Aldraðir sem fá laun frá líf­eyr­is­sjóði og Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins er gert að greiða tekju­skatt þó sam­an­lögð laun þeirra nái ekki upp­hæð sem talið er að þurfi til eðli­legs lífsviður­vær­is. Þá er þeim einnig meinað að rétta hlut sinn með vinnu, sem hefðu til þess getu, því þá skert­ast greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un.Það ætti ekki að skatt­legga tekj­ur sem ná ekki upp­hæð til eðli­legs lífsviður­vær­is.Aldraðir með há eft­ir­laun gætu unnið án skerðing­ar.Það á ekki að refsa þeim sem fá greitt frá Trygg­inga­stofn­un fyr­ir það að hafa ekki kom­ist á "jöt­una"og fengið há eft­ir­laun í ell­inni. Í stað þess eru aldraðir hneppt­ir í fá­tækt og "nú­tíma þræla­tök".

Ínga Sæ­land skrif­ar pist­il ný­lega, þar sem fram kom að Flokk­ur fólks­ins hafi lagt fram frum­varp á alþingi til af­náms skerðing­ar elli­líf­eyr­is vegna at­vinnu­tekna,en frum­varpið ekki fengið af­greiðslu úr nefnd þings­ins.Frum­varp­inu fylgdi skýrsla Hauks Arnþórs­son­ar stjórn­sýslu­fræðings, þar sem fram kom að rík­is­sjóður mundi hagn­ast á að af­nema frí­tekju­markið.Hvers vegna skyldu strjórn­völd vilja viðhalda þessu órétt­læti?.Ráða þar sér­hags­mun­ir gæðgi og "mann­vonska"?.Get­ur verið að mik­il auðsöfn­un um­fram þarf­ir sé fíkn, sem þarf að maðhöndla sem sjúk­dóm?.

Breyti ráðamenn þjóðar­inn­ar ekki af­stöðu sinni og rétti hlut aldraða í laun­um og þeirra sem njóta ekki eft­ir­launa, en fá laun frá Trygg­inga­stofn­un, þarf að láta á það reyna fyr­ir dóm­stól­um hvort brotið er á rétti þeirra, og þá einnig garn­vart grein­um í stjórn­ar­skránni um jafn­rétti.

Óli Stef­áns Run­ólfs­son

meist­ari í renn­ismíði

og eft­ir­launaþegi.