Fréttir Laugardagur, 18. janúar 2025

Breytingar Hveitimyllu Kornax niðri við Sund verður brátt lokað.

Allt hveiti er nú innflutt

Hveitimyllu Kornax í Reykjavík verður brátt lokað • Ekki fékkst starfsleyfi á Grundartanga • Flytja inn hveiti frá Danmörku í staðinn • Verð hækkar ekki Meira

Hvammsvirkjun Ljóst er að bið verður á virkjuninni, verði af henni yfirleitt.

„Gullhúðun“ stöðvar Hvammsvirkjun

Hafi löggjafinn í raun ætlað sér að banna vatnsaflsvirkjanir hefði það átt að standa skýrum stöfum í lagatexta og lögskýringargögnum. Þetta segir Steinunn Pálmadóttir, lögfræðingur hjá Landsvirkjun, í samtali við Morgunblaðið þegar álits hennar er… Meira

Flóð Landsbjörg deildi þessari mynd með Morgunblaðinu af aðgerðunum.

Innlyksa konu bjargað í Ölfusi

Ölfusá flæðir yfir bakka sína • Bóndi segir vatnið þekja mörg hundruð hektara • Bandarísk kona vaknaði innlyksa í sumarbústað • Björgunarsveitarmenn sigldu yfir tún og vegi til þess að ná í hana Meira

Grindavík Alls voru 250 manns að störfum í sjávarútvegi í vikunni.

760 manns eru í vinnu í Grindavík

Töluverð umsvif eru í atvinnulífinu í Grindavík, þrátt fyrir að eldsumbrot hafi gengið nærri bæjarbúum og fyrirtækjum undanfarin misseri, þótt eðlilega hafi dregið þar nokkuð úr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Grindavíkurbæ sem birt hefur verið á vef bæjarins Meira

Tímamót Hveitimyllu Kornax verður lokað bráðlega en ekki tókst að finna myllunni nýjan stað.

Síðustu myllunni lokað, danskt hveiti í verslanir

Löngum kafla í iðnaðarsögunni lýkur • Dapurleg tíðindi Meira

Þórður Snær Júlíusson

Þórður í nýju hlutverki hjá þingflokknum

Ráðinn framkvæmdastjóri en tekur ekki sæti á þingi þrátt fyrir kjör Meira

Hvammsvirkjun Virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur verið fellt úr gildi með dómi.

Undanþága á ekki við um vatnsaflsvirkjanir

Héraðsdómur Reykjavíkur stöðvar Hvammsvirkjun í Þjórsá Meira

Hörður Arnarson

Kostnaður fljótur að hlaðast upp

„Það er útilokað að segja til um hversu mikill kostnaður mun fylgja þessari töf. Það fer eftir því hversu löng hún verður. Það er dýrt að undirbúa vatnsaflsvirkjun og þegar við erum neydd til að fresta útboðum ítrekað og vinna gögn upp á nýtt… Meira

Dómur setur byggingu tengivirkis í uppnám

Landsnet undirbýr nýtt tengivirki • Staðsett við hlið Hvammsvirkjunar Meira

Þórhallur Ásmundsson

Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður og fv. ritstjóri Feykis, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 14. janúar síðastliðinn, 71 árs að aldri. Þórhallur fæddist 23. febrúar 1953 í Fljótum í Skagafirði og ólst upp á Austari-Hóli í Flókadal Meira

Alþingi Þorgerður Katrín, Kristrún og Inga setjast á þing 4. febrúar.

Alþingi kemur saman 4. febrúar

Ákveðið í ríkisstjórn í gær • Fundað með undirbúningsnefnd rannsóknar Meira

Rag

Fagdeildum háskólans er fækkað

Breytingar í LbhÍ • Sífelld þróun og aðstæður breytast • Líf og land er sameinuð deild • Umhverfisfræði á breiðum grundvelli • Kennsla sé af gæðum og nemendur fái endurgjöf og stuðning Meira

Telur nefndina fara offari

„Þetta er mjög sérkennilegur úrskurður sem ég get ekki kallað annað en rugl,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, í Facobook-hópnum Málspjallið. Vísar hann þar til nýjasta úrskurðar mannanafnanefndar þar… Meira

Gleðistund Halla Gunnarsdóttir formaður VR, Nadia Tamimi og Ragnar Þór Ingólfsson, fv. formaður VR.

Ánægjulegt að geta boðið öruggt húsnæði

Fyrstu íbúðir í húsum VR Blævar í Úlfarsárdal afhentar Meira

Flóttafólk vegna skipulagsklúðurs

Fjölmennur íbúafundur ályktaði að fjarlægja yrði vöruhúsið við Álfabakka 2 • Fulltrúar meirihlutans og Eignabyggðar mættu ekki • Byggingin ætti að vera á iðnaðarsvæði • Skipulagsstofnun gerði mistök Meira

Grensásvegur Áform eru um að bæta við einni hæð ofan á húsið í miðjunni.

Ný hæð á gistiheimilið

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk um að hækka húsið Grensásveg 24 um eina hæð. Áformað er að reka gistiheimili á efri hæðum hússins en atvinnustarfsemi verði á jarðhæð. Húsið á Grensásvegi 24 er tvílyft hús, byggt árið 1954 samkvæmt fasteignaskrá Meira

Hvatning Jón tekur við verðlaununum úr hendi Loga ráðherra.

Jón fékk hvatningarverðlaun

Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árið 2025 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís sem fór fram á Hilton hótelinu í vikunni. Dr. Jón Emil Guðmundsson, lektor við raunvísindadeild Háskóla Íslands, hlaut verðlaunin fyrir árið 2025 Meira

Skál! Greta Clough og Hrund Jóhannsdóttir fengu nýverið veglegan styrk til að þróa hugmynd um framleiðslu rabarbara-freyðivíns á Hvammstanga.

