Sunnudagsblað Laugardagur, 9. nóvember 2024

Rúðuþurrkur sem ráða

Á ljósum sit ég því og hlusta á hávært píp á meðan rigningin lemur rúðurnar sem ég sé ekkert út um. Meira

Spilað frá hjartanu

Hvenær byrjaðir þú að spila á saxófóninn? Ég byrjaði átta ára gamall. Það er svolítið fyndin saga á bak við það hvers vegna ég valdi þetta hljóðfæri. Ég er alinn upp við Rás 1 og upphafsstefið í morgunútvarpi Rásar 1 var lagið Moanin Meira

Repúblíkaninn Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna í vikunni og tekur á ný við embætti í janúar.

Bandaríkin trumpuðust

Fyrsta messan var sungin í Grindavík eftir þær náttúruhamfarir sem á íbúana hafa verið lagðar. Halla Gunnarsdóttir, starfandi formaður VR, segir launafólk svo sannarlega geta haft áhrif á gang mála í landinu og að verkalýðshreyfingin sé í eðli sínu… Meira

Varist eftirlíkingar

Sjálfstæðisflokkurinn er borgaralega sinnaður flokkur, laus við öfgar. Hann er flokkur yfirvegunar og raunsæis. Meira

Brimir Birgisson ásamt foreldrum sínum, Elinborgu Freysdóttur og Birgi Karli Birgissyni, í höfuðstöðvum Mousesports í Hamborg í gær.

Risastökkpallur inn í rafíþróttaheiminn

Brimir Birgisson, 15 ára gamall Akureyringur, hefur skrifað undir samning við þýska rafíþróttaliðið Mousesports og mun næstu tvö árin eiga sæti í ungmennaliði þess sem alfarið spilar hinn vinsæla tölvuleik Counter-Strike. Meira

Sigurjón Kristensen og stóllinn Máni láta fara vel um sig í náttúrunni.

Fimm kindur í einum stól

Sigurjón Kristensen húsgagnabólstrari hefur hannað stólinn Mána, þar sem íslenska ullin er í burðarhlutverki. Stóllinn verður til sýnis á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina en hver stóll er einstakur í sinni röð. Meira

China Zun-turninn, hæsta bygging Peking, sést vel frá Forboðnu borginni. Stjórnvöld hafa markvisst reynt að draga úr mengun og eru mengunarskýin nær horfin.

Innlit hjá kommúnistum í landi keisaranna

Það er lærdómsríkt að heimsækja Kína, ekki síst þegar fulltrúar kínverska kommúnistaflokksins eru til leiðsagnar um land og þjóð, en með því gafst færi á að kynnast því miðlæga hlutverki sem flokkurinn gegnir í kínversku samfélagi. Það var einstakt tækifæri en vestrænum blaðamönnum fer nú fækkandi í Kína. Flokkurinn er fjölmennasta stjórnmálahreyfing sinnar tegundar í sögunni og birtast áhrif hans og ítök hvarvetna í samfélaginu og í vaxandi mæli um heim allan. Meira

Tekið rétt við Kansas-borg. „Þetta er súpersellan sem jós yfir okkur haglélinu en þarna erum við komnir austur fyrir hana og fengum þetta fallega sólsetur í bónus.“

Ég heyri að haglél er að koma!

Halldór Kr. Jónsson áhugaljósmyndari fór í mikla ævintýraferð til Bandaríkjanna í sumar, þar sem hann eltist við óveður, þrumur, eldingar og ekki síst skýstróka og freistaði þess að festa sjónarspilið á mynd. Það sem beið hans var engu líkt og hann hlakkar til að fara aftur á þessar slóðir. Meira

Anna Margrét Marinósdóttir segir brauðtertur nú vinsælar á ný.

