Þá er enn ein jólahátíðin að ganga í garð og árinu 2024 brátt að ljúka. Sama hvað tímanum líður og sama hvaða byltingarkenndar tækniframfarir eiga sér stað hefur sjávarútvegurinn ávallt búið við óvissu Meira
Jón Svansson hefur á bát sínum Norðurljósum NS-40 landað meiri hákarli á undanförnum fimm árum en nokkur annar. Hann hefur reynt ýmsar aðferðir við verkun hákarls og stundar nú nýsköpun á þessu annars formfasta sviði íslenskrar matargerðar. Þykir afurðin með eindæmum góð og ekur Jón langar leiðir um vegi landsins til að koma góðgætinu til kaupenda. Meira
Mjög dreift eignarhald er á aflaheimildum í flestum tegundum samkvæmt viðmiðum Evrópureglugerða fyrir samþjöppun á mörkuðum og er í raun enn töluvert rými fyrir sameiningu útgerða samkvæmt þeim. Samkeppniseftirlitið styðst við umrædd viðmið og segir þau áreiðanlegustu leiðina til að mæla samþjöppun. Meira
Síldin er valin af kostgæfni og mikill metnaður lagður í framleiðsluna, sem byggist á eldgamalli uppskrift frá Síldarútvegsnefnd. Meira
Það var tilviljun sem réð því að Pétur Axel Birgisson frá Grindavík fór á sjó og hefur hann verið sjómaður í um tvo áratugi. Þar kviknaði áhuginn á ljósmyndun og gefa myndir hans okkur hinum á landi skemmtilega innsýn í líf sjómanna. Meira
Að hafa aðgang að Oceans of Data jafnast á við að hafa teymi sérfræðinga að störfum við að greina markaðinn. Meira
Til skoðunar er hjá Fjarskiptastofnun að innleiða ákvörðun um að banna AIS-merkingar á veiðarfærum. Alþjóðastofnanir hafa samþykkt slíkt bann og hafa fleiri ríki í Evrópu þegar innleitt bann við slíkri notkun AIS-merkinga. Meira
Átaksverkefni Matís leiddi í ljós að það skiptir miklu máli að neytendur geti keypt saltfiskinn útvatnaðan. Meira
Öll helstu kerfin virkuðu í fyrstu veiðiferð Huldu Björnsdóttur GK-11, en á nýjum skipum tekur tíma að slípa allt til. Meira
Tækniskólinn býður nýjungar í fræðslu og hefur hafið samstarf við danska skólann SIMAC. Nám fært upp á háskólastigið. Meira
Sjómenn geta verið miklir lífskúnstnerar og oft kunna þeir vel að meta lífsins lystisemdir. Fyrir vikið getur það stundum verið snúið að finna gjöf sem hakar við öll réttu boxin hjá þeim. Meira
Ofmat á áhrifum laxalúsar á villtan atlantshafslax getur beinlínis skaðað villta laxastofna. Dregur það úr hvata til að skoða aðrar breytur í vistkerfinu og kemur þannig í veg fyrir að gripið sé til nauðsynlegra ráðstafana í þágu villta laxins. Meira
Til að komast af í heimshöfunum hafa tegundir eins og loðna þróað varnarviðbrögð og safnast þær saman í stórar torfur þegar þeim er ógnað. Vísindamenn hafa hins vegar í fyrsta sinn getað greint hvernig þessi hegðun loðnu gerir hana berskjaldaðri gagnvart svöngum þorski. Meira
Norðmönnum sem stunda sjósókn sem aðalstarf og eru yngri en 30 ára hefur fjölgað þó nokkuð undanfarin ár. Sérstaka athygli vekur að þeim sem eru yngri en 20 ára fjölgar mikið og er talið að eins konar kynningarveiðar fyrir ungmenni hafi haft veruleg áhrif á þessa þróun. Ekkert sambærilegt er í boði hér á landi. Meira
Verkefnastaða Stálorku í Hafnarfirði í sjávarútvegi hefur aldrei verið betri en á þessu ári. Meira