Fréttir Laugardagur, 7. desember 2024

Starfsstjórn hefur heimild

Hvalveiðileyfi áður gefin út af ráðherra í starfsstjórn • Kvartað var við umboðsmann Alþingis sem taldi ekki tilefni til athugasemda • Leyfin voru ekki afturkölluð Meira

Örvfættir Gabriel og Bukayo Saka.

Gætu stillt upp örvfættu liði

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal gæti stillt upp mjög óvenjulegu liði sem mjög líklega er án fordæmis í sparksögunni, alla vega á svo háu getustigi, þótt ekkert skuli um það fullyrt. Og hvernig lið er það? Jú, eingöngu skipað örvfættum útileikmönnum Meira

Sólheimajökulsmálið Starfsemin er talin umfangsmikil og skipulögð.

Umfangsmikil fíkniefnastarfsemi

Öll hin ákærðu í Sólheimajökulsmálinu svokallaða ráku umfangsmikla starfsemi í sölu og dreifingu fíkniefna sem Jón Ingi Sveinsson stýrði ásamt Árna Stefáni Ásgeirssyni og Pétri Þór Elíassyni. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í dómi Héraðsdóms… Meira

Neyðarstig Skæð fuglainflúensa hefur greinst í fyrsta sinn hérlendis á alifuglabúi og þarf að vakta smit.

Hættan á meira smiti enn fyrir hendi

Ekki greinst smit í fleiri alifuglabúum • Mestar líkur á að villtur fugl hafi borið smitið • Neyðarstig í gildi • Meðgöngutíminn allt að tvær vikur • Þeir fuglar sem voru krufnir reyndust allir smitaðir Meira

Endur og álftir uppskera brauð

Hinn forni siður Reykvíkinga að gefa öndunum og álftunum við Reykjavíkurtjörn brauð er enn haldinn í heiðri, jafnvel þótt mælst hafi verið til þess í seinni tíð að fólk láti af honum, í það minnsta að vori til Meira

Stjórnarmyndun Kristrún Frostadóttir á Alþingi síðdegis í gær..

Hafa rætt flest ágreiningsmál

Stjórnarmyndunarviðræður Flokks fólksins, Viðreisnar og Samfylkingarinnar halda áfram í dag. Síðustu dagar hafa farið í að ræða sameiginlega málefnafleti flokkanna en formennirnir hafa nú hafið viðræður um ágreiningsmál Meira

Skeggrætt Meðal gesta Spursmála að þessu sinni eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Karl Gauti Hjaltason.

Stólaleikurinn nú þegar hafinn

Margir eru kallaðir en fáir útvaldir • Ekki ljóst hvort Kristrún og Þorgerður geri kröfu um forsætisráðuneytið • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir það val Viðreisnar að halla sér til vinstri Meira

Engin regla um valdheimild

Ekki í fyrsta sinn sem ráðherra í starfsstjórn heimilar hvalveiðar • Árið 2009 voru veiðar einnig leyfðar • Umboðsmaður Alþingis gerði ekki athugasemd Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Gerir ekki athugasemd við leyfið

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði í gær í samtali við mbl.is að hann gerði ekki athugasemd við veitingu hvalveiðileyfis. Hann sagði þó að hugsanlega hefði mátt veita það fyrr Meira

Gjöf Blóðgjöf fyrir jólin er gjöf sem gefur. Blóðbankinn safnar blóði.

Bankinn safnar blóði fyrir jólin

Færri söfnunardagar yfir hátíðirnar • 70 blóðgjafar á dag • O+, A+ og O- Meira

Veirusýking Guðrún útilokar ekki að fleiri greinist í þessari viku.

Faraldur en venjulegt ástand

Þótt faraldur RS-veirusýkinga sé hafinn hér á landi segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir ástandið venjulegt fyrir þennan árstíma. Alls greindust 45 einstaklingar í síðustu viku, meiri hluti á aldrinum tveggja ára eða yngri Meira

Mikil uppbygging í undirbúningi

Komið er að þolmörkum í rekstri og skipulagi endurvinnslustöðva • Stöðvarnar eru úreltar og þörf er á stækkun og endurbótum • Endurvinnslustöðvum gæti verið fjölgað • Stjórn Sorpu liggur undir feldi Meira

Inflúensa Um 15% barna á aldrinum sex mánaða til fjögurra ára hafa verið bólusett fyrir inflúensu á höfuðborgarsvæðinu. Betur má ef duga skal.

