Knattspyrnudeild Víkings úr Reykjavík hefur samið við varnarmanninn Róbert Orra Þorkelsson til ársins 2027. Hann kemur til félagsins frá Kongsvinger í Noregi. Róbert, sem er uppalinn hjá Aftureldingu, hefur einnig leikið með Breiðabliki og kanadíska liðinu Montréal Meira
Haukar unnu sinn níunda sigur í röð í öllum keppnum er liðið sigraði ÍBV, 32:29, í úrvalsdeild kvenna í handbolta á Ásvöllum á laugardag. Á sama tíma gengur ekkert hjá ÍBV, sem hefur tapað sjö leikjum í röð Meira
Dagur Sigurðsson þurfti að sætta sig við silfur með Króötum • Ekkert lið áður unnið fjórum sinnum í röð • Gidsel fór á kostum • Danir unnu alla níu leiki sína Meira
Tindastóll fór upp í toppsæti úrvalsdeildar karla í körfubolta með sigri á Stjörnunni, 90:82, á útivelli í toppslag í gærkvöldi. Bæði lið eru með 26 stig eftir 17 leiki en Tindastóll hefur unnið báða leiki liðanna á tímabilinu til þessa Meira
Sameiginlegt lið Stjörnunnar og Álftaness vann sannfærandi sigur á Víkingi, 5:1, í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í fótbolta í Egilshöll í Grafarvoginum í gærkvöldi. Þar sem Garðabæjarliðið var gestalið á mótinu er Víkingur áfram… Meira
Arsenal gerði sér lítið fyrir og valtaði yfir ríkjandi Englandsmeistara Manchester City, 5:1, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Martin Ödegaard, Thomas Partey, Myles Lewis-Skelly, Kai Havertz og Ethan Nwaneri skoruðu allir fyrir Arsenal Meira
Kristrún Ríkey Ólafsdóttir, tvítug körfuboltakona úr Hamri/Þór, er nýliði í landsliðshópi Íslands sem Benedikt Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti í gær vegna leikja gegn Tyrklandi og Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins 6 Meira
Baldvin byrjar nýtt ár á tveimur Íslandsmetum • Meiri læti og skemmtilegra á Íslandi • Ætlar sér á EM og á Ólympíuleikana í Los Angeles • Á níu Íslandsmet Meira
Dagur Sigurðsson er kominn með lið Króatíu í úrslitaleikinn á heimsmeistaramóti karla í handknattleik eftir magnaða frammistöðu liðsins og sigur gegn öflugu liði Frakklands í undanúrslitaleik þjóðanna í Zagreb í gærkvöld, 31:28 Meira
Stjarnan hélt sínu striki þegar liðið heimsótti Grindavík og vann öruggan sigur, 108:87, í 16. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Stjarnan er áfram á toppi deildarinnar, nú með 26 stig, og Grindavík heldur kyrru fyrir í fjórða sæti með 16 stig Meira
Manchester City mætir annaðhvort Real Madrid eða Bayern München í umspili Meistaradeildar karla í fótbolta og Liverpool gæti mætt París SG í 16-liða úrslitum, þrátt fyrir að hafa unnið deildarkeppnina Meira
Orri Steinn Óskarsson sá um að gulltryggja spænska liðinu Real Sociedad sæti í umspili Evrópudeildar karla í fótbolta í gærkvöld þegar hann skoraði bæði mörkin í heimasigri liðsins gegn PAOK frá Grikklandi, 2:0 Meira
Erlingur Birgir Richardsson rýndi í frammistöðu íslenska karlalandsliðsins á HM Meira
Ökuþórinn Lewis Hamilton, sem skipti nýverið frá Mercedes yfir til Ferrari, klessti bifreið sína á æfingu liðsins á Circuit de Barcelona-Catalunya-brautinni í Barcelona á Spáni í gær. Hamilton er ómeiddur eftir áreksturinn Meira
Landsliðsmarkvörðurinn Telma Ívarsdóttir samdi við Rangers í Skotlandi l Fyrsta skipti hennar í atvinnumennsku l Vildi komast í sterkari deild Meira
Ótrúlegur fimm marka lokasprettur færði Króötum, undir stjórn Dags Sigurðssonar, magnaðan sigur á Ungverjum, 31:30, í Zagreb í gærkvöld og sæti í undanúrslitum heimsmeistaramóts karla í handknattleik Meira
Sigurganga Þórs frá Akureyri í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik hélt áfram í gærkvöld þegar Akureyrarliðið vann botnlið Aþenu í Austurbergi í Reykjavík, 95:85. Þetta var tíundi sigur Þórs í röð í deildinni, og að auki hefur liðið unnið tvo… Meira
Hákon Arnar Haraldsson hefur verið í frábæru formi með Lille í Frakklandi • Veltir sér ekki upp úr meintum áhuga stórliða og nýtir tækifærin vel með Lille Meira
Ítalska knattspyrnufélagið Genoa er í þann veginn að kaupa landsliðsmanninn Mikael Egil Ellertsson af Venezia en bæði liðin leika í ítölsku A-deildinni. Fréttamaðurinn Gianluca Di Marzio greindi frá þessu í gærkvöld, sagði að Mikael myndi gangast… Meira
Baldvin endurtók leikinn • Öruggt hjá Ernu • Eir skákaði Guðbjörgu Meira
Við Íslendingar erum þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga handknattleiksþjálfara sem eru í fremstu röð í heiminum. Guðmundur Guðmundsson hefur unnið ólympíugull með Dönum og silfur með Íslandi. Dagur Sigurðsson hefur orðið Evrópumeistari með Þjóðverjum og fengið brons á Ólympíuleikum Meira
Gísli Gottskálk samdi við topplið Póllands • Mun spila fyrir framan 30 þúsund manns á heimaleikjunum • Reynsla af atvinnumennsku á Ítalíu hjálpar til Meira
Ítalinn Jannik Sinner vann Opna ástralska meistaramótið í einliðaleik í tennis á sunnudag með því að leggja Þjóðverjann Alexander Zverev örugglega, 3:0, í úrslitaleik. Er þetta annað árið í röð sem Sinner vinnur mótið Meira