Fréttir Laugardagur, 1. febrúar 2025

Ráðherra ekki upplýstur

Atvinnuvegaráðherra segir aðkomu formanns atvinnuveganefndar að strandveiðum geta haft áhrif á stöðu hans Meira

María Soffía Gottfreðsdóttir

Þörf fyrir tvöfalt fleiri augnskurðlækna

„Ég myndi segja tvöfalt fleiri,“ svarar María Soffía Gottfreðsdóttir augnskurðlæknir spurð að því hversu margir sérfræðingar á því sviði þyrftu að vera við augnsjúkdómadeild Landspítalans. Sex skurðlæknar eru nú við deildina en enginn þeirra nýkominn úr námi Meira

Leigubílar Leigubílstjórar hafa sumir gripið til þess að hafa íslenska fánann sýnilegan, til aðgreiningar frá öðrum.

Vongóðir um sæti í starfshópi ráðherra

Lög um leigubifreiðar endurskoðuð án aðkomu leigubílstjóra Meira

Marta Guðjónsdóttir

Hæpin stjórnsýsla meirihlutans

Leita til innviðaráðuneytisins um hvort um eðlilega stjórnsýsluhætti sé að ræða Meira

SÍS samþykkir innanhússtillögu

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) samþykkti í gær innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga. Tillagan jafngildir kjarasamningi verði hún samþykkt og hefur Kennarasamband Íslands (KÍ) frest til… Meira

Strætó Börn hafa iðulega komið athugasemdum sínum til skila.

Bjóða börnum að koma með tillögur að úrbótum

Börn og ungmenni fá tækifæri í dag til að koma athugasemdum sínum um strætókerfið til skila og leggja til tillögur að úrbótum á samráðsfundi ráðgjafarhóps umboðsmanns barna, ungmennaráðs Unicef og Strætó með kjörnum fulltrúum sveitarstjórna Meira

Álfabakki Framkvæmdin við kjötvinnsluna hefur verið stöðvuð.

Byggingarfulltrúi tekur frumkvæði með verkstöðvun

Gólfflötur kjötvinnslu er 3.200 m 2 • 1.000 m 2 eru háðir umhverfismati Meira

Glæsifley Sigurlaug SK 138 er smíðuð árið 1988 og er skráð lengd bátsins 6,8 metrar. Brúttótonnin eru 5,88.

Stundar strandveiðar og hyggst efla til muna

Miklir hagsmunir undir hjá formanni atvinnuveganefndar Meira

Varnarmál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.

Aukin áhersla á samtal um varnarmál

Ráðherrar segja ekki öllu skipta hver sæki hvaða fundi Meira

Velktist í kerfinu í hálft fimmta ár

Brottvísun Palestínumanns gekk ekki þrautalaust • Fór huldu höfði • Kostnaðarsamur málarekstur • Kom við sögu í kerfinu sautján sinnum • Úrskurði kærunefndar útlendingamála ekki hnekkt í dómi Meira

Olga Ágústsdóttir

Olga Ágústsdóttir, fyrrverandi fornbókasali, lést síðastliðinn föstudag, 24. janúar, á 90. aldursári. Olga fæddist í Bolungarvík 29. júlí 1935 en ólst upp á Ísafirði og í Æðey. Foreldrar Olgu voru hjónin Valgerður Kristjánsdóttir húsmóðir og kennari … Meira

Hvassahraun Skýrslan sem spurt var eftir var kynnt í október 2024.

Skýrslan kom út á undan svarinu

Borgarfulltrúarnir þurftu að bíða í sjö mánuði eftir svari við fyrirspurn sinni Meira

Gróðurhús Garðyrkja er stór atvinnuvegur í uppsveitum Árnessýslu. Hátt rafmagnsverð nú er vandi greinarinnar.

Garðyrkjunni verði komið í skjól

Stöðugt framboð á rafmagni verði tryggt • Grænir bændur eru ekki stórnotendur • Evrópureglur skylda en gefa einnig svigrúm • Samfélagslegar áherslur komi til • Loftslagsmál og nýr ljósabúnaður Meira

Fuglaflensa Fuglaflensan hefur nú stungið sér niður í Skagafirði.

