Jólin hafa alltaf verið minn uppáhaldstími. Það að geta föndrað músastiga í skólanum og innbyrt ógrynni af sparinesti kom með ljós inn í tilveruna og kveikti vonir í brjósti. Svo var alltaf mikil jólagjafaorgía í gangi á heimilinu, sem ég elskaði og elska enn Meira
Óhætt er að segja að sköpunarkrafturinn svífi yfir vötnum í Verzlunarskólanum um þessar mundir því hluti starfsfólks og kennara tók sig saman og ákvað að prjóna jólapeysur á haustmánuðum. Útkoman er sérlega skemmtileg og litrík og gaman hversu fjölbreyttar peysurnar eru. Meira
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri og Erna Mist Yamagata myndlistarmaður eru að skapa sér sinn heim á nýju heimili. Þau kynntust fyrir rúmlega ári og eru nú að vinna saman í fyrsta skipti við leikritið Köttur á heitu blikkþaki sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu 28. desember. Hún er jólabarn en hann tengir meira við áramótin. Parið á von á barni sem er væntanlegt í janúar en fyrir á hann 13 ára gamlan son. Meira
Áslaug Magnúsdóttir er lærður lögfræðingur og viðskiptafræðingur. Hún er búsett í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum Sacha Tueni og syninum Ocean Thor. Áslaug hefur verið áberandi allt frá því hún stofnaði tískuvefsíðuna Moda Operandi árið 2010. Fyrir fáeinum árum stofnaði hún svo fatalínuna Kötlu sem leggur áherslu á sjálfbærni í tísku. Í öllu amstrinu sem fylgir viðskiptalífinu metur Áslaug fjölskylduna mest af öllu. Jólin eru henni afar mikilvæg og sá tími sem hún finnur hvað mesta þörf fyrir samveruna með fólkinu sínu. Meira
Sr. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur minnir landsmenn á tilgang jólahátíðarinnar og mikilvægi trúarinnar á tíma sem þessum. Það sé hlutskipti þeirra sem hafi það fínt að leggja eitthvað af mörkum til þeirra sem standi höllum fæti. Allir geti látið gott af sér leiða. Efnishyggjuna megi leggja til hliðar og huga skuli að símalausum samverustundum, en það sé eflaust eitt af því sem börnin kalli eftir. Meira
Hið svokallaða „jólastress“, sem margur kannast við, fyrirfannst einnig hér á árum áður. Þó á annan hátt, því ekki þaut húsmóðirin milli Kringlunnar og Smáralindar til að bæta í búið og kaupa gjafir, heldur þurfti að baka allt frá grunni, fjölskyldur voru gjarnan mun stærri en gengur og gerist í dag og það var að ýmsu að huga. Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir fæddist árið 1936 á Húsavík og rifjar upp jólin og eftirlætisjólagjöfina. Meira
Jólahátíðin er ekkert flókin fyrir Aðalbjörn Tryggvason, söngvara og gítarleikara Sólstafa. Hann á sér engar sérstakar hefðir og vill helst fá að fljóta með hvað þær varðar. Hátíðarnar einkenndust áður fyrr af partýstandi en það hefur heldur betur orðið viðsnúningur þar á. Það sem skiptir máli í dag er að upplifa gleðina með dóttur sinni og kannski fá eins og eitt stykki Gibson Flying V gítar í jólagjöf. Meira
Kristinn Bjarni Waagfjörð er pípulagninga- og hestamaður sem búsettur er á Selfossi. Hann er svokallað jólabarn, en hann á afmæli á aðfangadag. Kristinn segir rjúpuna ómissandi hluta jólanna og reynir hann að komast á veiðar ár hvert. Hann hefur engar sérstakar hugmyndir um jólagjöf aðra en þá að slaka vel á með fólkinu sem honum þykir vænst um, það sé besta gjöfin. Meira
Vala Garðarsdóttir er kona margra hatta. Hún er fornleifafræðingur að mennt, sérfræðingur í forsögulegri fornleifafræði og víkingaaldarfornleifafræði, og rekur sitt eigið fyrirtæki, VG-fornleifarannsóknir. Auk þess er hún fimm barna móðir, þriggja barna amma og í framboði fyrir Framsóknarflokkinn í komandi alþingiskosningum, það er því alla jafna í nægu að snúast hjá henni. Meira
Eirný Sigurðardóttir, ostadrottning okkar Íslendinga, og Áslaug Snorradóttir, stílisti og matarljósmyndari, fara alla leið þegar bjóða á í aðventu- og jólakaffi. Saman eru þær skreytingameistarar af bestu gerð og snillingar þegar kemur að því að bjóða upp á litríka og skemmtilega bragðheima. Meira
