Fréttir Þriðjudagur, 31. desember 2024

Dánartíðni hefur farið lækkandi.

Ólíkar dánarorsakir karla og kvenna

Algengustu dánarorsakir karla á árinu 2023 voru sjúkdómar í blóðrásarkerfi, svo sem hjartaáföll og heilaslag, og þar á eftir voru krabbamein. Hjá konum var algengasta dánarorsökin krabbamein en sjúkdómar í blóðrásarkerfi voru næstalgengastir, að því … Meira

Undirskriftalisti Íbúar velta fyrir sér hvernig hægt sé að mótmæla.

Undirbúa undirskriftir

Breiðhyltingar mótmæla byggingu vöruhúss við Álfabakka • Segja hneyksli að þessu hafi verið plantað inn í íbúðabyggð Meira

Trukkakarl Mér finnst alltaf mjög undarlegt þegar fólk á smábílum fer vanbúið á fjallveginn, sagði Níls Bjarni í Norðlingaholti í gær. Hann er nú á sínum fjórða vetri sem mokstursmaður á veginum yfir Hellisheiðina.

Bylurinn var alveg svartur

Tarnir í mokstri á Suðurlandsvegi • Allur sólarhringurinn • Níls hjá Þjótanda sér um Hellisheiðina • Fljótt fennir í slóðina • Ósæðar samfélagsins Meira

Elst Þórhildur Magnúsdóttir ásamt barnabarni sínu, Natalíu Nótt.

43 Íslendingar eldri en 100 ára

Nú eru 43 Íslendingar 100 ára eða eldri og er það svipaður fjöldi og undanfarin áramót, samkvæmt upplýsingum Jónasar Ragnarssonar, sem heldur úti facebooksíðunni Langlífi. Elst núlifandi Íslendinga er Þórhildur Magnúsdóttir, sem varð 107 ára 22 Meira

Frumkvæðisathugun Vegna kvartana og ábendinga sendi umboðsmaður Alþingis fyrirspurn um aðkomu almennings að skipulagsákvörðunum.

Skipulagsstofnun fékk fyrirspurn

Settur umboðsmaður Alþingis sendi Skipulagsstofnun bréf í desember 2020 vegna kvartana og ábendinga um að málsmeðferð sveitarfélaga í skipulagsmálum væri ekki í samræmi við réttarþróun og markmið skipulagslaga um aðkomu almennings Meira

Norðausturhliðin Horft á nýja meðferðarkjarnann frá aðalinngangi gamla Landspítalans við Hringbraut.

Útlit nýja spítalans er nú komið í ljós

Uppsetningu útveggja á nýjum meðferðarkjarna nær lokið Meira

María Kristjánsdóttir

María Kristjánsdóttir, leikhús- og bókmenntafræðingur, er látin, áttræð að aldri. Hún lést á Landspítalanum 27. desember. María fæddist 19. mars 1944 í Reykjavík og ólst upp í Hafnarfirði í sex systkina hópi Meira

Milljónasparnaður af LED-ljósum

Dæmi um 55% hækkun á raforku til sveitarfélaga • Sparast mikið með LED Meira

Dánartíðni hefur farið lækkandi

Sjúkdómar í blóðrásarkerfi algengustu dánarorsakir karla á árinu 2023 en krabbamein var algengasta dánarorsök kvenna • Áverkar og eitranir algengustu dánarorsakirnar í aldurshópnum 0-34 ára Meira

Orrustuflugvél Tékkneskar JAS-39 Gripen komu síðast til landsins 2016.

Tékkneski flugherinn gætir Íslands á næsta ári

95 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu • JAS-39 Gripen Meira

Háski Báturinn sigldi til Kópaskers og var þar stýrt upp í sandfjöru.

Bjargaðist vegna skjótra viðbragða

Svartaþoka olli því að fiskibáturinn Sigrún Hrönn ÞH-36 tók niðri þegar báturinn var á siglingu frá Raufarhöfn til Húsavíkur 27. júní síðastliðinn, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) Meira

Frumkvöðlar Læknar eru í fastri áhöfn þyrlna Gæslunnar og myndin er tekin við stofnun sveitar þeirra árið 1986. Felix þriðji frá vinstri.

Læknirinn gerir aldrei neitt einn

Felix Valsson lætur af störfum eftir 42 ár á vakt • Svæfinga- og gjörgæslulækningar eru skemmtilegasta sérgreinin • Kóngulóin í vefnum • Góðar minningar • „Að sjá þessa drengi vakna aftur til lífs“ Meira

Loftskeytamaður Warren Upton var 22 ára í árásinni á Perluhöfn.

Áhöfn USS Utah nú öll gengin

Bandaríski heimsstyrjaldarsjóliðinn Warren „Red“ Upton lést á jóladag, 105 ára að aldri. Hann var síðastur eftirlifenda úr áhöfn orrustuskipsins USS Utah (BB-31) sem Japanir sökktu í árásinni á Perluhöfn 7 Meira

Gæsagangur Leiðtogi Norður-Kóreu ásamt öðrum þarlendum fyrirmönnum sést hér á minningarstund um fyrrverandi leiðtoga Kóreuríkisins.

Úrvalslið Pjongjang berst í Kúrsk

Sérþjálfaðir til að yfirtaka landsvæði og halda þeim • Vel yfir eitt þúsund norðurkóreskir hermenn fallið og særst á viku tímabili • Mikið mannfall gæti fengið Rússland til að veita frekari tækniaðstoð Meira

Besti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna

Bandarískir stjórnmálamenn og þjóðarleiðtogar um allan heim hafa minnst Jimmys Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og friðarverðlaunahafa Nóbels, sem lést á heimili sínu í smábænum Plains í Georgíu á sunnudagskvöld, 100 ára að aldri Meira

Forystumaður Ólafur Magnússon var framkvæmdastjóri hjá ÍF í yfir 40 ár.

Ólafur kveður stoltur

Íþróttamenn með fötlun en ekki fatlaðir íþróttamenn • Verkefnið Allir með eitt það merkilegasta í starfinu Meira