Börnum boðin bólusetning

Sex sinnum líklegri til að lenda á spítala vegna inflúensu Meira

Segulörvunartæki Meðferðin fer fram á stofu alla virka daga í 4-6 vikur.

Meðferð í gegnum rafkerfi heilans

Ný meðferð við meðferðarþráu þunglyndi lofar góðu • Þrjú TMS-segulörvunartæki eru til á landinu og eitt væntanlegt • Ekkert í líkingu við raflost • Miklar rannsóknir á tækninni erlendis Meira

Mjólk er góð Guðni Ágústsson varar við innflutningi á mjólkurkúm. Meðfylgjandi er gömul fréttamynd frá því þegar ráðherrann kyssti kúna.

Íslenska kýrin er byltingarkennd

Guðni Ágústsson tekur skýrslu um innflutning á kúm með varúð • Segir íslenskan landbúnað dýrmætari en nokkru sinni • Kostnaður við breytingu á fjósum yrði óbærilegur • Minnir á kúariðu í Evrópu Meira

Dýrgripur Þorvaldur Þór Björnsson með geirfuglinn sem keyptur var til Íslands fyrir samskotafé árið 1971.

Íslenski geirfuglinn og eggið í góðu standi

Gripirnir geymdir í sérútbúnum geymslum vísindasafns NÍ Meira

Torfi Einarsson

Tvennir bræður á Þjóðfundinum árið 1851

Jón forseti og Jens bróðir hans • Margir bræður saman á Alþingi Meira

Laugasól Verulegir gallar komu í ljós þegar endurbætur hófust við húsið.

Samningi sagt upp og skóli rifinn

Þegar endurbætur hófust á leikskólanum Laugasól kom í ljós að húsið var ónýtt • Nýr skóli reistur Meira

Takk Steingrímur Arnar Finnsson forstjóri Fossa afhendir Hafdísi Ragnarsdóttur og Guðrúnu Helgu Harðardóttur afrakstur söfnunarinnar.

Einstök börn fengu styrk frá Fossum

Alls söfnuðust 26,5 milljónir króna á dögunum þegar Fossar fjárfestingabanki stóðu fyrir svonefndum Takk-degi. Þóknunartekjur af verðbréfaviðskiptum Fossa í kauphöll auk beinna framlaga viðskiptavina runnu óskiptar til Einstakra barna – stuðningsfélags barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma Meira

Hringbraut 121 JL-húsið var reist fyrir Jón Loftsson hf. 1945-1957. Það setur mikinn svip á Vesturbæinn. Ýmis starfsemi hefur verið þar í áranna rás.

Breyting JL-húss metin óveruleg

Verður tímabundið aðsetur fyrir hælisleitendur • Nýja deiliskipulagið ekki kynnt fyrir nágrönnum Meira

Starfshópur leggur áherslu á viðhaldið

Mygla finnst í sífellt fleiri húsum • Skýringin getur verið margir samverkandi þættir • Færri húsverðir starfandi en voru áður • Unnið er að leiðbeiningum fyrir byggingamarkaðinn Meira

Jólamerki Frímerkið sem Hekla Björk hannaði fyrir sjóðinn.

Jólamerki Barnauppeldissjóðs í ár

Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins eru gefin út ár hvert. Í ár er merkið eftir Heklu Björk Guðmundsdóttur. Merkin eiga sér langa sögu eða allt til ársins 1913 þegar fyrsta merkið var gefið út Meira

Kvennadeildin Starfsfólk kvennadeildar Landspítalans og hluti af stjórn Lífs styrktarfélags, sem var stofnað fyrir 15 árum. Líf hefur verið ómetanlegur bakhjarl deildarinnar.

