Stutt um­fjöll­un af teg­und­ir femín­isma í Íran og hvernig femín­isma er háttað þar í landi.

Finna má femín­isma í Íran sem af­leiðingu af nú­tíma­sam­fé­lagi, en þó í öðru ljósi en í vest­ræn­um sam­fé­lög­um. Þar sem að orðið Femín­isti gæti komið þér í vand­ræði eft­ir því hvaða rík­is­stjórn er við völd, er hug­takið kven­rétt­indasinni notað í Íran.


Það eru nokkr­ar teg­und­ir af femín­ist­um og femín­isma í Íran: Fyrst er vest­ræni ver­ald­legi femín­ist­inn, sem er í minni­hluta. Mik­ill meiri­hluti þeirra aðgerðarsinna hef­ur annaðhvort flúið land eða verið fang­elsaður.

Ann­ar hóp­ur kven­rétt­inda­sinna, sem forðast að kalla sig femín­ista eru annaðhvort íslamsk­ir femín­ist­ar eða femín­ist­ar sem eru múslim­ar. Mik­il­vægt er að átta sig á mis­mun­in­um á þess­um tveim hóp­um, en hann er sá að íslamsk­ir femín­ist­ar starfa fyr­ir yf­ir­völd­in í land­inu, eða tengj­ast þeim á ein­hvern hátt. Íslamstrú­in tek­ur það mög skýrt fram að all­ir séu jafn­ir. Hug­mynda­fræði þessa hóps ír­anskra femín­ista bygg­ist á að pré­dika sann­girni, rétt­læti og óhlut­drægni. Þar af leiðandi frá  þeirra sjón­ar­horni eru öll kyn jöfn, en eru lík­am­lega ekki eins byggð, og því skuli þeir sterk­byggðari hafa meiri ábyrgð og með meiri ábyrgð fylgja meiri rétt­indi og því ættu kyn­in ekki að hafa sömu rétt­indi. Þessi hóp­ur rétt­læt­ir ójöfn rétt­indi kynja með því að segja að jafn­rétti væri í raun ekki í þágu kvenna.

Þriðji hóp­ur­inn er svo femín­ist­ar sem eru múslim­ar sem trúa á jafn­rétti ásamt því að trúa á íslam, og láta femín­isma passa inn í þeirra hug­mynda­fræði og túlka trú­ar­brögðin í nýju ljósi, á þess­um nýju tím­um sem við lif­um á.

Lög­in um íslamska stjórn í Íran hafa komið á ójöfnuði á næst­um öll­um sviðum og stig­um sam­fé­lags­ins. Íslamska stjórn­in stuðlar að, og fram­fylg­ir ójöfnuði meðal ann­ars í fjöl­miðlum og mennta­kerf­inu. Sam­fé­lagið hef­ur því þessa stóru gjá á milli kynja, og bæði karl­ar og kon­ur leggja sitt af mörk­um til að viðhalda þess­ari gjá. Marg­ir hafa ekk­ert annað val en að standa bara á hliðarlín­unni og fylgj­ast með sam­eig­in­leg­um ójöfn­um hefðum, og börn eru alin upp með þeirri hug­mynd að kon­ur skuli vera al­ger­lega háðar karl­kyns fjöl­skyldumeðlim­um sín­um. Femín­ismi er tal­in til öfga­hreyf­ing­ar af mörg­um og sam­fé­lag femín­ista er fá­mennt.

Tahm­ineh Mil­ani og Masih Al­inejad eru op­in­ber­ir ír­ansk­ir femín­ist­ar. Mil­ani er leik­stjóri og hef­ur leik­stýrtm kvik­mynd­um sem brjóta upp hefðbundna ímynd ír­anskra kvenna. Hún hef­ur hlotið ákæru á hend­ur sér og verið ásökuð um að vera and­stæðing­ur ír­önsku bylt­ing­ar­inn­ar vegna kvik­mynda sinna. Al­inejad er rit­höf­und­ur og blaðamaður og stóð fyr­ir hreyf­ing­unni „My Stealt­hy Freedom“. Al­inejad opnaði face­book síðu sem hvet­ur ír­ansk­ar kon­ur til að birta af sér mynd án hijab. Hér má finna síðuna: htt­ps://​www.face­book.com/​Stealt­hyFreedom/.