Black Friday og Stafrænn Mánudagur hafa náð nýjum hæðum í íslensku samfélagi ef marka má tilboðs-æði kaupmanna þetta árið. Þessir dagar marka byrjun á jólagjafa innkaupum landsmanna.
að 61% kaupenda voru reiðubúnir til að versla við fyrirtæki sem þeir höfðu ekki verslað við áður.
að 61% kaupenda voru reiðubúnir til að versla við fyrirtæki sem þeir höfðu ekki verslað við áður.
Síðustu ár hefur jólaverslunin þróast mikið og nota Íslendingar netið í auknum mæli til þess að versla jólagjafir handa vinum og vandamönnum, en vefverslun á Íslandi hefur aukist verulega á undanförnum árum og fjöldi netverslana er enn að aukast. Það er því mikilvægt að setja markvissa stefnu bæði þegar kemur að jólainnkaupum sem og jólasölu.

 -----------MYND ----------------------------


Vefverslun á heimsvísu jókst um 18% á síðasta ári og eyddu kaupendur 7,9 billjón bandaríkjadollurum í kaup á netinu. Nærri helmingur kaupanna fór fram í gegnum snjallsíma, kannanir sýndu að 61% kaupenda voru reiðubúnir til að versla við fyrirtæki sem þeir höfðu ekki verslað við áður. Hérna skapast gríðarlegt tækifæri fyrir þau fyrirtæki sem hafa uppgötvað töfra stafrænna lausna.


Fólk virðist vera enn opnara fyrir því að prófa ný vörumerki og leita á aðrar slóðir þegar kemur að innkaupum fyrir hátíðarnar, talsverð aukning hefur orðið á leitarorða frösum eins og  "búðir eins og .... " og "vörumerki eins og... " á leitarvélum Google. Verslun á netinu gefur kúnnanum aukið forskot og virðist eins og fólk sé að nýta sér internetið mun betur með því að kanna mikilvæga hluti eins og t.d. verð, úrval og fl.

 
Ein athyglisverðasta þróunin í stafrænni markaðssetningu er að myndbönd hafa náð að ryðja sér rúms sem einn vinsælasti miðillinn þegar kemur að því að gefa fólki hugmyndir að jólainnkaupum, en næstum því tveir þriðju viðskiptavina segjast hafa fengið hugmyndir og innblástur í gegnum auglýsingamyndbönd og meira en 90% af þeim segjast hafa uppgötvað nýjar vörur og vörumerki í gegnum YouTube.

 
Fyrirtæki sem vilja standa uppúr þessa hátíðina þurfa að muna að ekki eru allir viðskiptavinir eins, og það þarf að sérsníða markaðssetninguna að hverjum og einum. Auðvelt er að velja réttan markhóp fyrir hverja auglýsingu þegar auglýst er á netinu og samfélagsmiðlum, því er oft gott fyrir verslanir og fyrirtæki að útvista (e.g. outsource) þeim hluta rekstursins og leyfa fagmönnum að sjá um allt sem við kemur stafrænni markaðssetningu. Oft er gott að hafa í huga að "Jói frændi" getur ekki allt.

 

 

Stuðst var við upplýsingar og gögn frá Google við vinnslu þessarar greinar.
Stafræn verslun fyrir hátíðarnar

Höfundur er Diðrik Örn Gunnarsson, stofnandi og eigandi Stafrænu auglýsingastofunnar. Diðrik er einnig stundakennari við Háskólann í Reykjavík og ráðgjafi hjá Zenter rannsóknum.