Mikil umræða hefur verið undanfarið um veiðigjöld, enda hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja til breytingar sem fela í sér umfangsmikla hækkun þeirra. Í því samhengi hefur ríkisstjórnin talað um „leiðréttingu“ og um að þjóðin eigi rétt… Meira
Gunnar Örlygsson framkvæmdastjóri IceMar kallar eftir því að sett verði innlend vinnsluskylda á þann fisk sem íslensk fiskiskip landa. Hann segist finna fyrir auknum undirtektum með þessum hugmyndum en bíður þess að stjórnvöld taki málið til umræðu. Meira
Það má segja að hægt sé að stíga 30 til 40 ár aftur í tíma með því að fylgjast með ólympískum veiðum og aflameðverði í sjávarútvegi í Alaska í Bandaríkjunum. Viðhorfsbreyting er þó að eiga sér stað og hefur framsýnn útgerðarmaður í samstarfi við íslensk fyrirtæki ákveðið að taka upp íslenskar aðferðir til að hámarka gæði og aflaverðmæti. Meira
Ótvírætt er að veiðigjöld – og því einnig hækkun þeirra – leiði til samþjöppunar aflaheimilda í íslenskum sjávarútvegi og gæti til lengri tíma rýrt skattstofna ríkissjóðs. Það var að minnsta kosti mat höfunda skýrslu stefnumótunarverkefnisins Auðlindarinnar okkar. Meira
Fleiri helstu viðskiptaríki Bandaríkjanna með sjávarfang verða fyrir barðinu á tollastríði Donalds Trumps forseta Bandaríkjanna og gæti verð farið hækkandi vestra, sérstaklega á laxi. Ófyrirsjáanleikinn er þó allsráðandi. Meira
Í sumar verður liðin hálf öld frá því að lögsaga Íslands var færð út í 200 mílur, en með því hófst þriðja og síðasta þorskastríðið sem lauk með samningum ári síðar í Noregi. Meira
Fyrsta nótin fyrir fiskeldi sem framleidd var úr endurunnum veiðarfærum leit dagsins ljós undir lok síðasta árs, en norska fyrirtækið Nofir sækir meðal annars mörg hundruð tonn af veiðarfærum til Íslands fyrir endurvinnsluverkefni sitt. Meira
Matvælastofnun hefur heimilað notkun á myndgreiningaraðferð norska fyrirtækisins Aquabyte við skráningu og vöktun á kynþroska eldislaxa í sjókvíum á Íslandi. Fyrirtækið fullyrðir að lausnin sé hin fyrsta sinnar tegundar á heimsvísu. Meira
Vestmannaeyingar ætla að gera tilraun í vor til að veiða þorsk í gildrur, en fyrir 20 árum tókst vel til fyrir vestan að lokka þann gula í gildrurnar. Meira
Hugmyndir stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum þarf að skoða betur og mjög óheppilegt að ætla að hækka álögur á greinina í því mikla óvissuástandi sem tollastefna Trumps hefur skapað. Meira
Aðeins einn bátur stundar nú grásleppuveiðar frá Þórshöfn og fékk hann aðeins ellefu tonna grásleppukvóta úthlutaðan og verður vertíðin stutt. Afli línubáta hefur verið góður upp á síðkastið. Meira
Aldur togara heldur áfram að lækka en þeim hefur fækkað um tæpan fjórðung á undanförnum áratug. Á móti verða vélskip og opnir bátar sífellt eldri. Alls hefur fiskiskipum fækkað um 154 frá árinu 2014. Meira
Síðustu viku fór fram fundaröð fulltrúa Evrópusambandsins og Taílands þar sem unnið var áfram með fríverslunarsamning milli sambandsins og hins asíska ríkis. Samtök evrópskra útgerða, Europêche, lýsa áhyggjum af innflutningi á taílenskum túnfiski og afleiðingunum fyrir evrópskan túnfiskiðnað. Meira