Refur greindist með fuglaflensu

Fuglainflúensa greindist í ref sem aflífaður var í Skagafirði fyrr í þessari viku, en sýni sem tekin voru úr refnum voru send Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum sem komst að þessari niðurstöðu. Frá þessu er greint á heimasíðu Matvælastofnunar Meira

Þórshöfn Útgerðin er undirstaða byggðar og mannlífs á svæðinu.

Skerðingu byggðakvóta er mótmælt

Mikilli skerðingu á byggðakvóta þeim sem Langanesbyggð hefur haft er mótmælt í umfjöllun sveitarstjórnar. Fyrir fiskveiðiárið 2023-2024 fékk Þórshöfn, hvar búa um 350 manns, úthlutuð 102 þorskígildistonn en fyrir fiskveiðiárið 2024-2025 fer þessi kvóti niður í 32 tonn sem er tæplega 70% skerðing Meira

Íþróttafélögin ráða ráðum sínum

Tilmæli skattstjóra til íþróttafélaganna snerta þúsundir leikmanna og þjálfara • Félögin boða til fundar eftir helgi þar sem samhæfa á viðbrögð • Telja að ekki sé hægt að líta á leikmenn sem launþega Meira

Iðnó Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lét sig ekki vanta í danspartíið og sló í gegn á meðal viðstaddra.

Danspartí í upphafi kvennaárs

Konur og kvár á öllum aldri létu til sín taka á dansgólfinu í Iðnó á fimmtudagskvöldið. Danspartíið var fyrsti viðburður kvennaárs 2025. Í ár er hálf öld frá því að konur á Íslandi lögðu niður launuð sem og ólaunuð störf sín á kvennafrídeginum svokallaða Meira

Núverandi flugstöð Eins og sjá má er hún samansafn margra bygginga frá ólíkum tímum og fyrir löngu orðin úrelt.

Ráðherra vill beita sér fyrir flugstöð

Fimm ár liðin síðan kynnt voru áform um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli • Núverandi flugstöð er gömul og slitin • Undirbúningur hafinn • 1.700 milljónir voru ætlaðar í verkefnið Meira

Blönduós Kvennaskólinn á Blönduósi og Heimilisiðnarsafnið, sem kvenfélögin í sýslunni lögðu grunn að. Kvenfélagin á Íslandi eiga sér 140 ára sögu.

Dagur kvenfélagskvenna í dag

Lífið í Húnabyggð gengur nokkurn veginn sinn vanagang. Lægðir fara hjá með mismiklum tilþrifum. Æðarfuglinn líður hægt um við ströndina og hverfur við og við undir yfirborðið í leit að æti. Snjótittlingarnir fljúga í hópum milli garða þar sem fóður er að fá og hrafnarnir fara um tveir og tveir saman Meira

Goma Uppreisnarmenn M23-hópsins keyra um götur Goma.

Uppreisnarmenn enn í sóknarhug

Uppreisnarhópurinn M23 hélt áfram sókn sinni í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í gær, en hópurinn nýtur stuðnings stjórnvalda í nágrannaríkinu Rúanda. Hópurinn náði fyrr í vikunni landamæraborginni Goma á sitt vald en leiðtogar hans hafa heitið því að þeir muni sækja alla leið að höfuðborginni Kinshasa Meira

Minning Meðlimir skautafélags Boston-borgar voru á meðal þeirra sem fórust í flugslysinu og setti félagið upp blóm til minningar um fallna vini.

Flugritar farþegaþotunnar fundnir

NTSB rannsakar tildrög flugslyssins • Flugturninn sagður hafa verið undirmannaður miðað við það álag sem ríkti í nágrenni flugvallarins • Ríkisborgarar frá Rússlandi og Kína á meðal farþega vélarinnar Meira

Landris nálgast einn metra við Öskjuvatn

Lítil smáskjálftahrina mældist við Öskju snemma í gærmorgun. Skjálftarnir voru ekki stórir, eða á bilinu 0,2 til 1,6 að stærð. Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, segir skjálftavirkni í Öskju vera með minnsta… Meira

Úr snjónum á Ströndum á alþjóðlegt mót ytra

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór, börn Sigríðar Drífu Þórólfsdóttur og Birkis Þórs Stefánssonar í Tröllatungu á Ströndum og nemendur í Verkmenntaskólanum á Akureyri, keppa á gönguskíðum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, EYOF, sem fer fram í Bakuriani og Batumi í Georgíu 9.-16 Meira