Menning Föstudagur, 24. janúar 2025

Kaupmannahöfn Marmaraútgáfa styttunnar er nú til sýnis á Thorvaldsen-safninu sem H.W. Bissen gerði 15 árum eftir andlát Bertels árið 1844.

Gjafarinnar minnst með sýningu

150 ár frá því að Danir gáfu Íslendingum styttu eftir Bertel Thorvaldsen • Fyrsta útistyttan á Íslandi og markaði tímamót í listum • Naumur meirihluti við afgreiðslu til marks um ágreining Meira

Kvennablómi Leikkonurnar Karla Sofia Gascon, Zoe Saldana og Selena Gomez á rauða dreglinum í Los Angeles í október á síðasta ári. Þær leika allar í kvikmyndinni Emilia Pérez. Bæði Gascon og Saldana eru tilnefndar fyrir leik sinn í myndinni, en Gascon er fyrsta trans leikkonan (svo vitað sé til) sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna.

Emilia Pérez með 13 tilnefningar

Nýtt met í tilnefningum til handa mynd sem leikin er á öðru tungumáli en ensku • The Brutalist og Wicked með 10 tilnefningar hvor mynd • Verðlaunin afhent í Dolby-leikhúsinu 2. mars Meira

Tilviljun Óvænt vinátta verður til á ferðalagi.

Listakonan og strokufanginn

Nýlega rakst ég á íslensku myndina Topp 10 möst , eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur, á Sjónvarpi Símans. Leikhópurinn náði athygli minni um leið en Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir fara þar með aðalhlutverk Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Fimmtudagur, 23. janúar 2025

Viðamikið Yfir sex hundruð leikarar tóku þátt í verkefninu en Helga hannaði búninga á þá alla.

Sjaldgæft verkefni á lífsleiðinni

Helga I. Stefánsdóttir hefur hlotið bæði Eddu- og Grímuverðlaun fyrir búninga- og leikmyndahönnun í gegnum tíðina. Hún hefur ekki efast um það eitt augnablik að vera á réttum stað í lífinu. Eitt stærsta verkefni hennar til þessa er búningahönnun í þáttunum um Vigdísi. Meira

Einlæg Silja Rós hefur notað tónlist og önnur skrif sem leið til að tjá sig og vinna úr lífsreynslu sinni.

Eins og að kíkja í dagbókina

Ný EP-plata fjölhæfu tónlistar- og leikkonunnar Silju Rósar, … suppress my truth , er undanfari plötu hennar … letters from my past sem kemur út í vor. Platan dregur fram djúpar tilfinningar og persónulega reynslu sem hefur mótað hana. Meira

Gleði Egill segir naumhyggju í nútímabyggingum mikla og lausnir til að brydda upp á fjölbreytni virki „ódýrar“.

Í stóru blokkinni hans Egils

Egill Sæbjörnsson keypti gamla myllu sem er kölluð „Blokkin“ • Bjó til fyrsta varanlega útilistaverkið í Þýskalandi með vídeóvörpun • Kominn tími til að berjast fyrir fallegu umhverfi Meira

Rósa Gísladóttir (1957) Forma Dulcis, 2012 Gifs 197 x 175 x 197 cm

Hrein samhverfa

Textinn birtist í 140 ára afmælisriti Listasafns Íslands sem kom út í október 2024. Verkið er í eigu safnsins og hluti af afmælis­sýningunni Innsýn, útsýn í safninu á Fríkirkjuvegi, sem er opið alla daga kl. 10-17. Umfjöllunin er birt í samvinnu við safnið. Meira

Mæðgur Nína Dögg Filippusdóttir og Thelma Rún Hjartardóttir í hlutverkum sínum sem Vigdís og Ástríður.

Vigdís okkar allra

RÚV Vigdís ★★★★· Leikstjórn: Björn Hlynur Haraldsson og Tinna Hrafnsdóttir. Handrit: Jana María Guðmundsdóttir, Björg Magnúsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir. Aðalleikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Elín Hall, Sigurður Ingvarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Guðjón Davíð Karlsson. Ísland, 2025. 234 mín. Meira

Framúrskarandi Höfundar þeirra tíu framúrskarandi rita sem tilnefnd eru til viðurkenningar Hagþenkis 2024. Viðurkenningin verður veitt í febrúar.

Tilnefningar Hagþenkis 2024

Viðurkenningin veitt fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings l  Verðlaunin nema 1.500.000 krónum l  Afhent í febrúar l  Viðurkenningin veitt frá árinu 1986 Meira

Styrkir Forsvarsmenn verkefnanna tóku á móti styrkjum í Safnahúsinu.

155 milljónir til sviðslista

Tilkynnt hefur verið úthlutun úr sviðslistasjóði 2025 en sviðslistaráð veitir að þessu sinni 98 milljónir króna til 12 atvinnusviðslistahópa og fylgja þeim 102 mánuðir úr launasjóði sviðslistafólks (ígildi 57 milljóna) Meira

Miðvikudagur, 22. janúar 2025

Mörg járn í eldinum „Ég er með tvö verkefni sem fá að líta dagsins ljós núna í vor,“ segir Ólafur Arnalds.

