Fréttir Mánudagur, 3. febrúar 2025

Tól Gervigreind hefur reynst tölvuþrjótum heimsins öflugt verkfæri.

Djúpfalsanir búa til nýjar hættur

Fyrirtæki og stofnanir þurfa að vera á verði því aldrei hefur verið auðveldara að nota gervigreind til að breyta bæði ásýnd og rödd í rauntíma. Stutt er síðan tölvuþrjótar stálu jafnvirði 25 milljóna dala frá félagi í Hong Kong með auðkennissvikum… Meira

Engin niðurstaða í gær, verkfall kennara hafið

Samningafundi kennara, ríkis og sveitarfélaga lauk rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi án þess að samningar næðust. Verkföll kennara í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum eru því hafin. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segir ekki ástæðu til að boða til frekari funda deiluaðila að svo stöddu Meira

Strandveiði Ríkisstjórnin vill tvöfalda þær á kostnað annarra.

Ríkisstjórnin skuldar svör

Ný skýrsla SFS um strandveiðar • Sagðar skerða lífskjör Meira

Hlunnindin þarf að skoða betur

„Vissulega er þörf á því að endurskoða ákveðna þætti í launamálum íþróttamanna, svo sem hlunnindi og annað sem telst til tekna,“ segir Kristinn Jónasson, lögmaður hjá KPMG. Mikil umræða hefur skapast um þau skilaboð Skattsins til… Meira

Sigurjón Þórðarson

Óljós áhrif naumrar hagsmunaskrár

Alþingi hefur ekki eftirlit með hagsmunaskrá • Engin bein áhrif rangrar skráningar en pólitískar afleiðingar önnur saga • Atvinnuvegaráðherra ókunnugt um strandveiðiútgerð Sigurjóns Þórðarsonar Meira

Þéttingaráform Hér má sjá umræddan I-reit þar sem til stendur að reisa íbúðarhúsnæði sem á að hýsa 83 íbúðir. Áður var svæðið skráð opið.

Segir borgaryfirvöld hunsa íbúa

Íbúar á Hlíðarenda hafa ítrekað reynt að koma athugasemdum sínum til skila en lítið hefur verið um svör hjá kjörnum fulltrúum • Lýsa yfir áhyggjum af þéttingarstefnu borgarinnar og óska eftir samráði Meira

Strandveiðar minnka ábata veiða

Ný skýrsla SFS um strandveiðar og afleiðingar þeirra • Lítill afrakstur hins opinbera • Minni gæði •  Gjaldlausar strandveiðar á annarra kostnað •  Gegn stefnu um að hámarka verðmætið innanlands Meira

Leifsstöð Til stendur að láta alla ferðamenn greiða komugjald.

Fáránlegt að setja fyrst á komugjöld

Skerðir samkeppnishæfni, segir Jóhannes • Vilja að lágmarki árs fyrirvara Meira

Heiðmörk Hingað og ekki lengra. Vegi er lokað og vatnsból nærri.

Leiðum er lokað í Heiðmörk vegna vatnsverndar

Vetrarfærð skapar vanda • Lokun fleiri leiða í skoðun Meira

Sjávarútvegur Svipull er sjávarafli, segir máltækið. Enn finnst engin loðna við landið, sem leiðir af sér afkomubrest sem kemur víða fram í þjóðarbúi.

Brellin loðna og bjartsýni horfin

Litlar líkur á loðnuvertíð • Leitað á miðum án árangurs • Rannsóknarskip aftur á útleið • Eyjar og Austfirðir í brennidepli • Mikill tekjumissir hjá sveitarfélögunum og áhrifin munu víða koma fram Meira

Bridsmót Keppendur á Bridshátíð um helgina voru á öllum aldri.

Heimsmeistararnir unnu í Hörpu

Danskir spilarar vörðu meistaratitilinn í tvímenningi frá því á síðasta ári Meira

Hlemmur Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir allt frá árinu 2022.

Aðgengi hefur áhrif á mathöll

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks fram tillögu um að aðkoma að Hlemmi verði bætt þegar í stað. Greiður aðgangur að inngöngum mathallarinnar verði tryggður eftir því sem kostur er Meira

Forysta Í þessu öllu skiptir græna orkan á Íslandi miklu máli, segir Árni Magnússon um starf og áherslur ÍSOR.

Heitt vatn er happdrættisvinningur

„Í mínum huga er fátt á Íslandi sem leggur traustari grunn að lífsgæðum fólks en heita vatnið og nýting þess,“ segir Árni Magnússon forstjóri ÍSOR. „Við þekkjum af fréttum að finnist hiti og vatn í virkjanlegum mæli, á svæðum þar… Meira

Sundhöll Stíllinn þarf að haldast, á bökkum eins og öðru í húsi þessu.

Breytingum í Sundhöll Reykjavíkur slegið á frest og athugasemdum gesta mætt

Endurbótum á innilaug Sundhallar Reykjavíkur við Barónsstíg hefur verið slegið frest. Ekkert verður gert fyrr en árið 2031; talsvert seinna en áformað var. Fyrir liggur að steypa þarf nýtt laugarker en því fylgdi að breyta þarf bökkum laugar og endurbyggja með því lagi sem hæfir nú Meira

Þorsteinn Skúli Sigurðsson

Fjögur í framboði til formanns VR

Fjórar tilkynningar liggja fyrir um framboð til embættis formanns VR, en frestur til að skila slíkum inn rennur út á hádegi í dag, 3. febrúar. Einnig er um að ræða framboð til sjö sæta í stjórn og þriggja til vara Meira

Heimsviðskiptakreppa? Taka vöruflutningar dýfu í kjölfar aðgerða Trumps eins og við lagasetningu Hoovers 1930?

Leifturstríð á vettvangi tolla

Ofurtollar Bandaríkjaforseta taka gildi á miðnætti • Grannríkin bak við múra • Þúsund hagfræðingar réðu Herbert Hoover frá því að gera það sama í júní 1930 Meira

Brottvísanir Ríkisstjórnin hyggst senda fjölda fólks úr landi.

Munu taka á móti þúsundum

Stjórnvöld í Venesúela hafa samþykkt að taka á móti tugum þúsunda af samlöndum sínum sem dvelja ólöglega í Bandaríkjunum. Er þetta stefnubreyting hjá stjórnvöldum í Venesúela. Þetta fullyrðir Donald Trump Bandaríkjaforseti í kjölfar þess að… Meira

Vinsældir Mikið var um dýrðir á frumsýningu annarrar þáttaraðar Squid Game í Los Angeles í desember.

Áskrifendur Netflix nú yfir 300 milljónir

Áskrifendum streymisveitunnar Netflix fjölgaði um 19 milljónir síðustu þrjá mánuði ársins 2024. Það er langt umfram væntingar stjórnenda þar á bæ en helstu ástæður þessarar fjölgunar eru taldar vera aukin áhersla á beinar útsendingar frá… Meira

Verslunarfólk Keníamaðurinn Robert Owuor og hin pólska Ewa Lizewska Beczkowska hér á vakt í búðinni.

Íslenskan er málið

Nám og starf í Nettó í Nóatúni • Starfsfólk stutt til náms • Styrkur til framgangs • Líflegt allan daginn Meira