Fastir þættir Þriðjudagur, 25. mars 2025

Hvítur á leik.

Skák

Staðan kom upp í opnum flokki EM einstaklinga sem lýkur á morgun í Rúmeníu. Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.551) hafði hvítt gegn pólska alþjóðlega meistaranum Aleksöndru Maltsevskayu (2.376) Meira

Að fría ásinn S-Enginn

Norður ♠ 10954 ♥ D73 ♦ 1062 ♣ K104 Vestur ♠ ÁG63 ♥ 9654 ♦ G53 ♣ 96 Austur ♠ 82 ♥ 102 ♦ D874 ♣ ÁD852 Suður ♠ KD7 ♥ ÁKG8 ♦ ÁK9 ♣ G73 Suður spilar 3G Meira

3985

Uppburður hefur merkt ýmislegt gegnum tíðina en sést nú orðið aðeins í fleirtölu (nema í samsetningum): uppburðir, og þýðir þá þor, framfærni. Um þann sem er uppburða– eða uppburðar-laus segir Íslensk orðabók vægðarlaust: sem kemur sér ekki að … Meira

Fjölskyldan Arnheiður, Einar Margeir Ágústsson, kærasti Guðbjargar, Guðbjörg Bjartey og Guðmundur stödd á Tenerife um síðustu áramót.

Syndir frá Alcatraz á 50 ára afmælinu

Arnheiður Hjörleifsdóttir fæddist 25. mars 1975 í Reykjavík og bjó þar og á Hvolsvelli fyrsta árið. „Fjölskyldan flutti til Hafnar í Hornafirði og var þar í nokkur ár, þar sem mamma vann á heilsugæslunni og pabbi við smíðar Meira

Andri Valgeirsson

40 ára Andri er uppalinn í Grafarvogi en býr með konu sinni í Fossvogi. Hann er tæknistjóri hjá NPA miðstöðinni. „NPA stendur fyrir notendastýrð persónuleg aðstoð. NPA er þjónusta sem gerir okkur, fötluðu fólki, kleift að taka stjórn á eigin lífi og aðstoð Meira

Af hlýju, Eglu og forseta

Einmánuður hefst í dag og svo kemur harpa sumardaginn fyrsta. Af því tilefni yrkir Ingólfur Ómar Ármannsson: Einmánuður oft er napur og ýrinn stundum ís og krap er yfir grundum. Harpa okkur hlýju færir hjartans barnið andar blítt á ískalt hjarnið Meira

„Hélt að þetta væri „scam““

Sólkatla Ólafsdóttir söng- og leikkona hefur gefið út sitt fyrsta sólólag „Love No More“ sem þegar hefur vakið athygli erlendis en lagið hefur þegar náð til hlustenda í Póllandi. Í viðtali á K100 sagðist Sólkatla hafa fengið óvænt… Meira

Fleiri greinar úr þessum flokki í vikunni

Föstudagur, 28. mars 2025

Hjónin Helga Jóna og Óskar við fjölskyldubústaðinn á leið í Tungnaréttir.

Verðlaunaður glæpahöfundur

Óskar Guðmundsson fæddist 28. mars 1965 á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Hann bjó fyrstu árin í Reykjavík og fram til 10 ára aldurs í Kópavogi þar til foreldrar hans byggðu hús í Garðabæ. „Ég æfði og spilaði knattspyrnu með Stjörnunni en var þó… Meira

Af hetjum, lífinu og Guðna

Magnús Halldórsson heyrði Guðna Ágústsson lýsa því að gamla Þingborg yrði að víkja til að tvöfalda veginn um flóann Meira

Fimmtudagur, 27. mars 2025

Ólafur Rafn Gíslason

30 ára Ólafur er Hafnfirðingur, en hann bjó í stutta stund sem krakki í Svíþjóð og Seattle. „Ég er nýfluttur í Grafarvoginn þaðan sem konan er, en við keyptum okkur hús þar um miðjan desember.“ Ólafur er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem forritari hjá Rapyd Meira

Fjölskyldan Kamilla, Jón Gunnar og Alicja saman að njóta á Lækjartorgi.

