Fréttir Fimmtudagur, 20. mars 2025

Umferðarlög Hér á landi eru stífar reglur um ökuréttindi aldraðra.

Þúsundir vottorða í forræðishyggju

Ökuskírteini eldri borgara gilda í skemmri tíma á Íslandi en í nágrannalöndum, þar sem þau eru oft með 10-15 ára gildistíma eftir 70 ára aldur, en læknisvottorðs er aðeins krafist við sérstakar aðstæður Meira

Stórtæk áform við Alviðruhamra

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst reisa hafnarmannvirki við Alviðruhamra á Mýrdalssandi vegna fyrirhugaðs útflutnings á vikri frá efnistökusvæði á Háöldu við Hafursey. Hafa rannsóknir leitt í ljós að raunhæfur möguleiki sé á að byggja … Meira

Mannvirkin Einföld líkanmynd úr matsáætlun framkvæmdaraðila sem sýnir mögulegan stað fyrir bryggju, viðlegukant og brimvarnargarð.

2ja km löng bryggja við Alviðruhamra

Unnt verði að flytja út fimm milljónir tonna af vikri á ári Meira

Gelgjutangi Drög arkitekta að fjölbýlishúsinu Stefnisvogi 54.

Kennileiti á Gelgjutanga

Skipulagsfulltrúi í Reykjavík hefur tekið jákvætt í fyrirspurn arkitektastofunnar Nordic Office of Architecture varðandi breytingar á deiliskipulagi í Stefnisvogi 54. Það er síðasta óbyggða lóðin á Gelgjutanga en fyrirhugað fjölbýlishús verður kennileiti fyrir hverfið Meira

Vaðölduver Miklar framkvæmdir eru áformaðar á næstunni til undirbúnings vindorkuverinu sem og bygging vinnubúða fyrir Hvammsvirkjun.

Bygging mannvirkja við Vaðöldu boðin út

Ístak með lægsta tilboð • Bauð rúma 6,8 milljarða í verkin Meira

Regluverk Ingvar Þóroddsson telur of langt gengið gagnvart eldri borgurum og bendir á að hægt sé að spara með því að breyta umferðarlögum.

„Vont dæmi um forræðishyggju“

Þingmanni hugnast ekki að eldra fólk þurfi að sanna fyrir samfélaginu að það sé ekki hættulegt l  Þúsundir einstaklinga þurfa að endurnýja ökuskírteini sín á hverju ári l  Gott tækifæri til sparnaðar Meira

Ragnhildur Alda Vilhjálmdsdóttir

Felldu tillögu um kauprétt leigjenda

Meirihlutinn í borgarstjórn felldi á þriðjudag tillögu Ragnhildar Öldu Vilhjálmsdóttur borgarfulltrúa um að leigjendur hjá Félagsbústöðum fengju rétt til að kaupa íbúðirnar sem þeir búa í. Ragnhildur sagði við Morgunblaðið fyrir… Meira

Lokafrágangur Verktakar klára frágang við húsið eftir að úrskurðarnefnd vísaði stjórnsýslukæru Búseta frá.

„Við ætlum ekki að láta valta yfir okkur“

„Þetta er bara blekkingarleikur og verið er að drepa málinu á dreif. Byggingarfulltrúinn afturkallaði byggingarleyfið fyrir kjötvinnsluna sem varð til þess að úrskurðarnefndin vísaði stjórnsýslukærunni frá Meira

600 megavatta högg á orkukerfið

Rafmagnstruflanir urðu víða um land í fyrrakvöld þegar eldur kviknaði í rafmagnsinntaki í aðveitustöð álvers Norðuráls á Grundartanga. Fljótt gekk að slökkva eldinn, en eldsupptök voru ókunn um miðjan dag í gær og var þá Norðurálslína 1 enn úti og voru skemmdir á henni til skoðunar Meira

Hvalfjörður Olíuskipið við bryggju. Sigla þurfti gætilega inn fjörðinn með þennan verðmæta og hættulega farm enda fylgdu tveir dráttarbátar skipinu.

Stórt olíuskip í Hvalfirði

Kom með eldsneyti til geymslu • Bandaríkjamenn reistu olíubirgðastöðina Meira

Raforka Huga þarf að öryggi orku- og veituinnviða að mati Samorku.