Nýtir árið í að semja nýja tónlist

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur tónleikana Meistarar strengjanna í Hofi • Flytja tvö verk eftir Ólaf Arnalds • Sótti innblásturinn að verkinu Ölduróti til Akureyrar • Von á nýju efni Meira

Verðlaunaskáldið „Það var minningin um þessa þjóðsögu sem kom þessu öllu heim og saman,“ segir Anna Rós.

Uggvænlegur undirtónn

Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör • Ljóðið „skeljar“ er lauslega byggt á gamalli þjóðsögu • „Í senn seiðandi og blátt áfram,“ segir dómnefnd Meira

Þriðjudagur, 21. janúar 2025

Ásdís „Það veitir ekki af að segja alls konar sögur af alþýðukonum frá nítjándu öld, skáldaðar og óskáldaðar.“

Var nánast andsetin af persónu Lóu

Sterk persóna fátækrar alþýðustúlku frá nítjándu öld kom til Ásdísar Ingólfsdóttur fyrir tólf árum • Nú hefur hún lokið við að skrifa fyrstu bókina um Lóu sem siglir vestur um haf til Kanada Meira

Óttaslegnar Aðalleikkonur myndarinnar, f.v. Sandra Codrenau, Souheila Yacoub og Noémie Merlant.

Konur á barmi taugaáfalls

Frönsk kvikmyndahátíð í Bíó Paradís Les femmes au balcon / Konurnar á svölunum ★★★★· Leikstjórn: Noémie Merlant. Handrit: Noémie Merlant, Pauline Munier og Celine Sciamma. Aðalleikarar: Noémie Merlant, Souheila Yacoub, Sanda Codreanu og Lucas Bravo. Frakkland, 2024. 103 mín. Meira

Mánudagur, 20. janúar 2025

Teikning Mynd eftir Mugg sem fylgir sögu móður hans, Rjúpuhreiðrinu.

Spænska veikin, loftárásir og rjúpuhreiður

Bókarkafli Í bókinni Tímanna safn: Kjörgripir í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni er fjallað í máli og myndum um kjörgripi sem varðveittir eru á safninu. Meira

Tónlistarkona Lagasmiðurinn, upptökustjórinn og söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir snýr aftur í sviðsljósið

Plata sem kemur 100% frá hjartanu

Hildur Kristín Stefánsdóttir sendir frá sér plötuna Afturábak, fyrstu breiðskífuna á löngum ferli • Öll unnin út frá tilfinningum og upplifunum síðustu ára • Þurfti að finna sig aftur Meira

Fassbender Hann er ómótstæðilegur.

Endalaus gæði og stöðug spenna

Ekki er annað hægt en að lofa bandarísku njósna- og spennuþættina The Agency sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans. Allir sem koma að þessum þáttum vita hvað þeir eru að gera og niðurstaðan er frábær þáttaröð sem stöðugt kemur á óvart Meira

Laugardagur, 18. janúar 2025

Hátíðin eins konar tilraunamiðstöð

Myrkir músíkdagar verða haldnir dagana 24.-26. janúar • Fjölbreytt dagskrá þar sem rabarbaraflautur, innsetningar og stuttmyndir koma meðal annars við sögu • Vilja ná til unga fólksins Meira

Grjótharðir Múr eru allir vegir færir og vinna við næstu plötu er þegar komin á rekspöl.

Drynjandi dásemd

Fyrsta plata Múr, samnefnd sveitinni, kom út seint á síðasta ári. Framtíð íslenska öfgarokksins hefur sennilega aldrei verið bjartari og mikið er látið með þessa þrælefnilegu sveit nú um stundir. Meira

Mannleg „Armand er vel heppnað byrjandaverk og mannleg og áhrifamikil kvikmynd,“ segir meðal annars í rýni.

Mamma í molum

Bíó Paradís Armand ★★★★½ Leikstjórn: Halfdan Ullmann Tøndel. Handrit: Halfdan Ullmann Tøndel. Aðalleikarar: Renate Reinsve, Ellen Dorrit Petersen, Thea Lambrechts Vaulen, Øystein Røger, Vera Veljovic-Jovanovic og Endre Hellestveit. Noregur, 2024. 117 mín. Meira

Leikarahjónin Lively og Reynolds á frumsýningu It Ends With Us.

Deilur leikaranna virðast engan endi ætla að taka

Deilurnar á milli Blake Lively og Justins Baldoni halda áfram að magnast því nú hafa þeir Kevin Feige forstjóri Marvel, Bob Iger forstjóri Disney og leikstjórinn Tim Miller verið dregnir inn í mitt dramað Meira

Rithöfundur „Þetta er í fyrsta sinn sem ég sest niður og skrifa skáldskap af þessari stærðargráðu,“ segir Jóhanna.

„Það var bara að duga eða drepast“

Jóhanna Sveinsdóttir sendir frá sér sína fyrstu skáldsögu • Ungmennabókin Hvíti ásinn er byggð á goðafræði en gerist í framtíðinni • „Ég held að mig hafi alltaf langað að vera rithöfundur“ Meira

Morð Dexter Morgan er morðóður sérfræðingur.

Raðmorðingi með dráp á heilanum

Undanförnum kvöldum hef ég eytt í það að horfa á raðmorðingjann Dexter á Netflix. Þættirnir komu fyrst út árð 2006 og ég var duglegur að hlaða niður þáttunum á sínum tíma um leið og þeir birtust á veraldarvefnum Meira