Lét ekki slys stoppa sig

Jón Gunnar Benjamínsson fæddist 27. mars 1975 á Akureyri og ólst upp á Ytri-Tjörnum í Eyjafjarðarsveit. Hann lauk grunnskólagöngu sinni í Hrafnagilsskóla, var einn vetur í MA og síðan í VMA, hóf síðar nám í Leiðsöguskóla Íslands, þaðan sem hann útskrifaðist sem leiðsögumaður vorið 2003 Meira

Af vori, messu og veðri

Úr því Pétur Stefánsson er farinn að yrkja um vorið, þá er eins gott að hafa það dróttkveðið: Kvikir fuglar kvaka, kátir fjöri státa Meira

Miðvikudagur, 26. mars 2025

Fjölskyldan Gullbrúðkaupi fagnað og látinna minnst í Kotstrandarkirkjugarði. F.v. Sigursveinn, Diljá Sigursveinsdóttir, Jakob Árni Kristinsson, Sigursveinn Valdimar Kristinsson, Ísak Aryan og Madhav Davíð Goyal, Ólöf Jónsdóttir, Steindór Gestsson, Gestur Eyjólfsson, Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Ólöf Sigursveinsdóttir.

Skólastjórn í þrjátíu ár

Sigursveinn Kristinn Magnússon er fæddur 26. mars 1950 í Ólafsfirði og ólst þar upp. Hann gekk þar í barna- og gagnfræðaskóla. Hann lærði ungur á hljóðfæri er hann dvaldi í fóstri tvo vetur hjá Sigursveini D Meira

Jón Ingi Björnsson

60 ára Jón Ingi ólst upp í Fossvoginum en hefur búið í Grafarholti síðustu áratugi. Hann hefur verið framkvæmdastjóri hjá íslenska tæknifyrirtækinu Trackwell í 20 ár en áður var hann framkvæmdastjóri hjá Landsteinum Streng og verkfræðingur hjá Landsvirkjun Meira

Af skaða, bænum og Esjunni

Séra Hjálmar Jónsson kastar fram vísu: Farsælt líf er lagt að veði, lítið hirt um skaðann. Þjáningar og þórðargleði, það er niðurstaðan. Ísleifur Gíslason, kaupmaður á Sauðárkróki, var kunnur fyrir kerskniskveðskap: Sagður er Hengillinn óður og ær, af afbrýði Keilir er sjúkur Meira

Mánudagur, 24. mars 2025

Óskastund A-NS

Norður ♠ Á7 ♥ D107 ♦ 53 ♣ ÁDG875 Vestur ♠ G3 ♥ ÁG65 ♦ G1064 ♣ 963 Austur ♠ K9865 ♥ 9832 ♦ D7 ♣ K2 Suður ♠ D1042 ♥ K4 ♦ ÁK982 ♣ 104 Suður spilar 3G Meira

Fjölskyldan Magndís og Sigurþór ásamt sonum sínum, frá vinstri: Atli Rúnar, Hjörleifur og Hjálmar.

Félagsmálin helstu áhugamálin

Magndís Alexandersdóttir fæddist 24. mars 1945 á Stakkhamri í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. „Ég er uppalin í hópi níu systkina heima á Stakkhamri, í miklu frelsi í nánd við náttúruna. Ég fór snemma að taka þátt í öllum almennum… Meira

Af vindi, gleymsku og ríki

Góð kveðja barst frá Guðna Guðmundssyni á Þverlæk í Holtum, kúabónda í áratugi og síðar skógarbónda. Þegar verslun með lofttegundina sem veldur hlýnun jarðar kom fyrst til tals á aðalfundi Skógarbænda fyrir þó nokkrum árum, þá varpaði hann fram á… Meira

Laugardagur, 22. mars 2025

Valþjófsstaðarkirkja í Fljótsdal.

Messur

AKRANESKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Hraustir menn – Bláa messan í tilefni af Mottumars kl. 20. Karlakór Kjalnesinga og Karlakórinn Svanir syngja, kórstjórar Lára Hrönn Pétursdóttir og Sigríður Elliðadóttir Meira

Fjölskyldan Hermann, Margrét og börn þeirra.

Mikill bóndi í útgerðarmanninum

Hermann Thorstensen Ólafsson fæddist í Grindavík 22. mars 1955. Æskuárin í Grindavík voru skemmtileg og er margs að minnast frá þeim tíma. „Ég var átta ára þegar faðir minn tók við fjárbúinu á Stað og kom þá strax í ljós að það var mikill bóndi í stráknum Meira

Af gátu, hæl og Kanarí

Deleríum de Gran Canaria er yfirskrift vísu Hallmundar Guðmundssonar: Svo tóri ég hér dag frá degi, - dável ég lífsblómið vökva Ef eitthvað bull annað hér segi, þá allmikið ég er að skrökva. Vísnagáta liðinnar viku barst sem endranær frá Páli Jónassyni: Hann var pabba orfi á, oní jörðu rekinn sá Meira