Reiða sig á stuðning almennings

Líf, styrktarfélag kvennadeildar Landspítala, fagnar 15 ára afmæli í dag • Líf hefur skipt sköpum fyrir tækjakaup • Söfnun fyrir ómhermum til að þjálfa starfsfólk deildarinnar og auka öryggi skjólstæðinga Meira

Skagaströnd Gamla löndunarbryggjan Ásgarður í Skagastrandarhöfn gengur núna í endurnýjun lífdaga. Framkvæmdir ganga vel.

Hjúkrunarheimilið á krossgötum

Skagstrendingar eru ákaflega stoltir af U17-landsliðsstelpunum sínum í fótbolta, þeim Birgittu Rán Finnbogadóttur og Elísu Bríeti Björnsdóttur. Þær leika við góðan orðstír með Tindastóli í bestu deild kvenna, svo góðan reyndar að Elísa Bríet var… Meira

Ólafsvík Horft er yfir miðbæinn.

Skulda lítið og mikið er fjárfest

Áætlað er að framkvæmdir og fjárfestingar Snæfellsbæjar á næsta ári verði liðlega 690 milljónir króna samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem samþykkt var í vikunni, þar af um 372 milljónir hjá bæjarsjóði og hitt hjá hafnarsjóði Meira

Skrásetjari Ég datt inn í veröld sem mér var framandi. Sjálfur kann ég varla að beita vasahníf, segir Atli Rúnar.

Tréskurðarlistin flæðir um síður

Íslenskur útskurður í hnotskurn í nýrri bók eftir Atla Rúnar Halldórsson • List sem áður var talin vera handverk • Skyggnst um bekki Beckmanns • Við eigum valkyrjur í tréskurðinum Meira

Flugumferð Starfsfólk Tern Systems og HungaroControl sem tók þátt í prófunum á Polaris. Kerfið verður tekið í notkun á fyrri hluta árs 2026.

Tern Systems lýkur við stóran áfanga

Flaggskip fyrirtækisins • Álag vegna stríðs í Úkraínu Meira

Rúmenía Fyrri umferð forsetakosninganna var gerð ógild í gær.

Forsetakosningarnar dæmdar ógildar

Fyrri umferð forsetakosninganna í Rúmeníu verður endurtekin • Leyniskjöl sýndu gróf brot á kosningalögum • Georgescu segir ákvörðunina „árás á lýðræðið“ • Meint brot kunna að varða við landráð Meira

Seúl Mikill mannfjöldi krafðist afsagnar forseta við þinghúsið í gær.

Líkur aukast á ákæru gegn Yoon

Suðurkóreska þingið ræðir í dag tillögu um að ákæra forsetann Yoon Suk-yeol til embættismissis fyrir tilraun til að knésetja þingið, þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta, með því að setja á herlög Meira

Hólavallagarður Talið er að yfir 30 þúsund manns hafi verið jarðsettir í Hólavallagarði við Suðurgötu en hann var tekinn í notkun árið 1838.

Endurspeglar skipu­lagssögu kirkjugarða

Hólavallagarður, gamli kirkjugarðurinn við Suðurgötu í Reykjavík, er merkilegur um margt. Þannig segir Minjastofnun að garðurinn endurspegli á einstakan hátt skipulagssögu og uppbyggingu kirkjugarða á 19 Meira

Diddú og drengirnir Sigrún Hjálmtýsdóttir stendur fyrir framan drengina. Þeir eru frá vinstri: Snorri Heimisson, Emil Friðfinnsson, Sigurður I. Snorrason, Kjartan Óskarsson, Brjánn Ingason og Þorkell Jóelsson.

Sama aukalagið hjá Diddú og drengjunum

Söng- og blásarahópurinn Diddú og drengirnir hefur haldið aðventutónleika árlega síðan 1997. Í fyrra voru þeir í Lágafellskirkju en höfðu áður verið í Mosfellskirkju í Mosfellsdal. Hún er enn lokuð vegna skemmda og því verða tónleikarnir aftur í Lágafellskirkju klukkan 20.00 fimmtudaginn 19 Meira