Nú taka við útsölur eftir jólavertíðina í verslunum landsins. Hvað er best að kaupa? Hvað er best að forðast? Meira
Árið 2024 er nú að baki, og það er tilvalið að rifja upp eftirminnilegustu afrek ársins – sérstaklega þau sem tengjast undarlegum og skemmtilegum heimsmetum úr Heimsmetabók Guinness. K100 tók saman nokkur af furðulegustu heimsmetunum sem slógu í gegn á árinu Meira
Notendum tölvuleiksins Fortnite gefst núna tækifæri á að kaupa dansspor Laufeyjar Línar tónlistarkonu í leiknum og dansa eins og hún á meðan þeir spila tölvuleikinn. Frá þessu var greint á samfélagsmiðlareikningi tölvuleiksins á nýársnótt Meira
Sveifla á nýárstónleikum í Eldborg með Stórsveit Reykjavíkur, Stefaníu Óskarsdóttur og Bogomil Font • Skemmtilegt og öðruvísi en aðrir áramótatónleikar, segir hljómsveitarstjóri Meira
Gagnrýnendur ytra hafa keppst við að gefa amerísku kvikmyndaleikkonunni Sigourney Weaver lélega dóma fyrir frammistöðu sína sem Prospero í nýrri uppfærslu Jamies Lloyds á Ofviðrinu eftir Shakespeare á West End í London Meira
Kvikmyndin Wicked frá Universal er nú opinberlega orðin tekjuhæsta aðlögun á Broadway-söngleik í sögu alþjóðlegrar miðasölu og hefur því tekið fram úr Mamma Mia! frá árinu 2008 að því er Variety greinir frá Meira
Textinn birtist í 140 ára afmælisriti Listasafns Íslands sem kom út í október 2024. Verkið er í eigu safnsins og hluti af afmælissýningunni Innsýn, útsýn í safninu á Fríkirkjuvegi, sem er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við safnið. Meira
Listasafn Reykjavíkur Usli ★★★★· Sýningarstjórar Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Aldís Snorradóttir. Sýningin stendur til 9. febrúar 2025. Opið alla daga kl. 10-17. Meira
Argentínska leikkonan Olivia Hussey er látin, 73 ára að aldri. Hussey öðlaðist heimsfrægð á táningsaldri þegar hún lék í kvikmynd Francos Zeffirelli, Rómeó og Júlíu , árið 1968 sem byggð var á sígildu og samnefndu verki Williams Shakespeare Meira
Reykjavíkurborg og Veitur stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025 og urðu tvö verk fyrir valinu, „Sólólól“ og „Sam-Vera“. Um það fyrra segir m.a. í rökstuðningi dómnefndar að það lýsi upp myrkrið eins og dagsbirtulampi Meira
Rannsóknir á stöðu kynjanna hvað tónlist áhrærir eru stundaðar af kappi á Norðurlöndum. Hér fylgja vangaveltur um stöðu mála í þeim efnum. Meira
Ég datt óvænt inn á þætti á Rás1 um hátíðirnar sem heita Súrinn . Þar leggur Ragnheiður Maísól Sturludóttir af stað í rannsóknarleiðangur til að komast að uppruna súrdeigsins á Íslandi Meira