Ýmis aukablöð Fimmtudagur, 5. desember 2024

Hamingjuský á jólum

Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, er með einstakt auga fyrir útliti og fegurð. Hún hefur aðstoðað landsmenn í að búa til fallegar kökur fyrir jólin og lætur ekki sitt eftir liggja þetta árið. Hún mælir með því að við búum til litlar fallegar pavlovur og að við gerum virkilega vel við bragðlaukana okkar núna með súkkulaði, í bland við marens og rjóma. Glæsilegt veisluborð með girnilegum eftirréttum verður í öndvegi þessi jólin! Meira

Rjúpa með bragðmikilli villibráðarsósu

Bjarki Þór Valdimarsson hefur verið heillaður af mat og matargerð frá því hann man eftir sér. Hann heldur úti samfélagsmiðlinum Matarmönnum þar sem ástríða hans skín í gegn í skemmtilegum uppskriftamyndböndum. Hann býr í fallegu húsnæði í Reykjanesbæ og var ekki lengi að reiða fram dýrindis rétti í kringum rjúpur sem landsmenn hafa gjarnan á borðum á jólunum. Meira

Diskur undir hamborgarhrygginn fæst í Hagkaup.

Gljáður hamborgarhryggur

2 kg hamborgarhryggur Hitið ofninn í 160°c. Setið hamborgarhrygginn á fat inn í ofn með vatni í botni. Eldið hamborgarhrygginn í 80 mínútur á 160°c. Gljái 300 g púðursykur 50 g dijonsinnep 100 ml ananassafi Hitið ofninn í 220°c Meira

Borðbúnaður er gerður af Margréti Jónsdóttur. Dúkur er frá Kokku. Skrautið er frá Hagkaup.

Krónhjartarlund

Mælt er með 180-200 g af lund á mann Hitið ofninn í 180°C. Steikið eða grillið allar hliðar. Eldið í ofni upp í 48°C kjarnhita og leyfið að hvíla upp í 56°C kjarnhita. Meira

Diskana gerði Margrét Jónsdóttir leirlistakona.

Hreindýralund

Mælt er með 180-200 g af lund á mann Hitið ofninn á 180°c. Steikið eða grillið allar hliðar, eldað í ofni upp í kjarnhita 48°c og leyft að hvíla upp í kjarnhita 56-57°c. Meira

Jólaskraut á borði er frá Hagkaup.

Smjörsprautað kalkúnaskip

„Við fjölskyldan erum alltaf með kalkún á jólunum og yfirleitt er það smjörsprautaða kalkúnaskipið frá Hagkaup sem verður fyrir valinu. Það er fljótlegt og einfalt enda er oft mikið að gera á heimilinu með þrjú börn Meira

Hátíðlegur kalkúnn á jólunum

Einn ástsælasti rithöfundur þjóðarinnar, Ragnar Jónasson, er þekktur fyrir að gera hátíðlega kalkúnaveislu um jólin. Ilmurinn þegar hann eldar berst um borgina enda mælir hann með að hafa kalkúninn stóran og veglegan. Hér deilir hann gómsætum uppskriftum að mat sem gott er að gæða sér á meðan bókin hans, Hulda, er lesin en hún gerist meðal annars á aðfangadagskvöld. Meira

Hördúkurinn og antíkhnífapörin á jólaborðinu eru úr Kokku. Margrét Jónsdóttir leirlistakona á heiðurinn af borðbúnaðinum. Jólakertið er úr Magnoliu.

Kúrbíts- og heslihnetusteik

Margir heimsækja veitingastaðinn Garðinn yfir hátíðirnar þar sem lífrænn matur er borinn fram í fallegu umhverfi. Allt starfsfólk Garðsins hefur lært að hugleiða hjá hugleiðslukennaranum Sri Chinmoy og leitast það við að skapa friðsælt andrúmsloft til að borða í. Að rækta garðinn heima og að njóta á jólunum er í anda Guðnýjar sem kann að búa til veislu úr fallegum og góðum vegan mat. Hér deilir Guðný Jónsdóttir, einn af eigendum staðarins, með lesendum ljúffengum uppskriftum fyrir grænkera á jólunum. Meira

Sigurlín fékk Margréti Jónsdóttur leirlistakonu til að gera þennan fallega kökudisk fyrir sig og blómavasa. Margrét heimsótti hana og ákvað að græni liturinn færi best við heimilið. Blómin og hráefnið í kökuna og ísinn eru úr Hagkaup.

