Íþróttir Miðvikudagur, 22. janúar 2025

Skot Rasmus Lauge reynir skot að marki Þjóðverja í Herning í gær.

Þjóðverjar höfðu ekki roð við meisturunum

Mathias Gidsel fór á kostum fyrir heimsmeistara Danmerkur þegar liðið vann stórsigur gegn Þýskalandi, sem Alfreð Gíslason þjálfar, þegar liðin mættust í fyrstu umferð milliriðils eitt á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Herning í Danmörku í gær Meira

Sókn Hákon Arnar Haraldsson sækir að marki Liverpool á Anfield í gærkvöldi en Skagamaðurinn átti stóran þátt í jöfnunarmarki franska liðsins.

Hákon kom að marki Lille gegn Liverpool

Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn með Lille þegar liðið tapaði naumlega fyrir Liverpool í 7. umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í gær. Leiknum lauk með 2:1-sigri Liverpool en Harvey Elliott skoraði sigurmark leiksins á 67 Meira

Stigahæstar Ajulu Thatha, Aþenu, reynir að verjast Alyssa Cerino, Val, í gær.

Níundi sigur Þórsara í röð

Esther Marjolein Fokke var stigahæst hjá Þór frá Akureyri þegar liðið hafði betur gegn toppliði Hauka í 15. umferð úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik í Höllinni á Akureyri í gær. Leiknum lauk með sex stiga sigri Þórsara, 86:80, en Fokke skoraði 27 stig, tók fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu Meira

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er í liði vikunnar í hollensku…

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er í liði vikunnar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hjá ESPN eftir að hann skoraði í 2:1-sigri NAC Breda á Twente um liðna helgi. Elías Már hefur skorað sex mörk í 18 deildarleikjum á tímabilinu, þar af fjögur í síðustu fjórum leikjum Meira

Nagli Ýmir Örn Gíslason fagnar með tilþrifum með herbergisfélaga sínum Viggó Kristjánssyni í leiknum gegn Slóveníu á HM á mánudagskvöld.

Gaman þegar þeir kvarta

Ísland mætir Egyptalandi í fyrsta leik sínum í milliriðli HM karla í handbolta í Zagreb klukkan 19.30 í kvöld. Með sigri er íslenska liðið nánast öruggt með sæti í átta liða úrslitum og verður mikið undir en bæði lið unnu sinn riðil og fara með fjögur stig í milliriðilinn Meira

Katar Guðjón Valur Sigurðsson í átökum við egypska varnarmenn í leik Íslands og Egyptalands á HM í Katar 2015. Ísland vann leikinn 28:25.

Gengið betur en Íslandi

Egyptaland verður fjórði andstæðingur Íslands á heimsmeistaramóti karla í handbolta og sá fyrsti af þremur í milliriðli. Rétt eins og Ísland hefur Egyptaland unnið alla þrjá leiki sína á mótinu til þessa og vakti athygli þegar liðið vann sannfærandi … Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Þriðjudagur, 21. janúar 2025

Stemning Íslensku leikmennirnir fagna glæsilegum sigri á Slóvenum í Arena Zagreb í gærkvöld.

Glæsileg frammistaða gegn Slóvenum

Ísland vann glæsilegan sigur á Slóveníu, 23:18, í úrslitaleik G-riðils á HM karla í handbolta í Zagreb í Króatíu í gærkvöldi. Með sigrinum tryggði Ísland sér efsta sæti riðilsins og tekur með sér fjögur stig í milliriðil þar sem andstæðingarnir verða Króatía, Egyptaland og Argentína Meira

Belgía Elísabet Gunnarsdóttir stýrir liðinu á EM í Sviss í sumar.

„Ánægð að hafa beðið fram að þessum tímapunkti“

Elísabet Gunnarsdóttir ráðin landsliðsþjálfari Belgíu til 2027 Meira

Ráðinn Sölvi Geir Ottesen er á leið með Víkingi í stórt verkefni.

