Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í gær að Úkraínuher hefði hafið gagnárás í Kúrsk-héraði Rússlands, en Úkraínumenn hertóku hluta héraðsins í ágúst síðastliðnum. Ekki var ljóst í gær hver framgangur Úkraínumanna hefði verið á… Meira
Aðalskipulag Reykjavíkur gerir ekki ráð fyrir vöruhúsi eða kjötvinnslu við Álfabakka 2 • „Ekki í takt við nærumhverfið“ • Nær þúsund krefjast þess að framkvæmdum verði frestað þar til lausn er fundin Meira
„Ég hef alla tíð verið yfirlýstur andstæðingur inngöngu í ESB en ég virði það að þjóðin fái að segja sitt álit í þeim efnum,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Flokks fólksins, í samtali við Morgunblaðið, spurð um afstöðu sína… Meira
Mikil útflutningsverðmæti eru sköpuð á Bíldudal við Arnarfjörð með vinnslu á eldislaxi í vinnsluhúsi Arnarlax. Ef einungis er litið til október- og nóvembermánaða námu útflutningsverðmæti frá þessu tæplega 300 manna þorpi um 5 milljörðum króna en… Meira
Brotaþolinn bíður enn bóta eftir dóm Hæstaréttar • Fjármálaráðuneytið hafði verið varað við ólögmæti ákvörðunarinnar en brást ekki við • Vinna nú að útfærslu á „nýju viðmiði“ um mat á söluárangri Meira
Hrossatað skilgreint sem afurðir dýra en ekki spilliefni Meira
Þrettándinn haldinn hátíðlegur víða um land venju samkvæmt Meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttur utanríkisráðherra greindi frá því í gær að Ísland myndi greiða framlög til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA, fyrr en áætlað var í ljósi gríðarlegrar mannúðarþarfar á Gasasvæðinu Meira
Grensáskirkja var þéttsetin í kveðjumessu séra Daníels og séra Maríu Meira
Vegagerðin segir þá einstaklinga sem eru sakaðir um bruðl á almannafé í tillögum um aukna ráðdeild í ríkisrekstri ekki lengur starfsmenn stofnunarinnar. Ákveðnar áskoranir hafi blasað við í rekstri vinnuflokka Vegagerðarinnar Meira
Bensínlítrinn er einungis dýrari í Hong Kong og Mónakó en á Íslandi Meira
„Hæglætislíf er fyrst og fremst afstaða. Meðvitund um að velja vel, gera eins vel og hægt er, einfalda, finna fókus, vanda samskipti sín og ákvarðanir. Flýta sér hægt. Forgangsröðun og gott skipulag er vissulega hluti af því að hugsa með hæglæti Meira
Gífurlega mikil aðsókn hefur verið í Kringluna en þar byrjuðu útsölur 2. janúar og standa út mánuðinn. Í samtali við Morgunblaðið segir Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar að mjög mikil aðsókn hafi verið í verslunarmiðstöðina í… Meira
Guðni Albert Einarsson, framkvæmdastjóri Klofnings ehf., styrkti í október síðastliðnum Tulsi Chanrai Foundation, augnlækningaspítala í Calabar í Nígeríu, um 15.000 dali en upphæðin samsvarar um 25.000.000 nígerískum nærum Meira
Fjölmenn mótmæli voru í gær í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, þrátt fyrir að mikið óveður geisaði, en andstæðingar forseta landsins, Yoons Suk-yeols, komu þá saman við forsetahöllina til að krefjast þess að hann yrði handtekinn fyrir að lýsa yfir herlögum í óþökk þingsins í byrjun desember Meira
Selenskí hrósar verðandi Bandaríkjaforseta og segist vongóður um að Trump sýni „styrkleika“ sinn • Segir að Trump geti þrýst á Pútín • Úkraína verði að fá traustar öryggistryggingar frá Vesturlöndum Meira
Múte B. Egede, formaður grænlensku landstjórnarinnar, segir að Grænlendingar þurfi á næsta kjörtímabili að taka mikilvæg skref í átt að sjálfstæði frá Danmörku. Þjóðin þurfi að kjósa um framtíð sína Meira
Jólafrí í fjósi í Skagafirði • Ber virðingu fyrir bændum Meira