Viðskiptablað Miðvikudagur, 26. mars 2025

Bæði félög eru með megnið af starfseminni í Bandaríkjunum.

Sameining flóknari en kaup og sala

Forstjóri segir að bæði Mallinckrodt og Endo hafi þurft að vaxa Meira

Erlendir fjárfestar ekki skilað sér

Magdalena Anna Torfadóttir Mikil lækkun hefur orðið á íslenska markaðinum miðað við evrópska markaði en hann hefur fylgt þeim bandaríska eftir. Meira

Herdís Dröfn Fjeldsted forstjóri Sýnar segir viðræður í gangi við Símann um mögulega heildsölu, einnig óformleg samtöl við eftirlitsaðila.

Ítarleg viðskiptaáætlun liggur fyrir

Þóroddur Bjarnason Sýn keypti réttinn á enska boltanum fyrir meira en 3,5 milljarða króna. Meira

Óttar Guðjónsson

Vanvirðing við almenna fjárfesta

Óttar Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir tilboðið sem liggur fyrir í ÍL-sjóðsmálinu og segir upplýsingagjöf, eða skort á henni, vera mikla vanvirðingu við almenna fjárfesta í landinu. „Það að kynna tilboðið ekkert fyrir almennum fjárfestum, þá… Meira

Icelandair getur gegnt lykilhlutverki í að dreifa ferðamönnum um landið.

Icelandair horfir ekki til ytri vaxtar

Magdalena Anna Torfadóttir Forstjóri Icelandair fer yfir hagræðingaraðgerðir félagsins sem ætlað er að skila 70 milljónum dollara í sparnað árlega. Meira

Mallinckrodt þurfti að leysa úr ótal lögsóknum vegna sölu á ópíóíðalyfjum sem fyrirtækið framleiðir og greiða hundruð milljóna dala í sektir og bætur. „Þetta er núna að baki. Það eru engar útistandandi lögsóknir á fyrirtækið í dag,“ segir Sigurður.

Fyrirtækið má ekki missa taktinn

Þóroddur Bjarnason Lyfjaforstjórinn Sigurður Óli Ólason stýrir risasamruna tveggja gamal­gróinna bandarískra lyfjafyrirtækja. Hann segir að tollar Trumps forseta séu ekki neikvæðir fyrir reksturinn. Meira

Barn að lögum

” Ef maður hefur samræði við stúlku, yngri en 18 ára, sem […] honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis, þá varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að 4 árum.“ Þessu var breytt árið 1992 og upp frá því hefur ekki skipt máli hvers kyns gerandi og þolandi eru. Meira

Ratte-kartöflur steiktar upp úr andafitu og einfalt salat með franskri dressingu er þrenning sem getur ekki klikkað.

Hvítt úr hvítu að þessu sinni hjá Pol Roger

Ég þreytist seint á að fjalla um Pol Roger. Fyrir því er einföld ástæða. Þetta glæsihús frá Épernay hefur í rúma eina og hálfa öld skaffað á markaðinn framúrskarandi góð kampavín. Hér heima þekkja flestir Brut-fjölárgangavínið frá þeim sem skenkt er … Meira

Viðskipti eru ávallt persónuleg – þrátt fyrir orð Guðföðurins

”   Þegar ég legg þá spurningu fyrir fjárfesta mína hjá Spak Invest hvað þeir leggi einna helst áherslu á við val á fjárfestingarkostum (að frátalinni ávöxtun) er það einkum þrennt sem kemur fram í svörum þeirra: Gagnsæi, lausafjárstaða og samskipti. Meira

Trump fékk hóp nemenda til að hjálpa sér við að undirrita tilskipunina.

Hvernig gerum við börnin klár?

Ásgeir Ingvarsson skrifar frá Mílanó Bandaríska skólakerfið þykir alls ekki nógu gott en virðist samt miklu betra en það íslenska. Meira

Lára segir að rekstur Lex hafi gengið vel á síðasta ári, en það sé áskorun að laga starfsemina að breytilegu efnahags- og tækniumhverfi.

Síaukin þörf fyrir meiri sérhæfingu

Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður á Lex lögmannsstofu og aðjunkt við lagadeild HR, segir það mikinn ágalla í gildandi lögum að einstaklingum og lögaðilum sem kæra til tiltekinna kærunefnda kunni í framhaldinu vera stefnt fyrir dómstóla til að svara … Meira

Greiðslan fyrir árið 2024 frá ríkinu nemur 618 milljónum króna.

Íslandspóstur kvartar sáran yfir samkeppni

Ársskýrsla Íslandspósts var gefin út á aðalfundi félagsins í vikunni. Þar kemur fram yfirlýsing um að 2024 sé fimmta árið í röð sem rekstrarafkoma fyrirtækisins er jákvæð. Það þrátt fyrir ýmsar áskoranir enda hafi hagræðing skilað miklum árangri Meira

Daði Kristjánsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Visku Digital Assets.

Skorar á seðlabankastjóra að skoða rafmyntir

Magdalena Anna Torfadóttir Stofnandi Visku Digital Assets fer yfir allt það helsta er viðkemur rafmyntum í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Meira