„Þakklátur fyrir traustið sem mér er sýnt hjá Víkingi“

Sölvi Geir Ottesen ráðinn í stað Arnars til þriggja ára Meira

Egyptar annað kvöld

Sigurinn gegn Slóveníu gefur íslenska liðinu alvörutækifæri til að slást um sæti í átta liða úrslitunum við Egypta og Króata í milliriðlinum. Næstu tveir leikir eru gegn þessum tveimur efstu liðum H-riðilsins, Ísland mætir Egyptalandi annað kvöld,… Meira

Bikarsigur Þórir Guðmundur Þorbjarnarson lék mjög vel með KR.

Ótrúlegir yfirburðir KR-inga

KR vann ótrúlegan yfirburðasigur á Njarðvíkingum í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik í gærkvöld á Meistaravöllum, 116:67, og Keflavík og Valur tryggðu sér einnig sæti í undanúrslitum keppninnar Meira

Afrek hjá vörninni og Viktori

Frammistaða Íslands í fyrri hálfleik var mögnuð. Vörnin stóð gríðarlega vel og skoraði Slóvenía stóran hluta marka sinna í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið var manni færri vegna brottvísana. Slóvenska liðið átti lítinn möguleika þegar jafnt var í liðum Meira

Það voru allir í fimmta gír

„Mér leið nokkuð vel í leiknum, á þessum þjálfaraskala,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn örugga gegn Slóveníu í gærkvöldi. „Ég sá fljótlega í hvaða gír við vorum og fannst varnarleikurinn frábær Meira

Berglind Rós Ágústsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað…

Berglind Rós Ágústsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan samning við Val til tveggja ára. Berglind er 29 ára miðjumaður og hefur samtals leikið 199 deildaleiki á ferlinum fyrir Val, Aftureldingu, Fylki, Örebro í Svíþjóð og… Meira

Mánudagur, 20. janúar 2025

Ógnar Thea Imani Sturludóttir sækir að marki Málaga í leiknum á Hlíðarenda á laugardaginn. Valur vann einvígið samanlagt 56:51.

Glæsilegt afrek Valskvenna

Valskonur sýndu og sönnuðu á laugardaginn hve langt þær eru komnar í Evrópuhandboltanum þegar þær slógu spænska liðið Málaga Costa del Sol út úr Evrópubikar kvenna með sannfærandi sigri á Hlíðarenda, 31:26 Meira

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í bruni í heimsbikar kvenna í…

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í bruni í heimsbikar kvenna í alpagreinum í Cortina á Ítalíu á laugardaginn. Hún hafnaði í 50. sæti af 54 keppendum og kom í mark á einni mínútu, 40,24 sekúndum Meira

Fyrirliðinn Aron Pálmarsson í banastuði á æfingu íslenska liðsins í Zagreb í Króatíu í gær. Hann er klár í leikinn mikilvæga gegn Slóveníu í kvöld.

Kannski stutt í endalokin

Aron kom sterkur inn í fyrsta leik sinn á HM • Unnu Kúbu fagmannlega í fyrrakvöld • Slóvenar refsa fyrir mistökin • Óttaðist ekki að missa af lokamótinu Meira

Hetjan Darwin Núnez fagnar seinna marki sínu og Liverpool.

Núnez skoraði tvö mörk í uppbótartímanum í London

Liverpool styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en liðið vann nauman útisigur á Brentford, 2:0, og Arsenal tapaði stigum í jafnteflisleik gegn Aston Villa á heimavelli, 2:2. Þegar allt stefndi í markalaust jafntefli í London … Meira

Laugardagur, 18. janúar 2025

Íslenskir Þeir Julian Duranona og Jaliesky García komu frá Kúbu og léku báðir með íslenska landsliðinu á stórmótum í handbolta.

Handboltahefð á Kúbu

Kúba er annar mótherji Íslands á heimsmeistaramóti karla í handknattleik en þjóðirnar mætast í annarri umferð G-riðils í Zagreb í Króatíu í kvöld klukkan 19.30. Kúbumenn fengu skell gegn Slóveníu, 41:19, í fyrsta leiknum á fimmtudaginn og virðast vera með lakasta liðið í riðlinum Meira

Frumraunin Þorsteinn Leó Gunnarsson stöðvar Hafstein Óla Ramos í leiknum gegn Grænhöfðaeyjum.