Nauðsyn að tryggja orkuöryggi

Einfalda þarf leyfisveitingaferli í orkumálum • Ályktun Samorku á aðalfundi Meira

Sjúkraflutningar Aðgerðir gætu byrjað 7. apríl verði þær samþykktar.

LSS undirbýr verkfallsaðgerðir

Kjararáð Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) ákvað í fyrradag að farið yrði í atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir sjúkraflutningamanna. Kynna átti aðgerðirnar fyrir félagsmönnum í gærkvöldi og var stefnt á að atkvæðagreiðslu… Meira

Grautargerð Fólk verður æ meðvitaðra um hollustu og hvers eigi að neyta, segir matreiðslumaðurinn Böðvar í viðtalinu.

Vellingurinn vinsæll í Varmárskóla

Góð reynsla af gjaldfrjálsum skólamáltíðum • Börnin vilja einfaldleikann, segir Böðvar skólakokkur • Steingrímur með rúsínum og sígild soðningin • Skynsemi, hófsemd og hreyfing Meira

Halla Tómasdóttir

Halla heimsækir konunga

Forseti Íslands til Noregs og Svíþjóðar í vor • Björn og sendinefndir með í för • Öryggis- og varnarmál rædd Meira

Ný Bandaríki yrðu stærsta landið

Sameinuð yrðu Bandaríkin og Kanada stærsta land heims • Yrðu enn stærri með Grænlandi l  Sameining myndi jafnframt treysta stöðu Bandaríkjanna sem stærsta hagkerfis heimsins Meira

Sóleyjargata 27 Borgin keypti húsið 2017 og nú er það komið í söluferli.

Borgin selur gistiheimili

Borgarráð hefur samþykkt að heimila eignaskrifstofu að hefja söluferli á eign Reykjavíkurborgar á Sóleyjargötu 27. Húsið er rúmir 360 fermetrar. Borgin keypti húseignina árið 2017 sem tímabundna lausn til að auka framboð á félagslegu húsnæði í borginni Meira

Þykkvibær Tvær vindmyllur voru settar upp í Þykkvabæ 2014. Þær voru endurnýjaðar í smærri mynd 2023 og eru kraftmeiri þó þær séu lægri.

Leitað eftir mati á vindorkuvirkjunum

Samráðsgátt stjórnvalda opin til umsagnar um virkjunarkosti • Tvö vindorkuverkefni samþykkt l  Tíu vindorkuverkefni í umsagnarferli l  Áhyggjur af fuglum, flugi og útliti l  Þörf á betri kynningu Meira

Ármót Stórt og glæsilegt hrossabú í Rangárþingi ytra, rétt sunnan við Þverá. Tindfjöllin og hinn svipmikli Eyjafjallajökull eru hér í bakgrunni.

Tugir hrossabúa og mikið fjárfest

Hestamennska er nú ein helsta atvinnugreinin í Rangárþingi • Milljörðum króna hefur verið varið í uppbyggingu búgarða og jarðakaup • Margir af fremstu knöpum landsins eru af svæðinu Meira

Nafnabreyting Kristinn Ka. Nína Sigríðarson eða bara Kiddi kanína.

Kiddi kanína náði að leika á kerfið

„Ég er ofsalega ánægður með niðurstöðuna. Ef eitthvað er þá er þetta nafn eiginlega flottara. Það er meira í mínum stíl,“ segir Kiddi kanína, tónleikahaldari með meiru, sem í vikunni fékk loks samþykkt nýtt nafn hjá Þjóðskrá Meira

Heimaey-VE1 Það er ekki langt í það að uppsjávarskipið Pathfinder sigli sem Heimaey til Eyja aftur.

„Þetta er skip í toppstandi“

„Við tökum við skipinu líklega um miðjan maí og þá verður það sett inn á íslenska skipaskrá,“ segir Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu, en nýjasta uppsjávarskip félagsins, Pathfinder PH-165, kom við í Vestmannaeyjum á… Meira

Draugarnir á lagalistum Spotify

Stjórnendur Spotify láta framleiða einfalda tónlist fyrir lagalista sína • Borga þannig lægri höfundarréttargjöld og hirða stærri hluta kökunnar • Sérfræðingur óttast innreið gervigreindar Meira

Parham Maghsoodloo

Mikill áhugi á Reykjavík Open

Uppselt er að verða á Reykjavíkurskákmótið, Reykjavik Open, sem haldið verður í Hörpu dagana 9. til 15. apríl næstkomandi. Í gærmorgun var búið að skrá 421 keppanda frá 50 löndum. „Við miðum við 400 keppendur en reynslan kennir okkur að það fækkar alltaf keppendum í aðdraganda mótsins Meira

Fjarðabyggð Höfnin á Mjóeyri.

