Miðflokkurinn ætlar að bætt samgöngur við Kjalarnes og Vesturlandið og hefja viðræður við Vegagerðina um Sundabraut og henni lokið innan sex ára ásamt tvöföldun Vesturlandsvegar með 2+2 akreinar.


Saga Kjalarnes er ítralega rakin í  vandaðri bók Þorsteins Jónssonar, sagnfræðings, sem kom út árið 1998. Kjalarneshreppur var sveitin við rætur Esju norðan höfuðborgarinnar og Mosfellsbæjar, og afmarkast að austanverðu af Leirvogsá og að norðanverðu af Kiðafellsá. Mörk milli Kjalarness og Kjósar liggja eftir hábungu Esju og síðan Skálafells. Að flatarmáli er Kjalarnes mun stærra en gamla Reykjavík.

Árið 1997 sameinaðist Kjalarneshreppur Reykjavík eftir ítarlegar viðræður. Reykjavíkurborg var þá og er stærsti landeigandinn á Kjalarnesi sem eigandi jarðarinar Víðines, hluta af Álfsnesi og lönd sem liggja að nesinu, auk þess Saltvík og Arnarholt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði þá: “Helsti kostur sameiningarinnar væri aukið byggingarland fyrir borgina, sem myndi breyta byggðaþróun í höfuðborginni úr austur/vesturbyggð í norður/suðurbyggð. Ég held að það sé mikilvægt hvort sem er út frá umferðarsjónarmiði eða gæðum lands.” Lög um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur voru samþykkt á Alþingi 23. mars 1998.


Bættar samgöngur forsenda sameiningar

Skiptar skoðanir voru um þessa sameiningu, einkum meðal íbúa Kjalarneshrepps. En erfið fjárhagsstaða hreppsins vóg þungt svo og loforð Ingibjargar Sólrúnar borgarstjóra um bættar samgöngur þegar hún sagði sameininguna standa og falla með brúargerð frá Gunnunesi yfir í Álfsnes (svo kallaða Sundabraut). "Það er gert ráð fyrir því við vegaáætlun núna að byrjað verði á brúnni árið 1999 og að hún verði byggð um aldamótin," sagði Ingibjörg Sólrún. “Þessi brúargerð er ekki eingöngu mikilvæg fyrir Kjalarnes heldur skiptir hún sköpum fyrir byggð okkar í Grafarvogi og Borgarholti," sagði Ingibjörg.

Miðflokkurinn telur tímabært að efna þetta loforð um bættar samgöngur við Kjalarnes og Vesturlandið og ætlar að hefja viðræður við Vegagerðina um Sundagöng og Sundabraut og að hún verði sett í forgang og henni lokið innan sex ára ásamt tvöföldun Vesturlandsvegar (2+2). Miðflokkurinn ætlar að bæta umferð fjölskyldubíla í Reykjavík og bæta samtímis almenningssamgöngur í Reykjavik og við Kjalarnes með gjaldfrjálsum strætó fyrir alla Reykvíkinga.

Skipulagsmál og þúsund nýjar og hagkvæmar íbúðir á Kjalarnesi á kjörtímabilinu

Kjalarnes er eitt fegursta úthverfi Reykjavíkur með gríðarlegt byggingarland með fallegri haf- og fjallasýn. Því miður hefur skipulag Kjalarnes alveg setið á hakanum hjá Reykjavíkurborg vegna „þéttingarstefnu“ núverandi meirihluta í borginni svo og allra borgarstjórna frá 1998. Miðflokkurinn ætlar að setja skipulag Kjalarnes í forgang í nánu samráði við Íbúasamtök Kjalaranes og landeigendur á nesinu. Við fögnum áhuga og framsýni landeigenda Nesvíkur og Hofs sem hafa þegar skipulagt landareign sína með um þúsund nýjum og hagkvæmum íbúðum í nálægð Grundarhverfis. Við styðjum áform þessara landeigenda sem og annarra sem vilja breyta landareignum sínum í íbúðabyggð með hagkvæmu íbúðum fyrir ungt fjölskyldufólk. Þá ætlar Miðflokkurinn að klára skipulag landareignar Reykjavíkurborgar á Víðinesi, Álfsnesi og landa sem liggja að nesinu þannig að þau verði tilbúin til uppbyggingar samhliða Sundabrautinni. Einnig verði unnið að skipulagi Saltvíkur og Arnarholts.  Miðflokkurinn ætlar að láta Reykjavíkurborg ljúka ofanflóðamati í samstarfi við Veðurstofuna vegna deiliskiplags undir allri hlíð Esjunar.Við fjölgun íbúa í Grundarhverfi og á Kjalarnesi þá verða skipulagðar lóðir fyrir verslunar- og þjóustumiðstöðvar. 

Atvinnumál
Miðflokkurinn leggur áhverslu á fjölbreytt atvinnulíf á Kjalarnesi m.a. í matvælaframleiðslu og annarri atvinnuskapandi starfsemi. Avinnusvæðið á Esjumelum verði gert aðlaðandi fyrir nýja starfsemi og hraðað verður skipulagningu atvinnusvæða við Álfsnes og Grundarhverfi. 

Útivist og lýðheilsa
Kjalarnesið er eitt fegursta útvistarsvæði Reykjavíkur við Mógilsá með göngustíg á Esjuna og ósnortið land í Blikdal og Leirvogsárdal. Miðflokkurinn styður áætlanir nokkurra landeigenda á Kjalarnesi og annarra varðandi eflingu ferðaþónustu með byggingu hótela, veitingastaða, útivistarsvæða og kláf upp á Esjuna.

Miðflokkurinn vill tengja Kjalarnesið með hjóla og göngustígum við annað stígakerfi borgarinnar. Miðflokkurinn vill fara í samstarf við landeigendur á Kjalarnesi og Skógræktarfélag Kjalarness svo og Skógræktarfélag Reykjavíkur um skógrækt til útivistar, kolefnisbindingar og til að skapa skjól í norðurhluta borgarinnar. 

 



verkfræðingur og frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavík