Fréttir Mánudagur, 13. janúar 2025

Haraldur Sigurðsson

Bendir til kvikuhreyfinga

Vísbendingar um kvikuhreyfingar á miklu dýpi undir svæðinu við Grjótárvatn l  Stefnt að fundi með almannavarnanefnd l  Saga kerfisins bendir til smágosa   Meira

Tjón Gróðureldarnir skilja eftir sig brunnin mannvirki og sviðna jörð. Þúsundir hafa misst heimili sín og yfir hundrað þúsund hafa þurft að rýma þau.

Slóð eyðileggingar eftir gróðureldana

Minnst sextán hafa látið lífið vegna gróðureldanna í Los Angeles sem geisað hafa í sex daga. Þúsundir hafa misst heimili sín í eldhafinu sem hefur gleypt heilu hverfin og skilið eftir sig gríðarlegt tjón, sem talið er það mesta af völdum gróðurelda í Bandaríkjunum til þessa Meira

Umtalsverð veikindi hjá borginni

Veikindahlutfall starfsmanna borgarinnar hærra en í Kópavogi og hjá ríkinu • Um 850 borgarstarfsmenn lasnir dag hvern að jafnaði árið 2023 • Talsvert minni veikindi talin vera á almenna markaðnum Meira

Utankjörfundaratkvæði Mögulegt er að utankjörfundaratkvæði, sem ekki bárust kjörstjórn í Suðvesturkjördæmi, hefðu getað haft áhrif á úrslitin.

Atkvæði urðu innlyksa í Kópavogi

12 til 15 utankjörfundaratkvæði skiluðu sér ekki í talningu Meira

Öskjuhlíð Trjáfellingar í Öskjuhlíð eru komnar á dagskrá á nýjan leik.

Mælir fyrir um lokun flugbrautar

Samgöngustofa (SGS) hefur mælt fyrir um að annarri tveggja flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli skuli lokað, þar sem Reykjavíkurborg hafi ekki fellt þau tré í Öskjuhlíð sem SGS telur nauðsynlegt að felld verði Meira

Arnarnesvegur „Þetta veldur gríðarlegu ónæði fyrir íbúa,“ segir talsmaður Vina Vatnsendahvarfs um sprengingar við veginn.

Íbúar uggandi vegna sprenginga

Íbúar í nágrenni við Vatnsendahvarf lýsa ónæði af sprengingum sem hafa orðið þar og segja þær jafnast á við stóra jarðskjálfta. Þær tengjast framkvæmdum við Arnarnesveg þar sem verið er að losa stóra klöpp uppi á hæðinni Meira

Byggingarsvæði Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir húsnæði fyrir alla hópa samfélagsins forgangsmál.

Húsnæði fyrir alla er forgangsmál

Margar ástæður á bak við tafir uppbyggingar • Deilur um eignarhald og hátt vaxtastig • Kópavogsbær „atkvæðamikill í skipulagi og úthlutun lóða“ • Mikil vinna í Hafnarfirði „að skila sér“ Meira

Hámarkshraðinn fari niður í 30

„Kveikjan að þessu var nú bara að það var verið að vinna að umferðaröryggisáætlun í Múlaþingi og okkur var gert að koma með tillögur að breytingum á umferðarhraða,“ segir Eyþór Stefánsson, formaður heimastjórnar Borgarfjarðar eystri, í samtali við… Meira

Strætó Leiðir 2, 15, 5, 11, 13, 14 og 17 virðast orðnar sérstaklega seinar.

Tvisturinn seinn í helmingi tilvika

Strætó seinni en áður • Vilja aukinn forgangsakstur • Hætta með frítt net Meira

Listasafnið Bygging Listasafns Íslands er við hlið Fríkirkjunnar, við Fríkirkjuveg, þar sem Glaumbær var áður.

Listasafnið óviðunandi og of lítið

Skýrsla um húsnæðsmál Listasafns Íslands kynnt í ríkisstjórn • Safnið getur ekki sinnt skyldum sínum við núverandi aðstæður • Verið að skoða að byggja við eða reisa nýtt hús undir safnið Meira

Björgun Björgunarskipið Sigurvon frá Siglufirði kom með bátinn í togi til hafnar í Ólafsfirði. Var útkallið á hæsta forgangi en betur fór en á horfðist.

Mátti litlu muna að illa færi

Bátur í vanda við Ólafsfjörð • Björgunarsveitir kallaðar út á hæsta forgangi • Skipverji náði að varpa akkeri Meira

Fjöllin hafa vakað Ljósufjöll á Snæfellsnesi í drifhvítum vetrarbúningi sem þau þó þurfa ekki til að vera ljós yfirlitum þar sem þau eru gerð úr kísilríku líparíti sem veitir þeim bjartleitt yfirbragð innan um íslenska basaltið dökka.

„Þarna eru frægar eldstöðvar“

Ljósufjallakerfið tæpir 100 km að lengd • Einn skjálftamælir á landinu er til tíðinda dró 1938 • „Ef magn kvikunnar er nægilegt getur hún borað sér leið“ • Landnáma segir af gosi á Mýrum Meira

Sveifla Viðskiptavinur skoðar úrvalið í verslun Walmart. Stórmarkaðakeðjan er í hópi þeirra bandarísku fyrirtækja sem hafa gefið þá stefnu upp á bátinn að láta kynja- og kynþáttakvóta hafa áhrif á reksturinn.

Stórfyrirtækin draga úr réttsýninni

Stóru bandarísku bankarnir draga sig út úr loftslagsverkefni SÞ • Fjöldi fyrirtækja hefur endurskoðað fjölbreytileika- og inngildingarstefnu sína • Breytt vindátt í bandarískri pólitík Meira

Panamaskurðurinn Flutningaskip sést hér fara í gegnum Panamaskurðinn. Á bilinu 13-14 þúsund skip sigla í gegnum skurðinn á hverju einasta ári.

Ein mikilvægasta skipaleiðin

Panamaskurðurinn stytti sjóleiðina um tvo mánuði • Dýrasta framkvæmd Bandaríkjamanna á sínum tíma • Sinnir um 5% af allri skipaumferð á ári Meira

Grænland Barn Keiru var tekið frá henni tveimur tímum eftir fæðingu.

Bregðast við gagnrýni Grænlendinga

Ríkisstjórn Danmerkur og landstjórn Grænlands hafa fallist á sameiginlega lausn í máli er varðar „foreldrahæfnipróf“ en dönsk stjórnvöld hafa síðasta mánuðinn sætt þungri gagnrýni vegna prófanna sem eru sögð mismuna Grænlendingum í Danmörku Meira

Úr lofti Eldar geisa enn á þremur svæðum í og við Los Angeles.

Minnst sextán látnir í eldunum

Sterkir vindar sem spáð er í vikunni munu að líkindum gera slökkviliðsmönnum í Kaliforníu erfitt fyrir næstu daga. Gróðureldar geisa á þremur svæðum í eða við Los Angeles. Yfir tíu þúsund mannvirki hafa brunnið og yfir hundrað þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín Meira

CES Forvitnileg tæki af nýjustu kynslóð voru til sýnis á árlegu CES-tæknisýningunni í Las Vegas í síðustu viku.

Úr og plástrar fylgjast með heilsunni

Með nýjustu tækjum úr heimi heilbrigðisvísindanna munu neytendur geta fengið upplýsingar sem þeir gátu áður aðeins fengið hjá lækni, að sögn framleiðenda. Tækin, sem voru til sýnis á CES-tækjasýningunni í Las Vegas í síðustu viku, eiga m.a Meira

Styrkirnir veittir Frá vinstri: Gunnhildur Einarsdóttir, Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Anna Hildur Hildibrandsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Margrét Sigrún Sigurðardóttir.

Vex hraðast allra greina á landinu

Mikilvægt er að rannsaka samfélagsleg áhrif menningar og sköpunar í þjóðfélaginu, þar sem Íslendingar eru talsvert á eftir nágrannalöndunum. Þetta segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og formaður stjórnar Rannsóknaseturs skapandi greina Meira