Ritstjórnargreinar Miðvikudagur, 18. desember 2024

Helga Vala Helgadóttir

Skýr skilaboð í útlendingamálum

Útlendingamál lágu nánast í þagnargildi í kosningabaráttunni og ekkert af þeim heyrst við stjórnarmyndun. En gæti hugsast að kjósendur hafi tekið ómakið af stjórnmálamönnum og sent sín skilaboð í kjörklefanum? Þrjú framboð í liðnum kosningum töluðu leynt og ljóst fyrir „opnum landamærum“ Meira

Spellvirki og varnir

Spellvirki og varnir

Eyðilegging sæstrengja í Eystrasalti er hluti af vaxandi, fjölþættum hernaði Rússa Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Þriðjudagur, 17. desember 2024

Inga Sæland

Liðsskipan Ingu í vinstri stjórn

Sáralítið hefur spurst út af stjórnarmyndunarviðræðum, en þó hefur kvisast út að rætt sé um að ráðherraskiptingin verði 4-4-2, sem hljómar óþægilega mikið eins og leikskipulag án markvarðar, sterk á köntunum en miðjan brothætt. Meira

Biðin langa í Bandaríkjunum

Biðin langa í Bandaríkjunum

Sumt er sérkennilegt við kosningar og ríkisstjórnarmyndun vestra Meira

Mánudagur, 16. desember 2024

Svikin skjalfest?

Inga Sæland, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristrún Frostadóttir sitja nú við það að festa stjórnarsáttmála á blað. Hverjar lyktir þeirrar vinnu verða fer fyrst og fremst eftir því hversu stóran hluta loforða sinna þær eru tilbúnar að standa ekki við því að ljóst er að sjónarmiðin eru afar ólík, ef marka má það sem sagt var fyrir kosningar. Meira

Þáttaskil í Mið-Austurlöndum

Þáttaskil í Mið-Austurlöndum

Fall Assads mun leiða til stórfelldra breytinga Meira

Laugardagur, 14. desember 2024

Guðlaugur Þór Þórðarson

Kreddurnar verða að víkja

Lífið heldur áfram í ráðuneytum landsins þó að kosið hafi verið og unnið sé að myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ein ný skýrsla var til dæmis kynnt í vikunni, en hún er afrakstur starfshóps umhverfis- og orkuráðherra um endurskoðun á lögum um rammaáætlun. Í hópnum sátu Hilmar Gunnlaugsson, Björt Ólafsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé. Meira

Skaði skattahækkana

Skaði skattahækkana

Vinstristjórnin sjálf er helsta ógnin Meira

Kirkjugarðurinn við Suðurgötu.

Frábærar Dótarímur Flottar myndir

En sem betur fer hefur sú regla í rauninni gilt frá öndverðu, að ef Öryggisráðið, sem er sýnu fámennara en Allsherjarþingið, sigtaði ekki út það sem ætti og/eða mætti samþykkja, þótt enginn ágreiningur sé um það, þá er málið að mestu fásinna sem gleymist fljótt. Fullvaxna fólkið ákvað, sem betur fer í upphafi, að fimm ríki skyldu hafa í Öryggisráði neitunarvald. Meira

Föstudagur, 13. desember 2024

Sérréttindi hjá hinu opinbera

Viðskiptaráð hefur tekið saman upplýsingar um sérréttindi opinberra starfsmanna og reiknað út að þau nemi um 19% kauphækkun miðað við einkageirann. Opinberir starfsmenn vinna í raun sem svarar rétt rúmum fjórum dögum í viku en segja má að starfsfólk … Meira

Sumir koma aftur, en …

Sumir koma aftur, en …

Þið skuldið mér, endurtók Trump Meira

Fimmtudagur, 12. desember 2024

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Verður fylgið sent til Valhallar?

Óðni Viðskiptablaðsins líst ekki tiltakanlega vel á yfirvofandi ríkisstjórn. Hann segir glundroða fram undan nái helstu stefnumál flokkanna þriggja fram að ganga og nefnir sérstaklega ESB-mál í því sambandi. Nái Viðreisn því fram muni „þjóðfélagið fara á annan endann um margra mánaða eða ára skeið“. Það er örugglega ekki ofmælt. Meira

Mjög dreifður markaður

Mjög dreifður markaður

Áhugi Samkeppniseftirlitsins á sjávarútveginum er afar undarlegur Meira

Undarlegur yfirgangur

Undarlegur yfirgangur

Skipulagi gerbreytt án kynningar fyrir íbúa Meira