Yf­ir­völd virðast telja að full­reyna eigi öll úrræði áður en öldruðum er veitt heim­ild til að sækja um vist­un á hjúkr­un­ar­heim­ili. Þetta er ekki í sam­ræmi við vilja lög­gjaf­ans.

Í dag (8/​9/​2017) birt­ist frétt í Morg­un­blaðinu um 99 ára gamla konu sem sótti um var­an­legt pláss á hjúkr­un­ar­heim­ili í Reykja­vík. Kon­an fékk höfn­un á þeirri for­send­um að önn­ur úrræði væru ekki full­reynd. Í frétt­inni kem­ur fram að um­rædd kona hafði ekki verið baggi á borg eða ríki þrátt fyr­ir háan ald­ur. Dótt­ir og dótt­ur­dótt­ir henn­ar höfðu aðstoðað hana en nú var svo komið að heilsu kon­unn­ar hafði hrakað svo að þær gátu ekki ann­ast hana leng­ur heima.  

Und­ir­ritaður ásamt systkin­um sín­um sótti um fyr­ir föður okk­ar árið 2014 það sem nefn­ist færni og heil­sum­at. Til að kom­ast inn á hjúkr­un­ar­heim­ili verður færni- og heil­sum­ats­nefnd að úr­sk­urða um hvort um­sækj­andi eigi rétt á að sækja um á hjúkr­un­ar­heim­ili eða ekki.

Um­sagn­ir fag­fólks, þriggja lækna, hjúkr­un­ar­fræðings og mats­full­trúa. sem höfðu hitt föður okk­ar voru öll á einn veg, þ.e. að faðir okk­ar væri ekki hæf­ur til að búa í eig­in íbúð og öll úrræði þar að lút­andi hafi verið full­reynd. Færni- og heil­sum­ats­nefnd­in sem hafði aldrei hitt föður okk­ar, en og fram­an­greind­ir sér­fræðing­ar höfðu all­ir hitt hann og þess vegna séð hvernig ástand hans var, komst að þeirri niður­stöðu að úrræði sem bjóðast af hálfu heima­hjúkr­un­ar og eða fé­lags­legr­ar heimaþjón­ustu til stuðnings áfram­hald­andi bú­setu á eig­in heim­ili voru ekki full­reynd.

Und­ir­ritaður skrifaði nefnd­inni í fram­haldi af niður­stöðu henn­ar bréf sem er of langt til að hægt sé að fara yfir það allt hér. Bréfið var beiðni um að nefnd­in end­ur­skoðaði ákvörðun sína vegna þess að und­ir­ritaður taldi ekki laga­grund­völl fyr­ir henni. Beiðnin var í stuttu máli byggð á því að niðurstaða nefnd­ar­inn­ar væri ekki í sam­ræmi við vilja lög­gjaf­ans, sam­an­ber lög nr. 125/​1999 um mál­efni aldraða ásamt síðari breyt­ing­um, þ.e. að ekki ætti að full­reyna aldraða.

Fram­an­greind­um lög­um um aldraða var breytt 2012. Texti upp­haf­legs frum­varps sem fram var lagt til breyt­inga á lög­um um mál­efni aldraða hljóðaði svona: “Áður en kem­ur að vist­un ein­stak­lings í hjúkr­un­ar- eða dval­ar­rými, sam­kvæmt um­sókn hans, skulu öll önn­ur úrræði sem miða að því að fólk geti búið í heima­húsi vera full­reynd.” Vel­ferðar­nefnd Alþing­is breytti þess­um texta að einu mik­il­vægu leyti. Úrræði eiga ekki að vera full­reynd eins og ákvæðið hljóðaði um í upp­hafi held­ur skulu raun­hæf úrræði vera full­reynd. Á þessu tvennu er mik­ill mun­ur. Í nefndaráliti seg­ir eft­ir­far­andi: "Sam­kvæmt 1. gr. frum­varps­ins þurfa öll önn­ur úrræði til að fólk geti búið í heima­húsi að vera full­reynd áður en kem­ur að dvöl í hjúkr­un­ar- eða dval­ar­rými. Nefnd­inni var bent á mik­il­vægi þess að í laga­text­an­um yrði sér­stak­lega til­greint að raun­hæf úrræði væru full­reynd. Nefnd­inni voru kynnt dæmi þess að gerðar hafi verið kröf­ur um að til þess að þetta skil­yrði teld­ist upp­fyllt þyrfti ein­stak­ling­ur að hafa full­reynt úrræði sem frá upp­hafi var aug­ljóst að hentaði ekki þörf­um hans. Nefnd­in tel­ur ljóst að það sé ekki til­gang­ur ákvæðis­ins að beina öldruðum eða öðrum sem þörf hafa fyr­ir dval­ar- eða hjúkr­un­ar­rými í úrræði sem ekki hent­ar viðkom­andi. Slíkt hef­ur í för með sér ríkt óhagræði fyr­ir ein­stak­ling­inn, tef­ur það að hann fái þá þjón­ustu sem hann hef­ur þörf fyr­ir og leiðir að auki til þess að fjár­mun­um heil­brigðis­kerf­is­ins er ráðstafað á óhag­kvæm­an hátt. Nefnd­in legg­ur því til breyt­ingu á frum­varp­inu á þann veg að raun­hæf úrræði séu full­reynd til að tryggja rétt­an skiln­ing og fram­kvæmd ákvæðis­ins.".

Nefnd­in taldi sem sagt að aldraðir ættu ekki að vera til­rauna­dýr þar sem mætti prófa hitt og þetta á þeim áður en þeim væri heim­ilað að dvelja á hjúkr­un­ar­heim­il­um.

Niðurstaðan er sem sagt að það þarf ekki að og má í raun og veru lög­um sam­kvæmt ekki full­reyna aldraða. Þess vegna er það ekki í sam­ræmi við lög um mál­efni aldraðra að það þurfi að full­reyna öll úrræði vegna fram­an­greind­ar konu. Færni- og heil­sum­ats­nefnd­in féllst á sjón­ar­mið und­ir­ritaðs og end­ur­skoðaði ákvörðun um föður minn og veitti hon­um heim­ild til að sækja um vist á hjúkr­un­ar­heim­ili.

Höf­und­ur er lögmaður