Íþróttir Föstudagur, 15. nóvember 2024

8 Birgir Már Birgisson reynir skot að marki Akureyringa í Kaplakrika í gær en hornamaðurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk í leiknum.

Tvö lið deila toppsætinu

Birgir Már Birgisson fór á kostum hjá FH þegar liðið vann stórsigur gegn KA, 36:25, í 10. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í gær en Birgir Már gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk í leiknum Meira

Umkringdur Valsarinn Taiwo Badmus sækir að KR-ingum á Hlíðarenda í gær en hann fór á kostum í leiknum og skoraði 37 stig og tók fimm fráköst.

Valur sterkari í Reykjavíkurslag

Taiwo Badmus fór á kostum fyrir Val þegar liðið hafði betur gegn KR í Reykjavíkurslag 7. umferðar úrvalsdeildar karla í körfuknattleik á Hlíðarenda í gær. Leiknum lauk með sjö stiga sigri Vals, 101:94, en Badmus skoraði 37 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar í leiknum Meira

Vörn Selfyssingarnir Hulda Dís Þrastardóttir og Harpa Valey Gylfadóttir taka fast á Seltirningnum Katrínu Helgu Sigurbergtsdóttur í gærkvöldi.

Selfoss vann nýliðaslaginn

Eva Lind Tyrfingsdóttir, Katla María Magnúsdóttir og Harpa Valey Gylfadóttir voru markahæstar hjá Selfossi þegar liðið hafði betur gegn Gróttu í nýliðaslag 9. umferðar úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á Seltjarnarnesi í gær Meira

Spánn Jóhann Berg Guðmundsson kann afar vel við sig á Spáni þar sem hann gifti sig á síðasta ári. Hann er spenntur fyrir komandi landsleikjum.

Allt öðruvísi menning

Jóhann Berg kann vel við sig í Sádi-Arabíu • Vildi prófa eitthvað nýtt eftir langan tíma á Englandi • Á frábærar minningar frá Spáni • Vill úrslitaleik í Cardiff Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Fimmtudagur, 14. nóvember 2024

Evrópumót Arnar Pétursson landsliðsþjálfari tilkynnir lokahópinn á fréttamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair.

Vegferðin rétt að byrja

Arnar tilkynnti 18 manna lokahóp fyrir EM 2024 • Sandra Erlingsdóttir ekki í hópnum • Erfitt að skera hópinn niður • Tveir vináttuleikir gegn Sviss fyrir mót Meira

Bakvörður dagsins fékk bestu fréttir ársins á dögunum þegar honum var tjáð…

Bakvörður dagsins fékk bestu fréttir ársins á dögunum þegar honum var tjáð að hann væri á leiðinni til Spánar að fylgja íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í nóvember. Spánn í nóvember hljómar mun betur en Ísland í nóvember Meira

Knattspyrnudeild ÍA hefur verið sektuð um 75.000 krónur af aga- og…

Knattspyrnudeild ÍA hefur verið sektuð um 75.000 krónur af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ vegna viðtals Jóns Þórs Haukssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, við mbl.is eftir tap ÍA gegn Víkingi úr Reykjavík í 26 Meira

Landsliðið Sverrir Ingi Ingason ræddi við Morgunblaðið á hóteli landsliðsins í Alicante á Spáni í gær.

Var rosalegt sjokk

Sverrir Ingi missti náinn liðsfélaga í George Baldock fyrir mánuði • Náðu vel saman utan vallar • Hjálpaði að mæta í jarðarförina • Vilja úrslitaleik gegn Wales Meira

Miðvikudagur, 13. nóvember 2024

Ashdod Sveinbjörn Pétursson við ströndina í Ashdod í Ísrael þar sem hann er búsettur í dag.

Upplifir sig mjög öruggan í Ísrael

Handboltamarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson gekk óvænt til liðs við ísraelska félagið Hapoel Ashdod í sumar eftir fjögur ár í herbúðum Aue í Þýskalandi. Ashdod er stærsta hafnarborg Ísraels, rúmlega 30 kílómetra sunnan við Tel Aviv og tæpa 50 kílómetra norðan við Gasaströndina Meira

Fjölhæfur Hinn fjölhæfi Dagur Dan Þórhallsson er spenntur fyrir komandi leikjum með landsliðinu eftir óvænt kall inn í hópinn vegna meiðsla.

Ekki hægt að biðja um betri viku

Landsliðsmaðurinn Dagur Dan Þórhallsson kann afar vel við sig í Flórída þar sem hann leikur með Orlando FC í bandarísku atvinnumannadeildinni í fótbolta. Þar hefur hann spilað mjög vel að undanförnu og er liðið komið í undanúrslit Austurdeildarinnar í baráttunni um bandaríska meistaratitilinn Meira

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, verður ekki með norska landsliðinu í…

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, verður ekki með norska landsliðinu í knattspyrnu í leikjunum tveimur gegn Slóveníu og Kasakstan í B-deild Þjóðadeildar Evrópu. Ödegaard var kallaður inn í hópinn eftir að hafa verið utan hans þegar landsliðið var tilkynnt í síðustu viku Meira

Þriðjudagur, 12. nóvember 2024

Dómarinn David Coote hefur verið settur til hliðar á meðan samtök…

Dómarinn David Coote hefur verið settur til hliðar á meðan samtök atvinnudómara á Englandi, PGMOL, rannsaka mál hans. Myndskeið af Coote að hrauna yfir Liverpool og fyrrverandi knattspyrnustjóra liðsins Jürgen Klopp fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í gær Meira

Hugsi Svartfjallaland er án stiga á botni 4. riðils B-deildar Þjóðadeildar Evrópu undir stjórn Roberts Prosineckis, sem er að renna út á samningi.