Blómatími brauðtertunnar

Íslenska brauðtertan hefur fundið sér stað í hjarta þjóðarinnar. Stóra brauðtertubókin er komin út, stútfull af majónesi og nýjum hugmyndum. Meira

Brauðterta falska hérans

Fyrir 8-10 6 sneiðar langskorið brauðtertubrauð 400 g soðnar kjúklingabaunir 5 dl (vegan) majónes ¼ rauðlaukur 1 dl súrar gúrkur blaðsalat 1 sítróna karrí salt og pipar Hugmynd að skreytingu baunamauk gulrótastrimlar agúrkustrimlar rifnar… Meira

Brauðterta brjálaða barþjónsins

Fyrir 8-10 5 sneiðar langskorið brauðtertubrauð 400 g birkireyktur silungur / þar af um 100 g fyrir skraut 3 harðsoðin egg 3 dl sýrður rjómi 36% 2 dl majónes 2-3 sítrónur / safi og börkur í fyllingu og sneiðar fyrir skraut 2 msk dill 2 msk vorlaukur … Meira

Brauðterta röggsama ráðherrans

Fyrir 8-10 8 sneiðar súrdeigsrúgbrauð 500 g eldað roast beef, þar af um 150 g fyrir skraut 800 g kartöflusalat (sjá uppskrift hér) 2 skalottlaukar 2 rauðar eða grænar paprikur 2 dl majónes 2 dl sýrður rjómi 3 msk Meira

Óttar við leiði Sigurðar Breiðfjörð í Hólavallakirkjugarði en þangað kom hann oft sem ungur maður.

Lagt á borð fyrir Sigurð Breiðfjörð

Óttar Guðmundsson geðlæknir sendir frá sér bók um Sigurð Breiðfjörð. Sem ungur maður í menntaskóla sat hann oft á leiði skáldsins í Hólavallakirkjugarði. Óttar er orðinn mikill 19. aldar maður eftir skriftirnar. Meira

Gunndís og Þorgerðar en sýningin um Surtsey í Gerðarsafni byggist á samvinnu þeirra.

Upplifun af Surtsey

Surtsey er viðfangsefni sýningarinnar Óstöðugt land í Gerðarsafni. Stærsta verkið er vídeóinnsetning en þar er einnig að finna kortateikningar og prentverk. Meira

Sophie Thatcher (t.v.) og Hugh Grant, ásamt Chloe East sem leikur með þeim í myndinni.

Illur – ef Grant er skoðað

Hugh Grant hefur verið að fá mikið lof fyrir leik sinn í hryllingsmyndinni Heretic sem komin er í bíó. Hann segir illmenni heillandi persónur sem gaman sé að glíma við og kryfja. Meira

Hreif mig með sér inn í alls konar heima

Ég tók upp á því fyrir nokkrum árum að skrifa lista yfir þær bækur sem ég les því mér hættir til að gleyma því jafnóðum hvaða lesefni ég innbyrði. Þetta kemur sér vel í bókaklúbbnum sem ég er í ásamt góðum vinkonum þar sem rætt er um bækur og allt hitt sem máli skiptir í lífinu Meira

Það er vandlifað eins og Sigurður Ingi Jóhannsson mátti reyna þegar hann var skyndilega harðlega gagnrýndur fyrir að tala máli innflytjenda.

Réttar skoðanir en rangur maður

Allir sem vilja fara einhverjar aðrar leiðir eru stimplaðir sem fasistar og rasistar og ekki þess virði að orðum sé eytt á þá. Meira

Andreas Kisser hefur leitt Sepultura undanfarin 28 ár.

Vill bjóða bræðrunum

Munu Cavalera-bræðurnir koma fram á allra síðustu tónleikum Sepultura? Meira

Hjólreiðamenn hjóluðu oft gáleysislega niður Bankastrætið árið 1934.

Hjólreiðar bannaðar í Bankastræti

Á þessum degi árið 1934 var frétt í Morgunblaðinu þess efnis að kvöldið áður hefði verið samþykkt í bæjarráði Reykjavíkur tillaga frá Bjarna Benediktssyni bæjarfulltrúa um að banna hjólreiðar um Bankastræti, skv Meira

Kristinn segir við systur sína: „Mig langar að gera eitthvað í sumarfríinu…

Kristinn segir við systur sína: „Mig langar að gera eitthvað í sumarfríinu sem ég hef aldrei gert áður.“ „Taktu þá til í herberginu þínu!“ Þrjár leðurblökur fara í keppni. Sú leðurblaka vinnur sem snýr aftur mest útötuð í blóði Meira