Freyðivín á Hvammstanga

Tvær athafnakonur á Hvammstanga vinna nú að undirbúningi á framleiðslu á hágæða freyði- og ávaxtavíni. Þær Greta Clough og Hrund Jóhannsdóttir hafa stofnað Hret víngerð og markmið fyrirtækisins er að þróa farsælt vörumerki með áherslu á íslenskan uppruna en á alþjóðlegum markaði Meira

Tímamót Hver stórviðburðurinn rekur annan hjá hjartaskurðteymi King Faisal, fyrst hjartaskipti með aðstoð þjarka og nú ígræðsla hjartadælu.

Vatnaskil á sjúkrahúsi Björns Zoëga

„Teymið okkar hér á hjartaskurðdeildinni er búið að vera í sérstöðu með að nota aðgerðaþjarka, eða vélmenni, til að hjálpa sér við að gera flóknar aðgerðir á hjarta,“ segir Björn Zoëga, aðstoðarforstjóri King Faisal-háskólasjúkrahússins… Meira

Laugardalur Í júlí hvert ár fer alþjóðlega unglingamótið Rey Cup fram og er keppt á mörgum völlum í Laugardal. Í fyrra voru keppendur um 2.300.

Telja samþykkt um skóla markleysu

„Samþykkt um að reisa mannvirki á lóð sem Þróttur hefur samningsbundin afnot af er markleysa. Þróttur telur stjórnsýslu borgarinnar í málinu ámælisverða og óskar eftir að borgarráð taki málið til umfjöllunar.“ Þetta segir í bréfi sem… Meira

Laugardalur Nýja höllin mun rísa á lóðinni milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar. Stærð byggingarinnar verður allt að 19 þúsund fermetrar.

Borga tvo milljarða fyrir lóð

Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að úthluta Þjóðarhöll ehf. byggingarreit F innan lóðar Engjavegar 8, Reykjavík. Umrædd lóð er milli Laugardalshallar og Suðurlandsbrautar og þar á að rísa nýtt fjölnota íþrótta- og viðburðahús Meira

Stemning Kokteilarnir á Tipsý eru vinsælir hjá skemmtanaglöðum.

Tipsý með flestar tilnefningar í ár

Kokteilbarinn Tipsý fékk flestar tilnefningar á barþjónakeppninni Bartenders Choice Awards, fimm talsins. Tilnefningarnar voru kynntar í vikunni. Bartenders Choice Awards er norræn barþjónakeppni þar sem dómnefnd veitingamanna í hverju landi… Meira

Ameríski fótboltinn Íþrótt sem nýtur mikillar hylli fólks um víða veröld.

Leyfi framlengt vegna ofurskálar

Veitingastaðir í Reykjavík eru byrjaðir að undirbúa útsendingar frá úrslitaleik ameríska fótboltans, Super Bowl. Tveir veitingastaðir hafa fengið leyfi borgarráðs um tímabundið áfengisveitingaleyfi til kl Meira

Kistan Kaffistund, f.v. Heiðrún Óladóttir, Þekkingarnetinu, Sigríður F. Halldórsdóttir og Sonja Hólm Gunnarsd.

Allt að gerast í Kistunni

Kistan er atvinnu- og nýsköpunarsetur Langanesbyggðar, vel staðsett í miðbæ Þórshafnar í húsinu Kistufelli, sem var upphaflega byggt fyrir starfsemi Sparisjóðs Þórshafnar á sínum tíma. Markmið Kistunnar er að skapa samfélag stofnana, fyrirtækja og… Meira

Ísrael Frá fundi öryggisráðs í gær þar sem vopnahlé var samþykkt.

Öryggisráð samþykkir vopnahlé

Öryggisráð Ísraels samþykkti í gær samkomulag um vopnahlé á Gasa og lausn gísla. Lagði ráðið til við ríkisstjórn Ísraels að vopnahléið yrði samþykkt eftir að hafa farið yfir all­ar hliðar er snúa að ör­ygg­is- og mannúðar­mál­um sem og póli­tíska stöðu máls­ins Meira

Vígvallarþreyta Úkraínuher hefur varist stöðugum árásum Rússlands undanfarið og menn margir þreyttir. Illa gengur að leysa þessa menn af.

Mikil þörf á nýliðun hjá Úkraínuher

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir nauðsynlegt að lækka lágmarksaldur hermanna niður í 18 ár til að tryggja framlínumönnum nauðsynlegt leyfi frá átökum • Rússar haldið uppi miklum þrýstingi Meira

NPA Þjónustan byggist á hugmyndinni um sjálfstætt líf, þar sem notendur verða verkstjórar í eigin lífi og búa sjálfstætt með aðstoð þjónustunnar.

Stífar reglur íþyngjandi fyrir landsbyggðina

Það er ekkert sem er á móti því að notendur velji sér hver þau vilji að aðstoði þau,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar. Í reglugerð um notendastýrða persónulega aðstoð frá 2018 segir að notandi geti valið sér aðstoðarmenn að eigin vali Meira

Menning Edda – hús íslenskunnar fékk formlega nafn í apríl 2023.

Veitingastaðurinn Ýmir opnaður í Eddu

VeItingastaðurinn Ýmir var opnaður í Eddu – húsi íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag og til að byrja með verður opið frá tíu á morgnana til fimm síðdegis. „Við sjáum svo til hvernig þetta þróast,“ segir … Meira