Hjónin Íris Ann Sigurðardóttir og Lucas Keller tóku forskot á sæluna og buðu góðum vinum sínum í ekta ítalska jólaveislu sem hitti í mark. Matarborðið svignaði hreinlega undan ítölskum jólakræsingum. Meira
Bjarni Viðar Sigurðsson hefur starfað sem leirlistarmaður um árabil og framleiðir fallega og vinsæla leirlínu þar sem hann leikur sér bæði með liti og form. Hann er með verkstæði á heimili sínu en hann selur muni sína í fleiri verslunum. Bjarni töfrar fram ístertu sem hann hefur gert í 25 ár. Meira
Ísak Aron Jóhannsson býður upp á reyktan lambahrygg á beini með sykurbrúnuðum kartöflum, karamellíseruðum lauk, rauðrófusalati, ofnsteiktu brokkólíní, sveppum og stökkri parmaskinku. Auk þess töfrar hann fram „noisette“-béarnaise-sósu sem fullkomnar jólamáltíðina. Meira
Sólveig Gyða Jónsdóttir lifir og hrærist í bakstri og eldamennsku en hún hefur starfað sem heimilisfræðikennari til fjölda ára og kennir nú í Réttarholtsskóla. Hún elskar að undirbúa jólin og baka og hugsar til bernskuáranna þegar kemur að jólaundirbúningi. Hún gefur uppskrift að spesíum sem koma úr smiðju móður hennar. Meira
Albert Eiríksson er landsþekktur fyrir ástríðu sína fyrir mat og kræsingum. Þegar jólin eru annars vegar bakar hann eins og enginn sé morgundagurinn. Hér deilir hann uppskrift af ítölskum smákökum sem eru í miklu uppáhaldi. Meira
Hver hefur ekki lent í því að baka köku sem er of þurr? Þetta gerist oft, sér í lagi ef kakan hefur verið bökuð of lengi eða ef hitastigið er ekki rétt. Stundum vantar meiri fitu í uppskriftina eða deigið hefur verið þeytt allt of mikið. En ekki örvænta, til eru ýmis ráð til að bæta hana og gera gómsæta og raka. Meira
Neysla valhnetunnar hefur vaxið töluvert undanfarin ár enda er hún talin vera ein hollasta hnetan á markaðnum. Valhnetan, sem stundum er kölluð hin konunglega henta, er upprunnin frá Kaspíahafinu og á að baki 7.000 ára sögu en hún er talin elsti ávöxtur í heimi sem vex á trjám. Marga kann að reka í rogastans þegar talað er um hnetur sem ávöxt en trjáhnetur eru flokkaðar sem ávextir. Meira
Þetta salat er einstaklega bragðgott en það á rætur að rekja til Frakklands þar sem margar útgáfur af því eru til. Oftast er það gert með jólasalati (endives) sem fæst ekki alltaf en hægt er að nota blandað salat eins og gert er hér. Meira
Þessa köku er tilvalið að baka á aðventunni! Brúnaða smjörið og hneturnar gefa henni svolítið kryddað og framandi bragð. Það tekur ekki langan tíma að baka kökuna og hún geymist vel í 3-4 daga. Meira
Bakstur hefur tilheyrt jólunum langt aftur í aldir og náði líklega hámarki um og upp úr miðri 20. öldinni þegar flestar húsmæður bökuðu margar sortir fyrir hver jól. Fyrir vana er bakstur kannski ekki svo flókinn en það er margt sem ber að hafa í huga þar sem smáatriði eins og hitastig og röð hráefna geta ráðið úrslitum um hvort kakan heppnast eða ekki. Hér eru nokkur grundvallaratriði og góð ráð sem gott er að hafa í huga fyrir þá sem ætla að hella sér út í jólabaksturinn með stæl! Meira
Brynja Bjarnadóttir er mikil baksturkona og dúllari að eigin sögn en hún man ekki eftir sér öðruvísi en að búa eitthvað til og dunda sér við að föndra. Menntun hennar á fátt skyld við baksturinn en hún kláraði BS í verkfræði árið 2019 og vann mest við Excel-skjöl á daginn. Meira
Heimagert jólarauðkál með eplum og kanil er ómissandi á jólaborðið. Hvernig væri að útbúa kryddaðar rauðrófur í edikslegi eða hátíðar-chutney með þurrkuðum ávöxtum og valhnetum? Meira
Tinna Sædís Ægisdóttir bakaranemi hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína í bakstri og það leynir sér ekki að hún elskar að baka. Hér bakar hún gómsætt jólabrauð og smákökur sem eiga rætur sínar að rekja til Noregs. Meira