Pekanbaka með viskí-vanilluís

Sr. Sigurlín Ívarsdóttir starfaði sem prestur í ensku biskupakirkjunni um árabil. Hún starfar sjálfstætt við sálgæslu og leiðir meðal annars hin vinsælu námskeið A Woman’s Way through The Twelve Steps eftir Dr. Stephanie Covington. Hún hvetur alla sem geta til að njóta samverunnar með fjölskyldu og vinum á jólunum. Allt sem Sigurlín snertir verður að töfrum og ákvað hún að deila með lesendum hvaða köku hún mælir með á jólaborðið. Fyrir valinu varð pekanbaka með ljúffengum viskí-vanilluís sem hún ber vanalega á borð fyrir fjölskylduna sína á aðfangadag. Meira

Jólakaffiboð Mörtu Maríu

Fyrir jólin er ómissandi að líta inn hjá Mörtu Maríu Arnarsdóttur skólameistara Hússtjórnaskólans. Hún var ung að árum þegar amma hennar og nafna kenndi henni að baka randalínu, dekka borð og bjóða ástvinum í fallegt kaffiboð. Marta María gerir allt sem hún kemur nálægt fallegra og deilir hér með lesendum blaðsins nokkrum góðum Húsó-uppskriftum, en einnig uppskriftum frá sér sjálfri. Meira

Jólaleg sætindi

Eftirréttameistarinn Ólöf Ólafsdóttir mælir með því að við prófum okkur áfram með liti og form þessi jólin. Þó að Ólöf sé þekkt fyrir að gera flottustu eftirrétti landsins þá hefur hún þá hæfileika að einfalda uppskriftir og gera þær þannig að allir geti á einfaldan hátt búið þá til heima. Meira

Jólakokteilar

Einn skemmtilegasti skóli landsins er án efa Kokteilaskólinn. Við fengum Ivan Svan Corvasce eiganda skólans til að töfra fram fjóra girnilega kokteila sem gaman er að gera á jólunum. Það þarf ekki að vera flókið að hoppa inn í heillandi heim kokteilgerðar eins og uppskriftirnar sýna. Ivan er einstaklega góður í því að útfæra flóknar uppskriftir á einfaldan hátt og svo má ekki gleyma öllu fallega skrautinu sem hann gerir og setur ofan á drykkina sem setja má ofan á alla drykki á jólunum. Meira

Diskurinn fæst í Hagkaup.

Tomahawk-nautasteik

Mælum með 180-200 g af steik á mann og reikna með að beinið sé allavega 800-1000 g miðað við stærð á beini. Hitið ofninn í 180°c. Steikið eða grillið allar hliðar, eldað í ofni upp í kjarnhita 57°c og leyft að hvíla upp í kjarnhita 60-62°c. Meira

Snjókrabbaklær

1 poki snjókrabbaklær Olía Salt 300 g brauðraspur ½ búnt graslaukur Hitið pönnu og hellið smá olíu á pönnuna. Setið olíu og salt á krabbakjötið. Steikið vel á rauðari hliðinni og setjið piparrótarmæjónes yfir Meira

Andabringur

1 stk. andabringa á mann smjör timían hvítlauksgeiri Verkið andabringuna og skerið raufar í skinnið. Passið að fara ekki í gegnum skinnið, aðeins rétt yfir. Setjið pönnu á helluna og setjið á milliháan hita Meira

Humar með soja- og hvítlauksgljáa

10 humarhalar Soja- og hvítlauksgljái 50 g soja 100 g sykur 200 g vatn 1 msk. hvítlaukusduft ½ tsk. chili-duft Allt sett í pott (utan humarinn) og soðið niður um 50%. Humarinn grillaður/steiktur Meira

Andalæri

4 stk. andalæri ½ (200 g) hoisin-krukka 1 dl kjúklingasoð sítrónusafi graslaukur steinselja Mikilvægt er að geyma dósina úti í stofuhita í u.þ.b. tvær klukkustundir. Hitið ofninn í 180°c og veiðið andalærið úr fitunni Meira