Nær 100 prósent viss

Þorsteinn Leó spilaði fyrsta leikinn og skoraði fyrstu mörkin á stórmóti gegn Grænhöfðaeyjum • Hefur bætt sig mikið í Portúgal • Stoltur af stóru systur Meira

Föstudagur, 17. janúar 2025

Laugardalsvöllur Arnar Gunnlaugsson sat í gær fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins.

Eins og lítill krakki á jólunum

„Ég er eins og lítill krakki á jólunum og ég er ofboðslega spenntur fyrir komandi verkefnum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, nýráðinn þjálfari íslenska karlalandliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal í gær Meira

Barátta ÍR-ingurinn Hákon Örn Hjálmarsson reynir að stöðva Stjörnumanninn Hilmar Smára Henningsson í Skógarseli í gærkvöld.

ÍR-ingar skelltu toppliðinu í Skógarseli

ÍR-ingar halda áfram að safna stigum í úrvalsdeild karla í körfubolta og þeir komu sér fjórum stigum frá fallsæti í gærkvöld þegar þeir skelltu toppliði Stjörnunnar í spennuleik í Skógarseli, 103:101, eftir framlengingu Meira

Bestur Janus Daði Smárason var valinn maður leiksins gegn Grænhöfðaeyjum.

Fagmannlega afgreitt

Frammistaða Íslands var heilt yfir góð. Slæmur 10-15 mínútna kafli í seinni hálfleik breytir því ekki. Íslensku leikmennirnir vildu ekki aðeins vinna fyrsta leik heldur sýna frammistöðu sem lofar góðu fyrir framhaldið og það tókst Meira

Jón Erik Sigurðsson, landsliðsmaður í alpagreinum, hélt áfram að gera það…

Jón Erik Sigurðsson , landsliðsmaður í alpagreinum, hélt áfram að gera það gott á mótum Alþjóðaskíðasambandsins á Ítalíu í fyrradag. Hann fékk þá silfurverðlaun á stórsvigsmóti í Pozza di Fassa og komst þar með á verðlaunapall í þriðja skipti á tæpri viku Meira

Fimmtudagur, 16. janúar 2025

Bakvörður dagsins er oftast góður í að stilla væntingum í hóf þegar kemur…

Bakvörður dagsins er oftast góður í að stilla væntingum í hóf þegar kemur að íþróttum. Hann hefur lært að það er besta leiðin til að verða ekki fyrir miklum vonbrigðum þegar á móti blæs. Sú væntingastjórnun er aðeins erfiðari á HM karla í handbolta… Meira

HM 2023 Paulo Moreno og Bruno Landim reyna að stöðva Janus Daða Smárason í leik þjóðanna á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð.

Tíu marka munur síðast

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur keppni á heimsmeistaramótinu í kvöld klukkan 19.30 þegar það mætir liði Grænhöfðaeyja í fyrstu umferð G-riðils í Zagreb í Króatíu. Á undan, eða klukkan 17, mætast Slóvenía og Kúba í hinum leiknum í fyrstu umferð riðilsins Meira

Fyrirliðinn Leandro Semedo í leiknum við Ísland á HM 2023.

Mætum einu af bestu liðum heims

Lið Grænhöfðaeyja mætir til leiks á heimsmeistaramótinu í handbolta með það að markmiði að endurtaka leikinn frá HM 2023, sem er að komast áfram úr riðlinum og í milliriðil mótsins. „Við erum aðeins í þriðja skipti á HM en höfum góða leikmenn og mikinn metnað Meira

Klár Sveinn Jóhannsson er klár í slaginn eftir óvænt kall í HM-hópinn vegna meiðsla Arnars Freys.

Ætla að nýta tækifærið

Sveinn kallaður inn í hópinn þegar Arnar meiddist • Svekktur að vera ekki í upprunalega hópnum • Kann vel við sig í Noregi • Ætlar að taka fast á Hafsteini Meira

Valur hefur samið við norska knattspyrnumanninn Markus Lund Nakkim um að…

Valur hefur samið við norska knattspyrnumanninn Markus Lund Nakkim um að leika með liðinu næstu tvö ár. Nakkim er 28 ára miðvörður sem kemur frá Orange County í bandarísku B-deildinni. Áður lék hann með HamKam, Mjöndalen, Viking, Strömmen og Vålerenga í heimalandinu Meira