Hugi Rafn Stefánsson er búinn að fullkomna jólaeftirréttinn sinn sem hann ætlar að bjóða fjölskyldunni upp á um hátíðirnar. Það er þristamús með kryddbrauðsís, toffíkaramellu og piparkökumulningi sem á engan sinn líka. Meira
Wiktor Pálsson er mikið jólabarn og er þegar búinn að fullkomna jólakonfektmolann sem hann ætlar að bjóða upp á í ár og innblásturinn var sóttur í vinningskonfektmolann. Meira
Leó Snæfeld er snillingur í kokteilagerð og einn okkar þekktasti barþjónn. Hann ætlar að galdra fram jólalegasta kokteilinn í ár sem á sér svo sannarlega sögu. Þetta er kokteillinn Eggnog og Leó er búinn að gera hann að sínum. Meira
Tískudrottningin Gulla Bjarnadóttir færir okkur innblástur fyrir komandi hátíð. Hún segir verslanir stútfullar af fallegum jólafötum og íhugar sjálf að klæðast gulllitaðri dragt um jólin. Meira
Samvera og ljótujólapeysuhefð fjölskyldunnar stendur upp úr á jólunum að mati Jóns Breka. Tíska á hug hans allan núna og ætlar hann að klæðast litum, pallíettum og glimmeri yfir jólin. Meira
Flestir eiga það til að gera alltaf það sama við hárið. Nú hvetjum við til þess að breyta til og leggja meira í hárgreiðsluna en áður. Meira
„Ég hef haft ágætis tíma undanfarið og verið að skoða gamlar myndir af stofunum og langaði að endurvekja tilfinninguna fyrir því hvernig húsið var í gamla daga þegar mamma og amma voru að alast hér upp,“ segir Lára Björg Björnsdóttir. Síðustu vikur hefur hún málað um eitt herbergi á dag á heimili sínu, Reynistað í Skerjafirði, sem Eggert Claessen, athafnamaður og langafi Láru Bjargar, nefndi eftir Reynistað í Skagafirði, þaðan sem hann var ættaður. Meira
Fagurkerinn og leirlistakonan Guðbjörg Káradóttir hjá KER byrjar snemma að undirbúa jólin. Hún hefur einstaklega gott auga fyrir fallegum hlutum og kann að láta þá tóna saman með lifandi greni og blómum úr náttúrunni. Meira
Jólaborðið ár hvert er í uppáhaldi hjá sumum en hausverkur fyrir aðra. Júlíana Sól Sigurbjörnsdóttir heldur sig við stílhreina og hlýlega hluti sem hún hefur safnað í gegnum árin. Smáatriði eins og velúrslaufur setja hátíðlegan svip á borðið. Meira
Ásta Eir Árnadóttir lagði fótboltaskóna á hilluna á dögunum eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitli sem fyrirliði Breiðabliks. Hingað til hefur líf hennar snúist um fótbolta en í ár ætlar hún að njóta alls þess sem þessi árstími býður upp á. Ásta er fagurkeri fram í fingurgóma og sýnir lesendum Morgunblaðsins hvernig hún leggur á borð þegar mikið liggur við. Meira
Guðfinna Magnúsdóttir er annálaður fagurkeri og þekkt fyrir sinn fallega og stílhreina stíl sem fangar augun. Hún ætlar að dekka hátíðarborðið sitt á aðfangadag á fyrirhafnarlausan hátt þar sem lifandi greni og fínlegar skreytingar verða í forgrunni í hádegisverðarboðinu. Meira
Jólin snúast ekki bara um jólamat, konfekt, jólaöl og deserta. Þau snúast líka um að auka fegurðina og það er gert með því að leggja fallega á borð. Fallega dekkuð borð auka upplifun og stemningu á hátíð ljóss og friðar. Í Dior-versluninni á New Bond Street í Lundúnum var búið að leggja svo fallega á borð inni í versluninni að það væri synd að deila því ekki með lesendum með ríkt fegurðarskyn. Meira
Rannsóknarsetur verslunarinnar hefur í nær 20 ár valið hvað er jólagjöf ársins. Þær hafa verið allt frá samverustundum og jogginggöllum upp í nytjalist og GPS-staðsetningartæki. En hverjar voru jólagjafir ársins áratugina á undan? Margt áhugavert kemur í ljós þegar gamlar blaðagreinar og auglýsingar eru skoðaðar. Meira
Á dimmasta tíma ársins ætlar tilhlökkun barnanna eftir jólunum stundum að bera fjölskylduna ofurliði. Það er að mörgu að huga á meðan þau yngstu telja niður dagana. Endrum og sinnum þarf einfaldlega að ýta verkefnum til hliðar og njóta samverunnar. Í skammdeginu er margt hægt að gera og ýmislegt er í boði fyrir alla fjölskylduna. Það þarf auðvitað ekki alltaf flugeldasýningu til að kæta krílin, stundum er bara nóg að vera heima við og njóta nærveru hvert annars. Meira