Islenskt underground allstars.

Sæl veriði.

Ég heiti Róbert Kraciuk og mér langaði að kynna fyrir ykkur verkefni sem ég hef verið að blása lífi í síðastliðið ár. Verkefnið heitir Icebreaker og er fyrsta alíslenska jungle/dnb safnplatan.

Plata er skipuð þekktum nöfnum sennunnar og reynsluboltum íslenskrar jaðartónlistar þeim: Futuregrapher, Muted, Subminimal, RK(ég), Tranquil, Balatron, Orang Volante og Raychem.

Platan er 12 lög og inniheldur frumsamið efni frá hverjum og einum ásamt remix frá eiganda Agatone music útgáfufyrirtækisins.

Tónlistin sjálf fer um víðan völl enda mikil flóra af hæfileikaríkum einstaklingum sem koma að verkefninu. Dularfullt geimkennt andrúmsloftið sem tekur þig á flug í gegnum frumskóginn af brotnum töktum og níðþungum bassalínum, Icebreaker er frábær blanda og algert must-have fyrir áhugasama.

Platan er masteruð í Hollandi af Agatone music og kemur út á netinu á öllum helstu tónlistarsölusíðum eins og spotify, itunes, bandcamp og fleiri.

Þar á meðal má nefna að platan hoppaði lengi milli 13-16 sætis yfir sölur á junodownload í meira en viku og var um góða stund söluhærri en DnB arena serian sem er eitt stærsta verkefnið af þessu tagi í heiminum í dag.

Platan kemur einnig út á Cd og byrjar að selja í öllum helst plötubúðum Reykjavíkur 8unda september, en sama dag verður haldið útgáfupartý á skemmtistaðnum Húrra í Reykjavík.

Hægt er að hlusta og/eða kaupa plötuna á linkinum hér fyrir neðan.

https://agatonerecords.bandcamp.com/album/icebreaker

Tónlistamaður / Stúdent / Starfsmaður Advania.