sig á að eitthvað þurfi að sækja fé. „Það er meira en tilfærsla persónuafsláttar Meira

Það er á brattann að sækja

Orri Páll segir Vinstri-græn vilja verja almannaþjónustuna gagnvart aðhaldi líkt og gert er í þeim fjárlögum sem þingmenn eru þvert á alla flokka að fást við í þinginu, og ná vonandi að ljúka áður en að kosningum kemur Meira

Óréttlátt að hækka tekjuskatt

Að mati Jóhanns Páls snúast kosningarnar um að endurheimta efnahagslegan stöðugleika, styrkja undirstöður heilbrigðiskerfis og velferðarþjónustu og auka verðmætasköpun. Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt til að standa undir þessum verkefnum Meira

Menntamál skipta alla máli

„Ég finn á kjósendum að þeir vilja pólitískari umræðu og að stjórnmálamenn hafi skýrar skoðanir og stefnur í flestum málum,“ segir Áslaug Arna. Þjóðin getur ekki enn á ný skilað auðu í menntamálum í aðdraganda kosninga að hennar mati og… Meira

Ábyrgist að taka það alvarlega

„Við erum mun hrifnari af þjóðlegum skuldbindingum en alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir Snorri sem segist telja Miðflokkinn hugsa framar öðrum um þjóðarhag. „Við viljum lifa í góðu og samheldnu samfélagi, sem ég tel að við þurfum… Meira

Minnka framboð ríkisskulda

„Húsnæðismarkaðurinn er eitt stærsta efnahagsmál hvers þjóðríkis,“ segir Lilja. Framsóknarflokkurinn hafi lagt ofuráherslu á aukið lóðaframboð. Húsnæðisverð fari ekki niður nema með miklu framboði húsnæðis að hennar sögn og minnist hún á … Meira

Lottó Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu var 25-faldur í vikunni.

Stóri potturinn gekk loksins út

Stíflan brast í Víkingalottóinu í fyrrakvöld þegar fyrsti vinningur gekk loksins út. Það var heppinn Norðmaður sem nældi sér í tæplega 3,7 milljarða króna. Annar vinningur féll sömuleiðis í skaut heppnum Norðmanni en hann hljóðaði upp á 1.560 milljónir Meira

Hvíta húsið Joe Biden forseti ávarpaði þjóðina frá Hvíta húsinu í gær og hét friðsamlegum valdaskiptum.

Repúblikanar styrkja enn stöðu sína

Trump með 295 kjörmenn en Harris með 226 • Repúblikanar með meirihluta í öldungadeildinni • Línurnar eiga enn eftir að skýrast í neðri deild Bandaríkjaþings • Vladimír Pútín sendi Trump kveðju Meira

Skoða framlengingu stuðnings út apríl

Tíminn fer að verða knappur á Alþingi til að afgreiða fjölmörg mál fyrir þinglok. Þeirra á meðal eru nokkur stór mál vegna Grindavíkur sem snúa m.a. að framlengingu tímafresta og gildistíma stuðningsúrræða sem renna sitt skeið að óbreyttu um næstu áramót Meira

Nákvæmnisvinna Jóhann Álfþórsson kann listina að stilla píanó rétt.

Í píanónám eftir að hafa spilað í áratugi

Tónlistin er alltumlykjandi og ljúfum tónum fylgir það að hafa hljóðfærin í lagi og rétt stillt. Jóhann Frímann Álfþórsson hefur stillt og gert við píanó frá því hann kom heim 1992 eftir að hafa útskrifast sem píanó- og sembalsmiður í Þýskalandi og segir nóg að gera Meira