Aftur sé horft til Drekans

Meta ætti að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Þetta segir bæjarráð Fjarðabyggðar sem gerði bókun um þetta á fundi sínum fyrr í vikunni Meira

Efasemdir um fleiri strandveiðidaga

Ekki er séð hvernig ríkisstjórnin ætlar að tryggja 48 daga strandveiðar því ekki er gert ráð fyrir auknum kvóta eða tilfærslu innan gildandi stjórnkerfis um fiskveiðar. Núverandi kerfi tryggir sjálfbærni, hagkvæmni og tekjur til þjóðarbúsins með veiðigjöldum Meira

Hollt Forsvarsmenn Latabæjar, Bónuss, Hagkaups og Banana við undirritun viljayfirlýsingar sem gerð er í kjölfar nýrra ráðlegginga landlæknis.

Latibær svarar kallinu

Latibær hefur í samstarfi við Bónus, Hagkaup og Banana brugðist við kallinu um aukna neyslu ávaxta og grænmetis með nýrri vörulínu. Vörurnar, sem kallast íþróttanammi, verða framleiddar af Bönunum og seldar í verslunum Hagkaups og Bónuss frá og með lokum apríl Meira

Sundahöfn Le Commandant Charcot leggst að bryggju í dag. Þessi mynd er tekin í Sundahöfn haustið 2023 þegar verið er að dæla á skipið fljótandi gasi.

Fyrsta farþegaskipið til hafnar

Franskt skip í Sundahöfn • Vertíð skemmtiferðaskipanna hefst þó ekki af alvöru fyrr en í maí • Blikur eru á lofti í greininni og skipakomum fækkar frá í fyrra • Mest fækkun leiðangursskipa Meira

Brotist gegnum landgrunnsmúr

Niðurstaða landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna sögð mjög hagfelld fyrir Ísland • Viðræður ríkja sem gera tilkall til Hatton Rockall-svæðisins hafa engu skilað • Landgrunnsbaráttan hófst árið 1978 Meira

Heilsa „Það eru fleiri með Kry-reikning í Svíþjóð en Netflix-aðgang,“ segir Johannes Schildt, stofnandi og stjórnarformaður Kry.

Ísland áhugaverður markaður fyrir Kry

Stærsta á sínu sviði í Evrópu • Talar á ráðstefnu í dag Meira

Bryntröll Þýskir orrustuskriðdrekar af gerðinni Leopard 2 sjást hér í framleiðslustöð Rheinmetall.

Skortur einkennir heraflann

Þýskaland er snúið aftur og hyggur á stórfellda uppbyggingu á sviði varnarmála • Tryggja verður öryggi landsins og Evrópu um leið • Svört skýrsla kynnt þingi Meira

Mestu sjávarflóð sem sögum fer af

Fréttaflutningur af sjógangi var áberandi á dögunum og gekk mikið á. Tveir menn lentu í sjónum á Akranesi og víða varð eignatjón eins og fram hefur komið. Mesta sjávarflóð sem vitað er um við Íslandsstrendur mun vera Básendaflóðið svokallaða árið 1799 Meira

Franskt Andalærið er matreitt og borið fram á franska vísu og hægt er að leika sér meðlætið eftir smekk hvers og eins.

Andafit á hvolfi táknræn fyrir staðinn

Einn vinsælasti rétturinn á matseðlinum á veitingastaðnum Duck and Rose, sem til húsa er í hjarta miðborgarinnar í Austurstræti, er confit-andalæri borið fram með smælki í rósmarín-majónessósu, ostinum Feyki, salati með tómötum og sultuðum rauðlauk. Meira

Rúningur Daníel Atli Stefánsson rúningsmaður að rýja veturgamlan hrút í Þingeyjarsýslu sem virtist sáttur við klippinguna, enda Daníel vanur.

Rúningur í fullum gangi til sveita

„Þetta er alltaf törn og ég er að rýja 3-4 þúsund fjár á þessum mánuði sem þetta tekur. Mér hefur alltaf fundist þetta gaman og það er ákveðinn sjarmi yfir rúningnum. Maður hittir marga og spjallar um búskap sem er skemmtilegt Meira