Fréttir Þriðjudagur, 3. desember 2024

Bessastaðir Búast má við tilkynningu frá forsetanum í dag.

Þorgerði líst betur á Kristrúnu en Bjarna

Halla Tómasdóttir forseti Íslands hyggst tilkynna í dag hverjum hún mun veita umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn fundaði í gær með formönnum þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi. Fastlega er búist við að Halla veiti Kristrúnu Frostadóttur formanni Samfylkingarinnar umboðið Meira

Hrikalegt Best sést yfir breiðurnar á Ölfusárbrú af berginu vestan við brú. Þangað hafa margir farið síðustu sólarhringa og séð ána fulla af íshroða.

Hætta við Ölfusá fjarar út

Yfirborðshæð árinnar lækkaði ört í gær • Hrannir frá ósum og upp fyrir Selfossbrúna • Sjónarspil náttúru sem margir vilja líta augum • Litlar líkur á stórflóði Meira

Þota Fulltrúar Icelandair og Airbus hittust í Hamborg í Þýskalandi þar sem afhent var glæný Airbus-farþegaþota. Spennandi tímar, segir forstjóri.

Mikil tímamót í sögu Icelandair

„Þetta eru svo sannarlega spennandi og skemmtilegir tímar fyrir Icelandair, en ekki síður mikil tímamót, þetta er fyrsta Airbus-þota félagsins í 87 ára sögu þess,“ sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair, þegar Morgunblaðið náði tali af honum… Meira

Kosningar Mögulega verða atkvæði í Suðvesturkjördæmi endurtalin.

Farið fram á endurtalningu

Óskað hefur verið eftir endurtalningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi, en Gestur Svavarsson, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, staðfestir það í samtali við mbl.is. „Það hefur borist ósk um endurtalningu, en við eigum eftir að fjalla um það hjá kjörstjórninni,“ segir Gestur Meira

Jón Pétur Zimsen

Ætla ekki að þiggja biðlaun

Sex af nýkjörnum alþingismönnum eru embættismenn ríkisins, þau Alma Möller, Grímur Grímsson, Halla Hrund Logadóttir, Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason og Víðir Reynisson. Þau eiga rétt á biðlaunum og flest þeirra rétt á sínu gamla starfi þegar þingferli lýkur Meira

Borgarfulltrúar Þrír borgarfulltrúar voru kosnir á Alþingi í nýafstöðnum kosningum. Þá voru tveir úr nágrannasveitarfélögum kjörnir til þingsetu.

Borgarfulltrúar huga að afsögn

Eiga ekki rétt á biðlaunum eftir afsögn vegna kjörs á þing Meira

Nýliði Nanna Margrét sest brátt á þing við hlið Sigmundar bróður síns.

Sigmundur stóri bróðir er stríðnispúki

Nanna Margrét nýr þingmaður Miðflokksins • Systkinin ólík en náin Meira

Dagmál Fjóla og Jón Þór ræddu við Eggert Skúlason í Dagmálum.

Vilja niðurfellingu opinberra gjalda

Um langt skeið hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg leitast við að fá niðurfellingu opinberra gjalda. Vissulega hafa náðst þar fram áfangar en langt er í land til að uppfylla þessa ósk björgunarsveitanna að fullu Meira

Hannibal Valdimarsson

Fjölmörg systkini saman á þingi

Systir Sigmundar Davíðs tekur nú sæti á Alþingi • Hún er ekki sú fyrsta sem deilir kjörum með systkini sínu í þinghúsinu við Austurvöll • Þrír bræður á þingi í tveimur hollum og pabbinn á undan Meira

Kjaramál Mikil fundarhöld fara fram í húsnæði ríkissáttasemjara.

Tólf mál á borði ríkissáttasemjara

Fimm nýir samningar hafa náðst í vísuðum deilum á umliðnum vikum Meira

Bergur Felixson

Bergur Felixson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur, lést 1. desember sl. á Landspítalanum í Fossvogi, 87 ára að aldri. Foreldrar Bergs voru Sigurþóra Steinunn Þorbjörnsdóttir húsfreyja og Felix Guðmundsson framkvæmdastjóri Kirkjugarðanna Meira

Kl. 13 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, komin á fund með Höllu á Bessastöðum. Flokkur hennar náði inn tíu þingmönnum um helgina.