Vonar að dimmu dagarnir taki enda

Eftir sex töp í röð, tvö í vináttulandsleikjum og fjögur í Þjóðadeild Evrópu, er óumflýjanlegt að sæti Roberts Prosineckis, þjálfara karlalandsliðs Svartfjallalands í knattspyrnu, sé farið að hitna. Það er sannleikanum samkvæmt að framkvæmdastjóri… Meira

Meistaradeildin Sædís Rún byrjaði báða leiki Vålerenga í Meistaradeildinni á tímabilinu, gegn Juventus á heimavelli og Arsenal á útivelli.

Ótrúlegt hversu vel hefur gengið

Sædís Rún Heiðarsdóttir varð Noregsmeistari á sínu fyrsta tímabili Meira

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mun funda um framtíð…

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, mun funda um framtíð sína í vikunni ásamt forráðamönnum félagsins. Það er spænski miðillinn Relovo sem greinir frá þessu en núgildandi samningur Spánverjans við City rennur út eftir tímabilið Meira

Mánudagur, 11. nóvember 2024

Sigurkarfa Danielle Rodriguez, sem var hetja íslenska liðsins, með boltann gegn Rúmeníu í Ólafssal á Ásvöllum í gærkvöldi í sínum öðrum landsleik.

Stórkostleg sigurkarfa

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann afar sætan sigur á því rúmenska, 77:73, í undankeppni Evrópumótsins í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöldi. Fjögurra stiga lokasókn Staðan var 73:73 þegar Ísland lagði af stað í sína lokasókn og í … Meira

Grótta Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir og stöllur í Gróttu unnu.

Óvæntur stórsigur Gróttu í Eyjum

Botnlið Gróttu gerði afar góða ferð til Vestmannaeyja og sigraði ÍBV, 31:19, í úrvalsdeild kvenna í handbolta á laugardaginn. Leikurinn var sá fyrsti hjá Gróttu undir stjórn Júlíusar Þóris Stefánssonar Meira

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði fyrsta mark Noregsmeistara…

Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir skoraði fyrsta mark Noregsmeistara Vålerenga á Arna-Björnar, 3:1, í Bergen á laugardag í næstsíðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hún lék allan leikinn Meira

Sigrar Íslenska liðið byrjar undankeppni EM með sigrum á Bosníu á heimavelli og Gerogíu á útivelli. Næstu keppnisleikir verða á lokamóti HM.

Fagmannlega gert í Tíblisi

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hafði betur gegn því georgíska, 30:25, í annarri umferð í undankeppni Evrópumótsins í Tíblisi í gær. Ísland er með tvo sigra og fjögur stig eftir tvo fyrstu leikina Meira

Skoraði Mo Salah skoraði annað mark Liverpool gegn Aston Villa.

Liverpool með fimm stiga forskot á toppnum

Liverpool náði fimm stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta um helgina. Liverpool vann heimasigur á Aston Villa, 2:0, á Anfield á laugardag. Darwin Núnez og Mo Salah sáu um að gera mörkin Meira

Laugardagur, 9. nóvember 2024

Bandaríkjamenn Nimrod Hilliard úr KR sækir að körfu Njarðvíkinga í leik liðanna í Vesturbænum í gærkvöldi. Isaiah Coddon verst honum.

Álftnesingar á siglingu

Álftanes vann sinn þriðja sigur í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið lagði stigalausa Haukamenn, 91:86, í Ólafssal á Ásvöllum í gærkvöldi. Álftanes er nú með sex stig, eins og fjögur önnur lið um miðja deild Meira

Evrópubikar Jóhanna Margrét Sigurðardóttir mætir Val í dag.

Valur tekur á móti Íslendingaliði í dag

Valskonur, sem hafa verið ósigrandi hér á landi í langan tíma, fá afar krefjandi verkefni í dag þegar þær taka á móti Kristianstad frá Svíþjóð í 32-liða úrslitum Evrópubikarsins í handknattleik á Hlíðarenda Meira

Þjálfarinn Åge Hareide telur reynslu Arons mjög mikilvæga.

Aron er rétti maðurinn fyrir íslenska landsliðið núna

Reynsla Arons mikilvæg • Hefði aldrei gefið hann til baka Meira

Belgía Diljá Ýr Zomers á að baki 18 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað tvö mörk en frammistaða hennar í Belgíu skilaði henni sæti í landsliðinu.

Bjartir tímar fram undan

Knattspyrnukonan Diljá Ýr Zomers er mikilvægur hlekkur í toppliði OH Leuven • Hefur nýtt tækifærin vel með kvennalandsliðinu og hlakkar til lokakeppni EM Meira

Grétar Rafn Steinsson mun á næstunni láta af störfum hjá enska…

Grétar Rafn Steinsson mun á næstunni láta af störfum hjá enska knattspyrnufélaginu Leeds United til þess að taka taka við nýju starfi innan bandaríska fjárfestahópsins 49ers Enterprises, eiganda Leeds Meira