Fréttir Mánudagur, 9. desember 2024

Fögnuður Sýrlendingar í Kaupmannahöfn voru á meðal þeirra sem fögnuðu falli Assad-stjórnarinnar, en viðlíka fagnaðarlæti brutust út víða um heim.

Einræðisstjórnin fallin í Sýrlandi

Assad flúinn til Moskvu • Fagnaðarlæti víða um veröld Meira

Hrefna Með stækkun friðunarsvæðis á Faxaflóa lokaðist fyrir gjöful mið.

Fleiri reglugerðir starfsstjórna

Bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon settu reglugerðir á síðustu dögum starfsstjórna • Stækkuðu friðunarsvæði hvala á Faxaflóa • 80% hrefnu höfðu veiðst innan svæðisins Meira

Flokksformenn Viðræður formannanna halda áfram í dag.

Nýrri ríkisstjórn er spáð fyrir jól

Stjórnarmyndunarviðræður Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins ganga prýðilega og spáir heimildarmaður Morgunblaðsins, sem ekki vill koma fram undir nafni, því að viðræðurnar klárist að öllum líkindum fyrir jól Meira

Bárðarbunga Öflugur jarðskjálfti, 5,1 að stærð, varð í Bárðarbungu um helgina.

Skjálftavirknin sú mesta frá 2015

Öflugur jarðskjálfti varð í Bárðarbungu í Vatnajökli um tvöleytið aðfaranótt sunnudags og mældist 5,1 að stærð. Þetta er fjórði skjálftinn í Bárðarbungu á þessu ári sem nær stærðinni 5, en Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðfræði, sagði við… Meira

Sundhnúkagígaröð Hægt og rólega hefur dregið úr virkni eldgossins í Sundhnúkagígaröðinni eins og sjá má á ljósmyndum. Ármann Höskuldsson segir að líða fari að lokum yfirstandandi goss.

Kvika kraumar og storknar undir niðri

Ljósmyndari Morgunblaðsins fangaði myndir af gosstöðvum úr lofti sem sýna greinilega minnkandi virkni í eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni, en þrátt fyrir að virknin fari minnkandi er landris hafið að nýju í Svartsengi Meira

Gögn Jón Ármann með gögnin og bókina sem kom út í síðasta mánuði.

Bíður eftir næsta ráðherra

Útgefandi bókarinnar Leitin að Geirfinni hvetur fólk til að setja sig í samband við sig ef það telur sig búa yfir einhverjum upplýsingum varðandi hvarf Geirfinns Einarssonar sem gætu komið að gagni Meira

Ófærð Fyrst um sinn eru ökumenn varir um sig þegar færðin er slæm.

Óvenjulítið um umferðarslys

Götur og gangstéttir víða um land hafa verið undirlagðar hálku eftir frosthörkur síðustu vikna og leituðu sextíu manns aðhlynningar hjá bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi á fimmtudaginn vegna hálkuslysa Meira

Þórdís Helgadóttir Thors

Bjóða upp á bætt aðgengi að Jólaskógi

Boðið verður upp á aukasýningar af Ævintýri í Jólaskógi með bættu aðgengi ellefta desember. Sýningin hefur verið á vegum Jólasveina.is síðastliðin fimm ár en í fyrra höfðu Umhyggja, félag langveikra barna, og CP-félagið, félag einstaklinga með CP og … Meira

Þorskur Er sem fyrr afar mikilvægur íslenska þjóðarbúinu.

Milljarðar greiddir í veiðigjald

Mun hærri upphæð vegna þorskveiða • Verulega munar um loðnuveiðarnar Meira

Flúðir Byggðin blómstrar og íbúum á svæðinu fjölgar jafnt og þétt.

Mikið verður fjárfest á Flúðum

Lagning nýrrar vatnsveitu á Flúðum og framkvæmdir við byggingu nýrrar sundlaugar þar í þorpi. Þetta eru stóru fjárfestingarnar sem fram undan eru í Hrunamannahreppi á allra næstu árum, samkvæmt þeirri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins sem nú hefur verið samþykkt Meira

Stjórnmál Margt um að hugsa í bílnum þegar ég ek á morgnana hingað til Reykjavíkur austan úr Þorlákshöfn, segir Ásta Berglind í viðtalinu.

Ég finn að sjónarmið mín skipta máli

„Rauði þráðurinn í störfum mínum hefur alltaf verið sá að hafa jákvæð áhrif á samfélagið,“ segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, nýr þingmaður Samfylkingar. „Tónlist og margs konar viðburðahald hafa verið mitt helsta framlag og verkefni hingað til Meira

Urriðaholt Alls var 19 skóflum stungið í jörð þar sem nýtt Oddfellowheimili mun rísa. Fyrir miðju er Guðmundur stórsír með skófluna hátt á lofti. Myndin til hægri sýnir vinningstillöguna.

Oddfellowar með skóflur á lofti

Fyrsta skóflustunga var tekin um helgina að nýju heimili Oddfellowreglunnar efst í Urriðaholti í Garðabæ. Stungur voru það öllu heldur enda alls 19 skóflur sem stungið var í svörð að viðstöddu fjölmenni Meira

Afsökun Yoon hneigir sig að loknu ávarpi sínu á laugardaginn.

Munu ákæra Yoon á nýjan leik

Forysta Lýðræðisflokksins í Suður-Kóreu lýsti því yfir í gær að flokkurinn myndi leggja fram nýja ákæru til embættismissis á hendur forseta landsins, Yoon Suk-yeol, vegna tilraunar hans til þess að koma á herlögum, en fyrri ákæru dagaði uppi í… Meira

Falli einræðisherrans fagnað

Assad flúinn til Rússlands og sýrlenska ríkisstjórnin fallin • Fimmtíu ára valdatíð Baath-flokksins lokið • Biden segir fall Assads sögulegt tækifæri • Nýju valdhafarnir verða dæmdir af gjörðum sínum Meira

Hvað leiddi til þess að Assad féll af stalli?

Hin hraða sókn uppreisnarmanna í Sýrlandi, sem náðu á tveimur vikum að sækja frá Idlib-héraði í norðri alla leið suður til höfuðborgarinnar Damaskus, hefur vakið mikla athygli, ekki síst þar sem nokkurs konar ógnarjafnvægi hafði ríkt í… Meira

Gestrisni Gluggagægir ræðir við smáfólkið í Þvörusleikishellinum svokallaða í Dimmuborgum í gær.

Íslensku sveinarnir sýna sparihliðarnar

Íslensku jólasveinarnir eru greinilega eftirsóknarverður félagsskapur en mörg hundruð manns komu til að umgangast þá í Mývatnssveitinni um helgina. Jólasveinarnir fara í sitt árlega jólabað í Jarðböðunum við Mývatn og létu verða af því á laugardaginn Meira