Mæltu með að Kristrún fengi umboðið

Formenn flokka sem náðu kjöri í kosningunum gengu á fund forseta Íslands í gær • Formenn Viðreisnar og Miðflokksins mæltu með því að formaður Samfylkingarinnar fengi fyrstur umboðið Meira

Finnbjörn A. Hermannsson

Fylgjast vel með framvindu viðræðnanna

Vona að stefnumál SA og ASÍ fái stóran sess við myndun ríkisstjórnar Meira

Kjörstaður Ráðhús Reykjavíkur var einn af kjörstöðunum í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum.

Dagur fellur niður um sæti vegna útstrikana

Fjöldi strikaði yfir nöfn Dags og Þórðar í kosningunum Meira

Spursmál Stefán Einar Stefánsson rekur garnirnar úr þeim Snorra Mássyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Ekkert svo erfitt að mynda stjórn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telur stjórnarmyndun ekki þurfa að taka mjög langan tíma • Spursmál fyrir opnum tjöldum • Fjörlegur þáttur fyrir fullum sal áhorfenda í Hilton Nordica Meira

Dagar Frá vinstri: Harpa Hödd Sigurðardóttir frá Eimskip, Rán Bjargardóttir ljósmyndari og Vilhelm Þorsteinsson forstjóri fyrirtækisins.

Dagatal Eimskips komið út

Fallegar loftmyndir af landslagi eru venju samkvæmt í aðalhlutverki á dagatali Eimskips, en í gær, á fyrsta virka degi desembermánaðar, hófst dreifing á almanaki ársins 2025. Dagatöl Eimskips hafa komið út frá árinu 1928, að frátöldum tveimur árum, 1944 og 1965, og eru víða í hávegum höfð Meira

Rjúpa Margir fuglar voru mældir og var holdafar þeirra með ágætum.

Holdafar rjúpna í haust betra en búist var við

Rjúpur í betri holdum en í fyrra skv. mælingum á 296 fuglum Meira

SKE áfrýjar til Hæstaréttar

Samkeppniseftirlitið vill niðurstöðu í mál kjötafurðastöðva Meira

Heimsókn Scholz og Selenskí heiðruðu minningu fallinna hermanna.

Munu styðja Úkraínu áfram

Olaf Scholz Þýskalandskanslari hét því í gær að Þjóðverjar myndu áfram vera einn af helstu stuðningsmönnum Úkraínu, á sama tíma og hann tilkynnti að Þjóðverjar ætluðu að senda hergögn, sem metin eru á um 650 milljónir evra eða sem nemur um 94,7 milljörðum króna, til landsins Meira

Aleppó Sýrlenskir uppreisnarmenn taka hér sjálfu af sér við eina af þyrlum stjórnarhersins sem þeir handsömuðu í sókn sinni að Aleppó um helgina.

Lýsa yfir stuðningi sínum við Assad

Rússar og Íranar reyna að styðja við bakið á stjórnarher Sýrlands • Pútín og Pezeshkian ræddu stöðuna símleiðis • Rússar gera loftárásir á Aleppó • Vígasveitir á vegum Írana héldu til Sýrlands frá Írak Meira

Norskar NRF-kýr Rauðar kýr af norrænum stofni, bæði NRF frá Noregi og NR frá Svíþjóð og Danmörku, framleiða mun meira en íslenska kúakynið.

Framlegð gæti aukist um 3,3 milljarða á ári

Sviðsljós Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira

Í Kaupmannahöfn Jakob Ernir í hlutverki sínu sem Billy Elliot á aðalsviði Óperuhússins.

Jakob Ernir í aðalhlutverkinu í Köben

Jakob Ernir Jónatansson skaust upp á stjörnuhimininn í Danmörku í hlutverki Billys Elliots í samnefndum söngleik í nýliðnum mánuði. Þrír piltar skiptast á um að fara með hlutverkið hjá Konunglega leikhúsinu og voru þeir valdir úr hópi um 100 umsækjenda, sem fóru í prufur í apríl 2023 Meira